Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rannsókn - launamunur kynja - eða hagnaður fyrirtækis?

Að horfa með gleraugum starfsmannastjóra samkvæmt nýlegri rannsókn um misrétti í ráðningu þegar hún/hann ræður einstakling til framtíðarstarfa, er horft til þess hvað er hagkvæmast fyrir fyrirtækið. Tæplega er hægt að tengja ráðningu af hvað kyni stafsmannstjórinn er. Ungir karlar og konur sem hafa sömu menntun og svipaða starfreynslu ættu að standa jafnt að vígi en er það svo? 

Unga konan á væntanlega eftir að eignast barn þrátt fyrir fæðingarorlof þá er fyrirsjáanlegt, að hún verður meira frá störfum, en karlmaður vegna barnaeigna. Karlinn aftur á móti er betri framtíðarstarfskraftur vegna þess að hann fæðir ekki börn. Hér gildir raunhæft  mat úr frá  hagsmunum fyrirtækisins, að karlinn er ákjósanlegri vinnukraftur. Meðan líkur eru til að konan eignist börn þá er hún einfaldlega ekki eins verðmæt í starfi óháð því af hvaða kyni starfmannastjórinn er. Hið kalda mat fyrirtækisins verður því ef kona er ráðinn þá greiðir fyrirtækið minna?

Þessi könnun hefði átt að sýna um hvaða störf væru að ræða og á hvað aldri konurnar/karlarnir hefðu verið sem voru umsækjendur. Ef til vill leitar umrædd staða meira jafnvægis eftir því sem menntun kvenna eykst. Þær verði einfaldlega gjaldgengari þegar þær hafa lokið barnaeignum, verði þá jafnvel besti og eftirsóttasti vinnukrafturinn?

Erfitt verður um vik að breyta framangreindu ástandi nema annað verðmætamat komu til við ráðningu starfsfólks eða  þyki þjóðhagslega hagkvæmt. Stefna fyrirtækis getur tæplega orðið annað en sá vinnukraftur sem er líklegri til að verða fyrirtækinu gagnlegri/verðmætari þegar til lengri tíma er litið?


Smábátaútgerð og kvótaskerðing

Þær byggðir sem ekki hafa neitt annað sér til viðurværis en fyrst og fremst þorskveiðar smábáta er hægt að leysa með auknum línu - og handfæraveiðum. Setur ekki ofveiði þorsks í neina hættu. Þessir staðir eru tiltölulega fáir og aðallega á norður- og norðausturlandi. Staða smábátaútgerðar snýst um það að þeir verið ekki skertir frá því sem nú er. Fái smábátar á þessum litlu stöðum skerðingu kvóta  eins og Hafró leggur til þá er rekstur þeirra vonlítill vegna þess að fastur kostnaður verður þá of stórt hlutfall af tekjum umræddra báta. Nauðsynlegt  er fyrir stjórnvöld að kynna sér þessa stöðu smábáta áður en aflaheimild þeirra verður ákveðin.

 

 


mbl.is „Misráðið að gera harðindin að tylliástæðu til breytinga á kvótakerfinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvænar samgöngur í Reykjavík

Vandi mengunar frá útblæstri bifreiða í Reykjavík/höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið nægilega í umræðunni. Ekki vanþörf á að forystugrein Mbl. lýsi skoðun sinni og er það vel. Mengun hefur um langan tíma snúist um virkjunarmál ekki síst í aðdraganda síðustu  kosninga. Þar sem höfðað var meira til tilfinninga en með rökstuddum hætti. Undirrituð rekur ekki minni til að Ómar Ragnarsson hafi vakið umræðu um þessa miklu mengun í Reykjavík í kosningabaráttunni. Einkennilegt þar sem borgarbúar eru í hættu að veikjast í öndunarfærum þegar svifrykið er sem mest.Þrátt fyrir “trumbuslátt og fyrirgang” fékk flokkur Ómars ekki brautargegni í kosningunum. Hvers vegna ekki? Ef til vill fyrir hvað stefna flokksins var þröng í umhverfismálum, snerist að mestu um Kárahnjúkavirkjun sem er þó byggð fyrst fremst með þjóðarhag í huga. En “Jón Jónsson” lét ekki blekkjast og kaus ekki flokk Ómars.

Lítið er minnst á borgarmengun eða plastpokaframleiðsluna bæði fyrir rusl og innkaup. Vitað er að plastpokar eyðast ekki fyrr en eftir hundruð ára eða jafnvel meira.  Plastpokaframleiðslunni er m.a. með pokasjóð, ætlað að styðja skórækt. Má segja að framleiðslan hafi snúist upp í andhverfu sína sem ekki var ætlunin, í upphafi.Skóræktarmenn hér í borginni hafa aðallega beint spjótum sínum að sauðkindinni sem er ekki nokkur mengunarvaldur og veldur ekki teljandi skaða á gróðri. Las hér á vefnum að Þjóðverjar væru komnir miklu lengra en við, að ferðast með umhverfisvænum hætti á reiðhjóli og gangandi, mjög hefði dregið úr notkun einkabíla.þar. Borgarstjórinn i Reykjavík er í góðri stöðu að leggja áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Hann nýtur almennra vinsælda sem borgarstjóri og ekki mun draga úr þeim þótt hann noti áhrif sín til að sporna við bílaumferð. 


Fjallkonan - landið eldur og ís

Fjallkonan á þjóðhátíðardaginn var sannarlega glæsilegur fulltrúi lands, elds og ísa. Rauða hárið, látlaus og fögur í framkomu, samt tign og listræn tjáning af öllu hjarta. Kvæði Kristjáns Eldjárns féll að þessari ímynd, vakti í brjósti mér þjóðarstolt og löngun til að hugsa  vel um landið mitt. Þökk sé þessu góða listafólki! Skil ekki geðvonsku Þráins Bertelssonar út í fjallkonuna í Fréttablaðinu í dag, honum fannst hana vanta karlmann. Hans tilfinning er  öðruvísi en mín. Er ekki jafnréttið farið að snúast upp í andhverfu sína þegar ímynd fjallkonunnar á að víkja á þjóðhátíðardaginn? 

Karl,kona,barn sem saman mynda fjölskylduna  geta og eiga að vera fulltrúar í annan tíma, alltaf í daglegu lífi okkar, á fjölskyldudaginn, í tengslum við forvarnir og uppeldi. Fjallkonan sem ímynd móður jarðar er ekki “einstæð og umkomulaus" eins og Þráinn heldur fram. Hún á ást okkar allra og höfðar til okkar í hreinleika sínum, að hugsa vel um landð okkar.Smile


Forsætisráðherra mæltist vel - kvótakerfið viðundandi

WounderingÞjóðhátíðarræða forsætisráðherra var rökrétt  þar sem m.a. kvótakerfið var rætt með skynsemi og yfirsýn. Undirrituð tekur undir að núverandi kvótakerfi sé viðunandi en ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk. Upphrópanir  hafa fengið gott rými í fjölmiðlum svo sem, þjóðin á auðlindirnar!, notaðar í ábyrgðarlausri/pólitískri umræðu með takmarkaðar upplýsingar og rök um málefnið.

Ekki var önnur fær leið til að takmarka skynsamlegar veiðar  en núverandi kvótafyrirkomulag. Fiskurinn í sjónum er takmörkuð auðlind sem ber að vernda. Sjávarbyggðir hafa margar hverjar farið illa út úr þessari hagræðingu. Ef til vill minnstu sjávarbyggðirnar verst þar sem allt byggist á veiðum fyrst og fremst. Byggðakvóti mun ekki breyta þeirri staðreynd að fiskurinn er takamarkaður. Þess vegna er frjálst framsal skásti kosturinn og ef til vill línu - og handfæraveiðar leyfðar í auknum mæli.

Að bátar geti leigt kvótann sín í milli eftir því sem hagkvæmast er hverju sinni  vegna gæfta og hvernig veiðist á hverjum stað er hagræðing i greininni. Þá spilar inn í mannlegi þátturinn, sumir eru útsjónarsamir og duglegir en aðrir fara sér hægar. Þessi möguleiki í kvótaleigu gerir því veiðarnar oft hagkvæmari, þeir sem ekki er góðir í rekstri ná ekki eins miklum árangri og jafnvel hætta. Við því er ekkert að gera. Félagsleg hjálparstarfsemi á ekki við nema til hjálpa mönnum að fá sér annað verk að vinna.

Ekki óeðlilegt að kvótinn sé verðmætur og er best kominn í eigu þeirra sem hann veiða og reka útgerðina úti á landsbyggðinni.

Undirrituð þekkir af eigin reynslu hvað erfitt er að reka smábátaútgerð þar sem kvótinn er ekki nægilegur til að reka slíka útgerð með hagkvæmni. Þessi þróun hefur þó valdið því að margar svokallaðar trillur hafa stækkað, keypt kvóta og reksturinn orðið betri. 

Heimsmarkaðsverð á fiskafurðum  er einnig mikill áhrifavaldur og hvernig það þróast ört. Nú er hagstæðara að flytja fiskinn út ferskan bæði vegna beinnar neyslu og frekari vinnslu. Þessi þróun hefur gert litlum fiskvinnslum ómögulegt að vinna fiskinn í litlum sjávarplássum. Þar er ekki önnur lausn en  sameining meðal lítilla byggðarlaga í fiskvinnslu verði veruleiki ef það er raunverulega hagkvæmt

Nýtt kvótakerfi breytir vart umræddum aðstæðum hvort sem er um stórar eða smáar útgerðir að ræða.

 

 

 

 

 

 

 

f


mbl.is Vandinn í sjávarútvegi eitt helsta úrlausnarefnið nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsaakstur - mótorhjóla við Rauðavatn

Enn og aftur þökk sé lögreglunni fyrir árvekni sína  til verndar okkur borgurunum. Hert eftirlit mun hafa áhrif þegar frammí sækir og auka samfélagslega vitund samborgaranna um vandann sem skilar sér vonandi í betra uppeldi. 

Ungir "mótorhjólakappar" eru áhyggjuefni. En nú  má gera mótorhjól hjól þeirra sem brjóta gróflega umferðalög upptæk.  Undirrituð var á gangi upp við Rauðavatn fyrir nokkrum dögum. Vissi ekki fyrr til en að unglingslegur "mótarhjólakappi" kom með ofsahraða eftir göngustígnum inni í kjarrinu. Hrökklaðist út í móa og þóttist heppinn. Hjólakappinn hægði ekki á sér en þaut í rykskýi með ofsahraða. Held að ekki hafi verið númer á hjólinu allavega ekki að framan.

Bannað er að vera á mótorhjóli upp við Rauðavatn en því miður ekki virt sem skyldi. Sjálfsagt erfitt um vik fyrir lögregluna að veira aðhald þar uppfrá.

Þessir ökufantar eru á öllum tímum og ekki síður um miðjan dag.

 


mbl.is Margir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiklistarhátíðin - Róbert og Herdís heiðursverðlaun.

Skemmtileg tilnefning og vel við hæfi að veita Róbert og Herdísi heiðursverðlaun á Grímuhátíðinni í gær. Minnistætt þegar Róbert lék fiðlarann á þakinu. Undirrituð fór tvisvar á sýninguna. Þá voru ekki eins mörg tækifæri að  til að sjá söngleiki. Eigum á að skipa mörgu fjölhæfu fólki í leik og söng, viðburðir margir. Leiklist og söngur hafa orðið fastur liður allt árið í einhverri myndi bæði á sviði og í tengslum við ferðamennsku í landinu, sem er kærkomin nýung á listasviðinu.

Það sem miður mátti segja um umrædda Grímuhátíð var auglýsing Baugs Group í tíma og ótíma, um stuðning sinn við hátíðna. Ekki við hæfi að Baugur Group auglýsti með svo áberandi hætti, alveg nægilegt að segja frá stuðningnum einu sinni. Tilgangurinn helgar ekki meðalið þ.e. listina heldur var Baugur að nota tækifærið  til að sýna fjármálaveldi sitt, "að Baugur ætti allan heiðurinn", með stuðningi sínum.

Hins vegar var það upphrópun okkar ágætu leikkonu Herdísar Þorvaldsdóttur, "látum ekki búpeninginn eyða landinu undan okkur." Allir vita að Herdís er mikill gróðurverndarsinni og hefur sett það fram með eftirminnilegum hætti.

Átti einfaldlegar ekki við að setja búpening inn á svið hátíðarinnar. Íslenskur landbúnaður  er ekki gróðurvandamál eins og víða erlendis nema ef til villa ofbeit hesta sem er á undanhaldi. Líta þarf til gróðurverndar og landverndar í stærra samhengi; í þéttbýli/mengun, í sveitum landsins og víðerni öræfanna.

 Leiklistin blómgast nú með ferðamennsku í tengslum við sveitirnar, samofin menning sem sómi er að. Þar mætast landið, leiklistin og landbúnaðurinn.

Að framansögðu þakkar undirrituð  þeim Róberti og Herdísi fyrir ógleymanlegt framlag sitt í leiklist og söng á liðnum árum.


mbl.is Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson heiðruð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúlkurnar okkar - áfram stelpur!

GrinSkemmtilegur landsleikur framundan við Frakka. Stúlkurnar okkar munu án efa standa sig með sóma og vonandi vinna þær leikinn. Langt síðan að svona spennandi leikur hefur farið fram ekki síðan karlar unnu Frakka fyrir nokkrum árum hér heima. Nú munu stúlkurnar okkar vekja meiri athygli en ella vegna deyfðar íslenska karlalandsliðsins undanfarið. Karlarnir fá samkeppni í athygli sem er af hinu góða, hefur hvetjandi áhrif í íþróttinni. Undanfarna síðustu landsleiki hefur karlana vantað hinn sanna baráttuanda - eins og þeir séu haldnir leikleiða. Það var ömurlegt að sjá sjálfan "kónginn" Eið Smára sparka boltanum í markið að ástæðulausu í landsleiknum um daginn, hlaut að vita að hann fengi leikbann?  Ekki íþróttamannsleg framkoma ef hann hefur gert það til að verða ekki með gegn Svíum?

Áfram stelpur mínar, bjargið nú  heiðri okkar og vinnið - eða fallið með sæmd!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kónginn


mbl.is Byrjunarlið Íslendinga gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stod2 stendur ekki við áskriftarsamninga?

Ákvað að gerast áskrifandi Stöðvar2 fyrir ári síðan, tók svokallaðan m12- árspakka með mánaðargjaldi að uppæð 4.745 pr. mán. með boðgreiðslum á kreditkorti mínu. Samkvæmt  kreditkorti  mínu hækkaði umsamið mánaðargjaldið í mars um 130 kr., næsta mánuð um kr. 645, lokagreiðslan varð síðan 120 kr hærri en umsamið verð. Hringdi margsinnis til að spyrja um ástæður hækkunar, fékk þau svör að hækkun væri leyfileg þrátt fyrir gerða samninga. Þá var ekki annað að gera en að fara niður í Skaftahlíð og segja upp áskriftinni.

Fjórum sinnum var stöðinni lokað vegna vangreiðslu á tímabilinu, að sögn upplýsingadeildar Stövar2 . Samkvæmt kreditkorti mínu voru alltaf teknar út greiðslur mánaðarlega. Það sem meira var að MasterCard greiddi umyrðalaust hækkun á gjöldunum þótt samkvæmt samningi við Stöd2 skyldu greiðslur vera þær sömu allt árið, sem þeir höfðu  einnig undir höndum.

Samkvæmt áskriftarskilmálum 365 er eftirfarnandi grein: "365 áskilur sér rétt til að breyta áskrifaraskilmálum. Breytinganna verða kynntar áskrifendum skriflega með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara. Kynna skal í hverju breytingarnar felast og réttur áskrifenda til að segja samningi upp". Ekkert bréf barst um breytingar. Eins og fram hefur komið þá greiddi MasterCard umyrðalaust hækkunina án þess að hafa til þess nokkra heimild.

Vildi segja frá þessari reynslu minni öðrum til umhugsunar. Stod2 fjölgar ekki til frambúðar áskrifendum eða eykur viðskiptavild sína með svona vikskiptaháttum. Langar að mörgu leyti til að hafa Stöd2 því oft eru þar ágætir þættir og fréttir; en framangreind óábyrg þjónusta gefur ekki tilefni til þess.

Að sjálfsögðu ætla ég einnig að segja MasterCard upp. Er sár út i fyrirtækið sem ég hef skipt við til margra ára og alltaf staðið í skilum. 

 


Áfengið samt skaðvaldurinn og undirrótin

Gott mál að taka einnig þá sem aka undir áhrifum eiturlyfja, ekki vanþörf á. Samt er áfengið versti skaðvaldurinn í umferðinni, á heimilum með tilheyrandi heimilisharmleikjum. Það er þakkarvert af lögreglunni að hún lætur birta fréttir af aðgerðum sínum vegna  þeirra sem eru hættulegir í umferðinni af völdum  fíkniefna þ.m.t áfengi, gera vandann sýnilegan.

Talsvert hefur borið á því í Noregi að fréttir af eiturlyfjum eru aðallega í sviðsljósi fjölmiðla frekar en  áfengisneysla. Ekki þar fyrir að eiturlyf eru hryllilegur skaðvaldur, valda fyrr eða síðar dauða flestra þeirra sem ánetjast. Eiturlyfjaneysla og sala er vissulega harður heimur þar sem lífið er einskis metið af ólöglegum "sölumönnum dauðans". Engu að síður er áfengið margfalt meira vandamál miklu stærri hluta (3/4)  neytenda en eiturlyfin, oftast undirrót neyslu harðari efna. Erfiðara um vik að eiga við vandamál áfengis, vegna löglegrar sölu þess.    Auglýsendur áfengis gera allt til að gera áfengi jákvætt gagnvat almenningi. Nánast trúarathöfn við sem flest tækifæri. Aldrei má slaka á takmörkun á auglýsingum áfengis.


mbl.is Tæplega 30 teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband