Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lögreglan með innra eftirlit.

Gott að vita að lögreglan skuli hafa virkt innra eftirlit til að fylgja eftir góðum vinnureglum hjá sér. Er ekki merki um spillingu þótt einhver starfsmaður í lögreglunni þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Þvert á móti ber það vott um aðhald innan lögreglunnar sjálfrar sem er af hinu góða.

Þegar allt kemur til alls eru venjulegir menn í lögreglunni sem geta gert mistök eins og hver annar. SmileEnginn maður er fullkominn, ekki frekar lögreglumaður en aðrir þegnar.


mbl.is Varðstjóri ákærður fyrir brot í opinberu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir nöldurskjóður?

Blæs ekki byrlega fyrir Vinstri grænum með nöldri formanns um varnir Íslands um þessar mundir. Hefur ekkert skárra til að láta á sér bera eftir sárindin, að komast ekki í ríkisstjórn eftir umtalsverðan kosningasigur,  sem er aumkunarverð staða fyrir flokkinn.

Vinstri grænir lofa ekki góðu í sterkri stjórnarandstöðu á komandi þingi fyrst og fremst vegna andstöðu sinnar við allt og alla. Geta varla talist trúverðugir stjórnarandræðingar vegna einstrengsstefnu sinnar í stjórnmálabaráttunni fyrir kosningar og ofsóknum á Framsókn sem skilaði þeim fylgi um stundarsakir en ekki þegar til lengri tíma er litið. Getur ekki endað með öðru en fylgishruni í framtíðinni.

 Að mati undirritaðrar virðist Steingrímur J. útbrunninn í stjórnmálum og ætti  að fá sér annað starf.
mbl.is Formaður VG óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingar gegn hagsmunum samfélagsins?

Varaformaður Samfylkingarinnar fór mikinn í kastljósinu í gærkveldi þar sem hann lýsti skoðun sinni um lækkun áfengisgjalds á komandi þingi og taldi  vera þverpólitíska samstöða um málið. Ekki vegur almannaheill þungt hjá Ágústi Ólafi hvað varðar áfengisdrykkju enda augljóst að hann gætir hér hagsmuna víninnflytjenda og veitingasala.

Það liggur fyrir að takmarkað aðgengi víns og hátt áfengisgjald er sú leið sem skilar bestum árangri vegna ofdrykkju og er  vísindalega sannað. Finnar hyggjast nú hækka áfengisgjald aftur vegna slæmra reynslu af lækkun þess. Forvarnir hafa því miður ekki skilað nægilegum árangri samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum. Þar spilar inn í sterkur áróður auglýsingaherferða til að viðhalda vínneyslu vegna hagsmuna  vínframleiðenda.

 Áfengi er ekki neysluvara og á ekki erindi inn í matvöruverslanir frekar en róandi lyf sem seld eru í apótekum. Þrjátíu þúsund Íslendinga (10%)eiga við áfengisvanda að stríða, að meðtöldum fjölskyldum þessa ógæfusama fólks þekkir a.m.k. helmingur þjóðarinnar 150 þús.) vandann persónulega.

Samt vill Ágúst Ólafur auka vandann með lægra verði á víni. Þeir sem neyta víns hljóta að greiða hærra áfengisgjald til forvarna. Sanngjarnt að þeir leggi meira til meðferðar áfengissjúklinga. Vandi ofdrykkju er miklu meira en framangreind ofdrykkja. Áfengi veldur bílslysum/dauða/örkuml sem kostar samfélagið mikla fjármuni auk fjölskylduharmleikja og heimilsofbeldis sem  koma í kjölfar ofneyslu áfengis. Sömu afleiðingar eru um allan heim, ekki minni en hér á landi.

Ágúst Ólafur hefur gegnið fram fyrir skjöldu réttindamálum kvenna gegn ofbeldi og vændi. Orkar tvímælis að hugur hans fylgi þar máli því með aukinni áfengineyslu mun  vandi kvenna verða enn meira.

Rökin sem Ágúst Ólafur tönglaðist mest á í gærkveldi voru: “Við þurfum aukið frelsi í áfengisdrykkju, við eigum að vera eins og aðrar þjóðir”. Léleg rök að mati undirritaðrar. Frelsi til að auka á hörmnungar í samfélaginu er ábyrðarlaus afstaða gagnvart almannaheill og  kostnaði  samfélagsins vegna ofneyslu víns. Ekki nauðsynlegt að við séum eins og aðrar þjóðir í víndrykkju. Við getu allt eins haft forystu annarra þjóða í hóflegri neyslu og erum það reyndar.

 Ennþá eru ekki áberandi fótboltabullur hér á landi, sýnir  ótvírætt að við erum betur sett vegna markvissrar áfengisstefnu.Ferðamönnum hefur ekki fækkað þótt áfengisverð sé hátt og þess vegna léleg rök að halda þeirra sjónarmiðum fram.

Fram hefur komið að álagning veitingahúsa gæti verið lægri. Verðugt verkefni fyrir varformann Samfylkingarinnar að ganga fram í lækkun víns þar fyrir gesti sem  kjósa að neyta áfengis. 

Góður og skeleggur alþingismaður þjóðarinnar

Skarð fyrir skildi við fráfall Einars Odds, alþingismanns. Haslaði sér völl sem rödd vinnandi fólks og atvinnulífs landsbyggðarinnar óháð stefnu síns flokks ef svo bar undir. Vegna réttsýni var hann löngu búinn að skapa sér fastan sess í hugum fólks óháð stjórnmálakoðunum. Sannarlega harmur í huga að heyra rödd hans ekki lengur, ekki síst nú, þegar skóinn kreppir að fólki úti á landsbyggðinni. Þjóðin öll hefur misst einn af sínum bestu og ástsælustu sonum.

Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun í kirkjunni - í skjóli kristinnar trúar.

Enn eitt dæmið þar sem fólk í skjóli trúarinnar fremur ódæðisverk. Íslenska kirkjan hefur sett lög innan sinna vébanda vegna kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki vilji kirkjunnar manna að slíkt óeðli geti dafnað innan hennar hvorki kaþólsku eða lútersku kirkjunni. Fólk innan kirkjunnar er bæði af illum toga og góðum. Enn sem komið er hafa þeir góðu yfirhöndina þrátt fyrir allt. Af hinu góða, að kaþólska kirkjan skuli reyna að taka á slíkum glæpi sem kynferðisofbeldi er. Þeir sem ekki vilja neina mannúðarstefnu taka slíku tækifæri fagnandi eins  og kemur fram í blogginu til að koma kristinni trú út úr heiminum. Ekki er neitt annað og betra lagt til enda ekkert betra til en kærleikur Krists.

Aðeins reynt að velta sér upp úr mannvonskunni á kostnað kirkjunnar. Minnir á púkana hans Sæmundar fróða sem sem köstuðu á sig spiki  af illum orðum, gerðu heiminn enn verri en nokkru sinni fyrr.´

Kemur vel í ljós hér i blogginu þar sem  hlutverki umræddra  púka eru gerð góð skil.


mbl.is Kaþólska kirkjan samþykkir að greiða skaðabætur vegna kynferðislegs ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta nauðgarar frýjað sig ábyrgð samkvæmt hegningarlögum?

 Nýfallin dómur í nauðgunarmáli þar sem nauðgarinn var sýknaður eru vond skilaboð út í samfélagið. “Rétt niðurstaða samkvæmt túlkun hegningarlaga”, sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður ákærða í fjölmiðlum. Hvers konar hegningarlög eru það sem “vernda” nauðgara frá ofbeldi eða frýja hann ábyrgð á gerðum sínum? Hvernig á almenningur að skilja skilaboðin um slíkt ódæðisverk sem nauðgun er, að ekki verði náð fram hegningu á ofbeldismanninum, sem í flestum eða öllum tilvikum neytir aflsmunar í verkanaði sínum?

Frá sjónarhóli siðferðis er ómögulegt fyrir venjulegt ólöglært fólk að viðurkenna slíkan dóm. Ljóst er samkvæmt upplýsingum fjölmiðla að umræddur maður kom fram vilja sínum á stúlkunni.  Þótt hún hafi verið ölvuð er það ekki afsökun fyrir ofbeldismanninn. Umsögn lækna um stúlkuna bæði um andlegt og líkamlegt ástand hennar eftir verknaðinn ber vott um gróft ofbeldi sem héraðsdómur virðist hafa  að engu eða líta framhjá því samkvæmt “skilningi hegningarlaga” eins og fram hefur komið.Ekki er viðunandi að almenningur búi við réttarfar þar sem ofbeldi er ekki nægilega skilgreint í lögum,  að nauðgarar geti frýjað sig ábyrgð á obeldi sem þeir fremja. 

Framangreindur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur kallar ótvírætt á að málinum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

 

Páfinn er boðberi heimsfriðar í nafni Krists.

Páfinn  heldur ekki fram neinum stjórnmálaáróðri þótt hann bjóði kaþólskum Kínverjum að sameinast undir formerkjum kristinnar trúar. Er stefna kaþólsku kirkjunnar að allir kristnir sameinist um kristinn boðskap í heiminum samkvæmt boðskap Krists sjálfs.

Vonandi að allir kristnir söfnuðir í heiminum safnist saman um boðskap krists þegar fram líða stundir.

Eina leiðin til varanlegs heimsfriðar þegar til lengri tíma er litið. Gleðilegt ef kaþólskir í Kína fá að starfa undir merkjum páfans í Róm, stórt framlag til friðar og sameiningar Kristinna manna.


mbl.is Páfi sendir kínverskum kaþólikkum sáttaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða gagnrýni er vinsæl í blogginu?

Forystugrein Mbl í dag leggur út af viðtali við Stefán Pálsson, sagnfræðing, sem gagnrýnir Mbl fyrir að “stofnanavæða” Moggabloggið. Undirrituð hefur skrifað í Moggabloggið nokkra mánuði, skrifað undir formerkjunum sanngirni með rökum sem í felst gagnrýni. Til þess var leikurinn gerður að vekja athygli á því sem betur mætti fara í samfélaginu.

Hefur fengið athygli að hálfu Mbl og komist inn í Morgunblaðið með bloggið. Samt getur undirrituð ekki gert sér grein fyrir eftir hverju “vinsældir” fara. Virðist stundum  ekki fara eftir lesningu.Fyrir nokkrum dögum svaraði undirrituð grein Hrafns Jökulssonar um þátt Kastljóss og siðanefnd Blaðamannfélags Íslands, sem birtist í blaðinu 23. júní. Fékk góða  lesningu í umræddu bloggi betri en það blogg sem Mbl hefur talið athyglisvert.

 Undirrituð hlustar og horfir aðallega á RUV og hefur talið stofnunina hlutlausan og góðan fréttamiðil. En í kosningabaráttunni brá sjónvarpið út af venju í umfjöllun um ríkisborgararétt dóttur  Jónínu Bjartmars fyrrv. ráðherra eins og kunnugt er. Má einnig nefna “sviðsettan stjórnmálafund” hjá sjónvarpinu í apríl s.l. þar sem sett var upp klapplið gegn þáverandi stjórnarmeirihluta í þættinum.

Vonandi er  Moggabloggið  ekki að fara framhjá gagnrýni á RUV, sem er nauðsynleg ekki síst eftir nýja skipun mála þ.e hlutafélagsforminu. Grein Hrafns Jökulssonar var hvöss, ekkert við það að athuga. En grein hans kallaði á sterk viðbrögð sem hann fékk í bloggi undirritaðrar og reyndar líka af öðrum í blaðinu sjálfu nokkrum dögum síðar.

Að framansögðu þyrfti Mbl. að endurskoða þær reglur sem farið er eftir hvaða blogg er “athyglisvert”. Að ljóst megi vera hvaða gagnrýni á rétt á sér og fái að njóta athygli þegar ákveðin umræða stendur yfir?

Með rýting í bakið!?

Hrafn Jökulssona reynir að fela siðlausa framkomu Kastljóss RUV í hlutdrægri umfjöllun sinni fyrir síðustu kosninga undir því yfirskini að ekki sé þörf á siðareglum.(blaðið í gær) Siðanefnd blaðamannafélagsins hafi heft “framsækna fjölmiðlun í landinu” með úrskurði sínum varðandi kæru Jónínu Bjartmarz þáverandi ráðherra.

Samkvæmt grein Hrafns gekk illa að fá upplýsingar um ferli þess, er tengdadóttir ráðherrans fékk ríkisborgararétt á skömmum tíma. Samt leggur Kastljós af stað með umfjöllun málsins á “ónákvæmum forsendum” eins og Hrafn greinir frá. Vinnubrögð “... svo vönduð og nákvæm sem kostur var ”, skrifar Hrafn, þar sem upplýsingar voru ekki á lausu. Hvort sem upplýsingar lágu á lausu eða ekki, réttlætir það ekki umfjöllun Kastljós, ef hún á að teljast trúverðug. Ámælisvert að blanda persónu og fjölskyldu ráðherrans í framangreinda umfjöllun RUV. 

Hér er Hrafn í orði kveðnu að aðhyllast háleitar hugsjónir í nafni málfrelsis og réttsýni um "framsækna fjölmiðlun". En í raun virðist  markmiðið með umræddri umfjöllun hafa verið,  að koma höggi á Framsóknarflokkinn sem ef til vill tókst með ágætum? Auk þess bregst RUV við með hrokafullum hætti þar sem dómur siðanefndar blaðamannafélagsins er virtur að vettugi.  

Íslenska þjóðveldið til forna bjó ekki yfir stjórnkerfi sem gat  framfylgt lögum með nútímahætti. Sæmdin og orðstírinn var mælikvarði manngildis. Enginn vildi lifa við þá skömm að standa ekki við orð sín. Dæmi: Gísli Súrsson hefndi  fóstbróður síns þótt hann hefði mátt vita, að  kostaði hann lífið. Má segja að í þessu forna hetjusamfélagi hafi siðferði og samfélagsgerð verið eitt og hið sama, þ.e.  félagslagslegar staðreyndir. Hetjuskapurinn hafi verið þjóðfélagslega -og lífsnauðsynlegur þar sem réttarvarslan var i höndum ætta og einstaklinga. 

Nútímasamfélag er með allt öðrum hætti en sæmdin er jafn mikilvæg eins  og  þjóðveldistímanum. Til viðbótar við löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald er komið “fjórða valdið” þ.e. fjölmiðlarnir, sem geta með skjótum hætti haft afgerandi áhrif í samfélaginu. Krafan til RUV  hlýtur  að vera  hlutleysi í allri umfjöllun ekki síst í hita leiksins, í kosningabaráttu stjórnmálaflokka.   

Ritstjóri Kastljóss hefur unnið til að taka pokann sinn með umræddri umfjöllun og viðbrögðum við dómi siðanefndar. Getur ekki verið ásættnalegt að fá “talað orð” eða skrifað sem “rýting í bakið” án þess nokkrum vörnum verði við komið? 


Vettvangur dauðans?

En eitt slysið í umferðinni, þrjú ungmenni slasast alvarlega í kappakstri í Reykjavík. Slys ungmenna eru svo tíð nú um stundir að ekki verður við unað.  Hjúkrunarkonur lýstu áhyggjum sínum í sjónvarpinu í kvöld. Eins og ökuskírteinið sé orðið ávísun “á vettvang dauðans” fyrir fjölda ungmenna "Taka verður dýpra á aksturskennslu,” sagði ökukennari í fréttum kvöldsins, sem eflaust eru orð að sönnu. Hvar og hvenær á að auka dýptina í aksturskennslu unglinga? Hlýtur að snúast meira um hugarfarið? Hafa tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir ökuréttindum gagnvart sjálfum sér og öðrum. Virðist þurfa athugunar við hvort unglingar hafi siðferðilegan þroska/getu til að aka bifreið svo vel sé þrátt fyrir löglegan aldur.M.ö.o. þarf að meta siðferðilegan þroska ungmenna,  jafnframt  verklegri/bóklegri kennslu. Ef til vill af fagfólki í sálfræði? Að hluti ökuréttinda  sé skilyrtur við ákveðinn þroska hvers og eins. Ný viðmið  í aksturskennslu verður að íhuga svo akstur ungmenna verði þeim ekki vettvangur dauðans að prófi loknu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband