Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.3.2007 | 10:03
Kvótakerfi eða rússnesk rúlletta í fiskveiðum/fiskvinnslu - og útgerð.
Hvað felst í sameign þjóðarinnar á auðlindum/sjávarútvegi. Er stefnan að ríkisreka sjávarútveginn eða er verið að slá ryki á augun á fólki með ábyrgðarlausum slagorðum um þjóðareign vegna kosninga.
Óheftar veiðar fyrir setningu kvótakerfisins skiluðu ekki hagkvæmum rekstri eða nógu góðum gæðum með útfluttan fisk eða vinnslu í landi. Bæjarútgerðir með sameign útgerðar og sveitarfélagi haf liðið undir lok vegna tapreksturs.
Breytingar á aðstæðum á útflutningi hafa nú orðið m.a vegna ódýrs vinnuafls í Kína. Dæmi um þær breytingar er fiskvinnsla Samherja á Dalvík, sem nú hagræðir rekstri vegna aukinnar samkeppni á heimsmarkaði.
Hvað varðar smærri útgerð þá hefur úflutningur á línufiski skilað góðum árangri vegna góðs hráefnis og markaðsetningar.
Settur var á byggðakvóti fyrir smærri byggðir sem átti að bæta útgerð í landi. Reynt var að setja skilyrði um að þeir smábátasjómenn sem fengju hann skyldu leggja upp í heimabyggð án þess að neitt væri hugað að verði til trillusjómanna. Svona haftastefna skilar engu til lítilla byggðarlaga og allra síst góðum rekstri í fiskverkun. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er það markaðssetning og heimsmarkaðsverð sem ræður fislverði.
Norðausturhornið austan við Akrureyri hlýtur að þurfa að koma sér saman um fiskverkun með skynsamlegum rekstri jafnframt markaðsetningu. Smákóngar í hverju þorpi geta ekki rekið fiskverkun með skynsamlegu viti í því markaðsumhverfi sem nú er erlendis.
Fiskveiðar byggjast enn á dugnaði og útsjónarsemi þeirra sem sækja miðin. Kvótakerfið breytir ekki þeirri staðreynd. Kvótakerfið getur ekki stjórnað veiðum alfarið. Þar spilar inn í hvað veiðist og hvernig gæftir eru. Ef t.d bátur hefur lokið sinni heimild, t.d.á þorski. Þarf hann að kaupa/leigja heimild af öðrum til að veiða aðrar tegundir. Annars á viðkomandi á hættu að missa veiðiheimild sína ef þorskur "leyfir sér" að koma í veiðarfærin. Sá sem á heimild þarf auðvitað líka að fá verð fyrir það sem hann leigir vegna fastakosnaðar á eigin útgerð.
Framagreind útskýring er afleiðing kvótakerfisins í hnotskurn. Aðstæður hafa skapast á sölu/leigu með kvótann. Verðmyndunin skapast síðan af framboði og eftirspurn. Samt skilar sjávarútvegurinn miklum/ómetanlegum verðmætum í þjóðarbúið. Ekki hefur komið fram í umræðunni um annað fyrirkomulag sem hentar betur í fiskveiðum eða skilar meiri arði til þjóðarbúsins.
Seint mun finnast gallalaust kerfi. Haftastefna til reksturs á fiskvinnslu er ekki lausnin; það er ábyrgðarlaust hjal sem ekki getur orði veruleiki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook
11.3.2007 | 21:26
Fylgistap Framsóknar vegna yfirgangs í Evrópumálum!?
Fylgi Framsóknar eykst lítillega og styttist óðum til kosninga. Virðast þeir nú fá fimmtíu prósent miðað við síðustu kosningar þ.e. sex menn. Hvers vegna gengur flokknum illa? Er það ekki vegna einstefnu og yfirgangs þeirra sem vilja ganga í Evróðpbandalagið. Helstu forystu -og valdamenn flokksins virðast vera hallir undir þá skoðun. Ekki nóg með það heldur hafa ýtt til hliðar þeim mönnum sem eru ekki fylgjendur ESB. Aðeins Guðni Ágústsson er í sviðsljósinu eftir að hörð hríð var gerð að honum af flokksmönnum hans, sem ekki tóks enda væri flokkrinn svo gott sem búinn að vera ef Guðni væri ekki til staðar.
Undirrituð man eftir þegar Svarar Gestsson þáverandi formaður Alþýðubandalagsins hlustaði ekki á konur sem vildu komast til valda í flokknum. Sigmund teiknaði eina af sínum gagnrýnustu myndum á gamansaman hátt þar sem Svavar er að klippa neðan af alskeggi sínu konurnar sem hann vildi losna við. Svona rússnesk rúlletta á ekki við í dag og gengur sem betur fer ekki upp. Upp úr því andrúmslofti var kvennalistinn stofnaður.
Í dag er Alþýðubandalagið ekki til í raun og Steingrímur hefur orðið að setja upp skotthúfuna með konum til að sýna afstöðu sína til kvenna.
Ekki er líklegt að andstæðingar ESB í Framsókn muni stofan nýjan flokk en vafasamt að þeir treysti flokknum. Vinstri grænir munu sennilega njóta góðs af þessum yfirgangi ESB-manna í Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn einnig því hann hefur sýnt lýðræðislega afstöðu í ESB-málinu þrátt fyrir að margir innan hans raða séu Evrópusinnar.
Nú eru síðasta rækifæri fyrir Framsókn að fram komi menn auk Guðna sem ekki eru talsmenn ESB.
Hvar stendur formaðurinn Jón Sigurðsson ætlar hann að fara bil beggja í orði og verki með því að virða skoðanir þeirra sem andstæðir eru ESB!?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook
11.3.2007 | 12:05
Hver er staða kirkjunnar í vandamálum líkt og Ásu Hjálmarsdóttur!?
Þessi hörmulega aftaka/árás á einstæða móður í nafni mannúðar kallar á umræðu. Hvernig getur slíkt átt sér stað í lýðræðislegu samfélagi eins og okkar? Það kemur fram í grein Mbl. að hér hafi komið að félaglagsmálavöld og kirkjan í nafni mannúðar og kærleika.
Hvað varðar kirkjuna þá hlýtur að verða spurt hver er staða hennar gangvart þeim sem minna mega sín eins og Ásu Hjálmarsdóttur? Kirkjan er þátttakandi í ýmsum góðgerðastofnunum: Rauða krossinum, hjálparstofnun sinni og fjölskylduhjáp.
Málið snýst ekki eingöngu um stofnanir heldur hvernig kirkjan sjálf rækir hlutverk sitt í boðskapnum sem felst í Miskunnsama samverjanum sem ekki eingöngu hjálpaði hinum sjúka manni heldur fylgdi eftir ákvörðun sinni um að svo skyldi verða.
Hægt er að lesa á heimasíðu kirkjunnar um svið kærleiksþjónustu og velmálasvið. Það er góðra gjalda vert af kirkjunni að ræða slik mál og hvernig þau sér best framkæmd en dálítið stofnanakennt. En hvað svo? Hvar á kirkjan að bera niður í samfélaginu til kærleiksríkra verka.
Er það nóg að hafa velmenntað fólk á Biskupstofu sem auðvitað vill allt það besta en er engu að síður í takmarkaðri nálægð við grasrótina. Það er mergurinn málsins.
Strúktúr kirkjnunnar er of stofnanakenndur og takmarkaðar aðgerðir til að sinna þeim sem minnst mega sín úti í samfélaginu.
Ef Kirkjan getur ekki staðsett sig í víðum skilningi úti í nútíma samfélagi þá þarf hún að huga að kristnum siðferðilegum/guðfræðilegum kærleiksboðskap Krists um hvernig hann starfaði meðal þeirra sem minnst mega sín.
Kirkjan í upphafi varði tíund til fátækra hér á landi. Vert væri fyrir kirkjuna/söfnuði að taka upp þá hugmynd að a.m.k. tíund verði tekin af tekjum hennar til að hafa fólk í sinni þjónustu sem væru starfsmenn í félaglsegum teymum félgsfræðinga og sálfræðinga í stofnunum úti samfélaginu.
Undirrituð telur að kirkjan hafi að mestu leyti hundsað þá viðleitni Guðfræðideildar Háskólans sem menntar djákna til starfa í samfélaglegri þjónustu úti í samfélaginu. Þeir vinna góð störf innan kirkjunar og sjúkrahúsa í afar takmörkuðum mæli.
Sú hugsun að ríkið eigi með beinum hætti eingöngu að sinna félagslegum vandamálum er ríkjandi í okkar samfélagi bæði hjá stjórnvöldum og almenningi. "Við þurfum ekki að huga neitt að þessum málum ríkið mun vel fyrir sjá." Það er hlutverk kirkjunnar að rækta með söfnuðum sínum hjálpsemi fyrir náunganum en ekki að vera stofnun í samfélginu sem er í litlum tengslum við raunverukeika fátæktar og slæmra stöðu þeirra sem minna mega sín.
Söfnuðir landsins nota fjárveitingu sína til rekstus kirknanna til uppbyggingar kórstarfi og barnastarfs. Það er góðra gjalda vert.
Ef kjarninn í boðskap Krists er óbeint sniðgenginn hvað varðar fólk eins Ásu Hjálmarsdóttur krefst nýrrar hugsunar af hálfu kirkjunnar manna hvernig að þeim málum verður staðið í framtíðinni.
Félagsleg vandamál koma inn á borð prestanna til úrlausnar sem þeir reyna að leysa af bestu getu. Nútíma þjóðféag krefst markvissari aðgerða af hálfu kirkjunnar vegna þess að prestar í stórum söfnuði eru önnum hlaðnir við safnaðarstarf sitt og embættisverk.
Kirkjan sem sýnileg í grasrótinni með kærleiksverkum og mannúðar stefnu og þátttöku úti í samfélaginu, gæti gert stöðu málefna þeirra sem misrétti eru beittir mannúðlegri.
Ekki mun standa á stuðningi fólks ef svo yrði frekar en á dögum Krists þegar hann fæddi mannfjöldann með fimm fiskum og allir fengu nóg að borða.
![]() |
Ása Hjálmarsdóttir segist aldrei munu fyrirgefa, ekki heldur hinum megin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook
6.3.2007 | 11:41
Þjóðfélag byggt á bjargi - ekki sandi.
Páll Vilhjálmsson, blaðamaður vekur athygli í bloggi sínu um að varaformaður Samfylgingarinnar vilji létta tollum af sykruðum gosdrykkjum (með aukaefnum). Morgunblaðið telur Páll að hafi svipað álit á áfengi. Það sem gleymist í umræðunni er, að hinn fullkomni siðvæddi maður sem stenst allar freistingar, getur stjórnað sér fullkomnlega sjálfur er ekki til. Nasistar ætluðu að skapa slíkan mann með þúsund ára ríkinu, sem endaði með hörmulegum afleiðingum fyrir milljónir manna.
Vitað er að áfengi og sætir gosdrykkir valda sjúkdómum, sem samfélagið kemur til með að greiða. Ekki er óeðlilegt að þeir sem taka áhættuna með óhollum neysluvenjum greiði meira í sköttum sem gjald til lækninga, félagslegrar aðstoðar og forvarna.Vandinn verður ekki leystur með lægri sköttum og áferðarfallegum ísmeygilegum auglýsingum um áfengi og óhollt matraræði, sem birtast reglulega í Morgunblaðinu eins og öðrum fjölmiðlum. Ekki er verjandi fyrir ritstjórn Morgunblaðsins að taka undir slíkan áróður.
Ekkert þjóðfélag fær staðist án þess að setja sér lög og reglur. Ekki getur frelsið gengið svo langt að lögmál frumkógarins séu siðferðileg viðmið þar sem sá sterkasti éti þann minni.Að umhyggja fyrir náunga sínum sé nær óþekkt fyrirbæri.
Undirrituð tekið undir að ekki er hægt að setja lög og reglur um allt sem gerist í mannlífinu. Vissulega mætti t.d. grisja reglugerðarfargandið við lög reglulega til að þau séu nothæf til að gæta réttlætis. Niðurfelling gosdrykkja- og áfengisskatta er ekki ásættanleg lausn. Vissulega eru fræðsla og forvarnir nauðsynlegar. Gera þarf meiri kröfur til menntunar barna og unglinga um uppeldi sem eflir sjálfsmynd, þroskar skoðanir þeirra í milli með rökum og kristilegum gildum eru besta undirstaðan til að veita viðnám markaðasvæddum áróðri í neyslusamfélagi nútímans.
Þegar horft er með augum guðfræðinnar á umræddan vanda kemur undirritaðri eftirfarandi ritningargrein í Nýja Testamentinu í hug, sem getur verið góður vegvísir á óskráð siðferðileg gildi: Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggir hús sitt á bjargi. Nú kom steypiregn, vatnið flæddi, stomrar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi.Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggir hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á þvi húsi. Það féll, og fall þess var mikið. (Mt. 24 - 27)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook
25.2.2007 | 10:37
Góðs viti að aðeins 23% tóku afstöðu.
Gott tækifæri fyrir alvöru stjórnmálamann eins og Jón Siguðrsson, formann Framsóknar að setja fram mál sín til almannaheilla.
Efast ekki um að hann muni rata gullna meðalveginn og setja fram stefnu sína á réttum tíma.
Góðs viti að aðeins 23% tóku þátt í skoðanakönnuninn. Það sýnir að fólk er orðið þreytt á sjálfskipðuðum álitsgjöfum og misvitrum sjórnmálamönnum.
Jón Sigurðsson gæti t.d. stutt fjármagnstekjuskatt á lífeyristekjur eldri borgara í staðskattaprósentu og aukið tækifæir þeirra á vinnumarkaði með minni sköttum en nú er.
Nauðsynlegt að nýta það vinnuafl sem fyrir er í landinu á vinnumarkaði. Ekki síst vegna ómetanlegra reynslu eldri borgara sem þarf að nýtast sem best í hraða nútímans.
![]() |
Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook
25.2.2007 | 09:57
RUV leigir klámmyndir- er það löglegt? - siðlegt?
Nú hefur almenningsálitið haft þau áhrif að klámráðstefna verður ekki hér á landi. Er það af hinu góða að svo skuli hafa orðið. Glansmyndir og fyrring sem hefði fylgt ráðstefnu af þessu tagi er óbein auglýsing fyrir klámiðnaðinn. Slær ryki í augun á fólki, að mannsal og vændi sé víðs fjarri.
En hverning er þessum málum háttað í okkar ranni? RUV býður viðskiptavinum sínum til leigu Play boy. Með leigunni ýtir RUV undir umrætt sjóanrmið að fela raunveruleika kláms ef það varðar karlmenn. Getur RUV sem er ríkistofnun í almannaeigu haft slíkt efni til leigu? Vera óbeint þátttakandi í auglýsingu kláms sem sjálfsögðum hlut eða er næsta takmark að leigja Play girl? Ef hér er um löglegan verknað að ræða þarf að setja stofnuninni lög um klám?
Ætla þeir aðilar sem mótmæltu hæst að láta hér staðar numið; Feministar, Kvennaathvarf, Kirkjan, prestafélagið síðast en ekki síst Alþingi?
Þessi aðferð klámiðnarins er sama og notuð er í auglýsingum og markaðasetningu áfengis. Þar sem yfirborðskennd glansmynd auglýsinga áfengis gerir það að meinlausri neyslu. Alvarleg afleiðingu af neyslu áfengis; heimilsofbeldi, bílslys og sjúkdómar má ekki vera í sviðsljósinu til að draga úr sölu.Svona auglýsinar áfengis eru siðlausar auk þess ólöglegar en engu að síður til staðar í flestum fjölmiðlum.
Almenningur á rétt á því að haldið sé á lofti mannfyrirlitningu og mannsali sem fylgir klámiðnaði og áfengisnotkun. Það er siðferðileg skylda fjölmiðla að fjalla um slík mál í samhengi frá öllum hliðum.
Þá verður almenningur besta vörnin gegn mannsali, vændi og áfengissölu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook
20.2.2007 | 12:41
Forseti Íslands - ekki þörf á stjórnarskrárbreytingu?
Forseti Íslands setti fram þá skoðun í viðtali á sunnudaginn að fjölmiðlalögin hefðu verið óþörf. Það sýndi að ýmsir fréttaþættir og blöð hefðu ekki náð fram að ganga. Þess vegna gæti hann sagt að neitun undirskriftar fjölmiðlalaga hefði verið rétt. Þá taldi hann stjórnarskrána hafa virkað vel og eins og ætlast er til. Það sýndu störf stjórnarskrárnefndar þar sem ekki hefði náðst samstaða um breytingar. Enginn hefur vanmetið stjórnarskrána. Hún er engu að síður samin í samfélagi með önnur viðmið að sumu leyti heldur en í dag. Þrátt fyrir 71. gr. stjórnarskár um prentfrelsi með ábyrgð á orðum fyrir dómi, að aldrei megi skerða prentfrelsi, þá er hún samin þegar nútíma fjölmiðlar í myndum og máli eru ekki til staðar.
Nútíma fjölmiðlar eru miklu meira skoðanmyndandi. Má segja að kosningabarátta sé komin að stórun hluta í fjölmiðla Þessi staða kallar á nýja hugsun þar sem þörf er á fjölmiðlalögum með bakland í stjórnarskrá sem ekki er til staðar í núverandi stjórnarskrá. Breyta þarf koningalögum t.d. þannig að forsetinn hafi meirihluta kjósenda á bak við sig eftir tvennar kosningar eða hann þurfi 75% fylgi í fyrri kosningu. Það mun sennilega gera fjölmiðlum erfiðara fyrir með sjálfskipaða álitsgjafa og fjármagn að stýra kosningabaráttunni. Ekki verður fram hjá því horft að fjölmiðlar með fjársterkum fyrirtækjum munu reyna að beita áhrifum sínum. Slíkar kosningar gætu haft þau áhrif að kosning forsetans yrði meira og minna pólitísk. Staða hans sem sameingingartákn yrði ekki lengur til staðar.
Undirrituð fylgdist nokkuð með umræðum á Alþingi um umrætt fjölmiðlafrumvarp. Umræðurnar einkenndust mjög af heift út í þáverandi ríkistjórn. Virtist ekki síður vera markmiðið að koma henni frá en að hafna fjömiðlalögunum. Umræðan var vel studd með tilheyrandi fjölmiðlafári.
Ef gert er ráð fyrir neitunarvaldi forseta þarf að skýra það hlutverk betur og með hvaða hætti hann setur slíkt vald fram. Samkvæmt tilkipun nr. 82, 1943 er það forseti sem kveður ríkisráð til fundar. Er það venjulega samkvæmt tillögu forsætisráðherra. En einnig getur forseti kvatt ríkisráð til fundar af sjálfsdáðum (bls 37, Gunnar G Schram). Eðlilegt hefði verið að forsetinn hefði sýnt ríkisstjórn Íslands þá virðingu að kalla saman ríkisráðsfund og skýrt þar fyrst frá ákvörðun sinni með formlegum hætti.
Stað þess hélt hann blaðamanna fund í beinni útsendingu til útskýringar máli sínu í andrúmslofti þar sem skoðanir voru mjög skiptar. Að mati undirritaðra má það teljast vafasamt að forsetinn héldi blaðamannafund í ljósi harkalegra umræðna með tilheyrandi fjölmiðalfári; þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu var meira í ljósi tilfinninga en með rökrænum hætti. Má segja að með því hafi forsetinn með óbeinum hætti orðið til þess að hlutleysi hans sem forseta orki tvímælis?
Morgunblaðið greinir frá viðhorfum stjórnmálamanna til umrædds viðtals forsetans í dag. Ingibjörg Sólrún afsakar forsetann með því að hann hafi talaða í gamnsömum tón. Ekki þurfi að taka mikið mark á þeim. Forsetinn var ekki í viðtali í spaugstofunni heldur var hann að skýra afstöðu sína fyrir þjóðinn. Slík afstaða formanns stjórnmálaflokks hlýtur að teljast ábyrgðarlaus skilaboð til flokksmanna, "að forsetinn sé bara að gera gamni sínu."
Yfirlýsing formanns Framsóknar var af öðrum toga: Forseti Íslands er hafinn yfir deilur og dægurmál og ég vil bregðast við í samræmi við þetta, sagði Jón Sigurðsson formaður Framsóknar. Ég get aðeins sagt, sem íslenskur þegn, að ýmsar skilgreiningar og stjórnlagaskýringar núverandi forseta Íslanda í sjónvarðsviðtali um helgina komu mér mjög á óvart og ég hef ekki heyrt þær eða séð fyrr.
Íslenskir þegnar í landinu eiga rétt til, að skilgreiningar og stjórnlagaskýringar um embætti forseta Íslands skuli vera með skýrum og ótvíræðum hætti. Til þess þarf breytingar á stjórnarskránni sem allra fyrst!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook
20.2.2007 | 12:41
Forseti Íslands - ekki þörf á stjórnarskrárbreytingu?
Forseti Íslands setti fram þá skoðun á viðtali á sunnudaginn að fjölmiðlalögin hefðu verið óþörf. Það sýndi að ýmsir fréttaþættir og blöð hefðu ekki náð fram að ganga. Þess vegna gæti hann sagt að neitun undirskriftar fjölmiðlalaga hefðu verið rétt. Þá taldi hann stjórnarskrána hafa virkað vel og eins og ætlast er til. Það sýndu störf stjórnarskrárnefndar þar sem ekki hefði náðst samstaða um breytingar. Enginn hefur vanmetið stjórnarskrána.
Hún er engu að síður samin í samfélagi með önnur viðmið að sumu leyti heldur en í dag. Þrátt fyrir 71. gr. stjórnarskár um prentfrelsi með ábyrgð á orðum fyrir dómi, að aldrei megi skerða prentfrelsi, þá er hún samin þegar nútíma fjölmiðlar í myndum og máli eru ekki til staðar. Nútíma fjölmiðlar eru miklu meira skoðanmyndandi. Má segja að kosningabarátta sé komin að stórun hluta í fjölmiðla. Þessi staða kallar á nýja hugsun þar sem þörf er á fjölmiðlalögum með bakland í stjórnarskrá sem ekki er til staðar í núverandi stjórnarskrá. Breyta þarf koningalögum t.d. þannig að forsetinn hafi meirihluta kjósenda á bak við sig eftir tvennar kosningar eða hann þurfi 75% fylgi í fyrri kosningu.
Það mun sennilega gera fjölmiðlum erfiðara fyrir með sjálfskipaða álitsgjafa og fjármagn, til að stýra kosningabaráttunni. Ekki verður fram hjá því horft að fjölmiðlar með fjársterkum fyrirtækjum munu reyna að beita áhrifum sínum. Slíkar kosningar gætu haft þau áhrif að kosning forsetans yrði meira og minna pólitísk. Staða hans sem sameingingartákn yrði ekki lengur til staðar.Undirrituð fylgdist nokkuð með umræðum á Alþingi um umrætt fjölmiðlafrumvarp. Umræðurnar einkenndust mjög af heift út í þáverandi ríkistjórn. Virtist ekki síður vera markmiðið að koma henni frá en að hafna fjömiðlalögunum. Umræðan var vel studd með tilheyrandi fjölmiðlafári.
Ef gert er ráð fyrir neitunarvaldi forseta þarf að skýra það hlutverk betur og með hvaða hætti hann setur slíkt vald fram. Samkvæmt tilkipun nr. 82, 1943 er það forseti sem kveður ríkisráð til fundar. Er það venjulega samkvæmt tillögu forsætisráðherra. En einnig getur forseti kvatt ríkisráð til fundar af sjálfsdáðum (bls 37, Gunnar G Schram). Eðlilegt hefði verið að forsetinn hefði sýnt ríkisstjórn Íslands þá virðingu að kalla saman ríkisráðsfund og skýrt þar fyrst frá ákvörðun sinni með formlegum hætti.Stað þess hélt hann blaðamanna fund í beinni útsendingu til útskýringar máli sínu í andrúmslofti þar sem skoðanir voru mjög skiptar.
Að mati undirritaðra má það teljast vafasamt að forsetinn héldi blaðamannafund í ljósi harkalegra umræðna með tilheyrandi fjölmiðalfári; þegar andrúmsloftið í þjóðfélaginu var meira í ljósi tilfinninga en með rökrænum hætti. Má segja að með því hafi forsetinn með óbeinum hætti orðið til þess að hlutleysi hans sem forseta orki tvímælis?
Morgunblaðið greinir frá viðhorfum stjórnmálamanna til umrædds viðtals forsetans í dag. Ingibjörg Sólrún afsakar forsetann með því að hann hafi talaða í gamnsömum tón og ekki þurfi að taka mikið mark á þeim. Forsetinn var ekki í viðtali í spaugstofunni heldur var hann að skýra afstöðu sína fyrir þjóðinn. Slík afstaða formanns stjórnmálaflokks hlýtur að teljast ábyrgðarlaus skilaboð til flokksmanna, "að forsetinn sé bara að gera gamni sínu.
Yfirlýsing formanns Framsóknar var af öðrum toga: Forseti Íslands er hafinn yfir deilur og dægurmál og ég vil bregðast vð í samræmi við þetta, sagði Jón Sigurðsson formaður Framsóknar. Ég get aðeins sagt, sem íslenskur þegn, að ýmsar skilgreiningar og stjórnlagaskýringar núverandi forseta Íslanda í sjónvarpsviðtali um helgina komu mér mjög á óvart og ég hef ekki heyrt þær eða séð fyrr."
Íslenskir þegnar í landinu eiga rétt til, að skilgreiningar og stjórnlagaskýringar um embætti forseta Íslands skuli vera með skýrum og ótvíræðum hætti. Til þess þarf breytingar á stjórnarskránni sem allra fyrst!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2007 kl. 10:49 | Slóð | Facebook
19.2.2007 | 04:14
Hádegismatur frá Hellu - til Dalvíkur?
Komið hefur fram í fréttum sú furðuleg ráðstöfun að flytja hádegismatinn frá Hellu norður til Dalvíkur. Maturinn er forsoðinn ekið norður, síðan hitaður og borin á borð fyrir skólanemendur. Hvað er eiginlega í gangi? Er verið að verksmiðjuvæða matinn handa börnunum okkar?
Mjög einfalt er að matreiða allt frá tíu og upp í fleiri hundruð manns með nýtísku gufuofni. Gufuofnarnir eru þanning hannaðir að gufusjóða/steikja má allan mat þar með talið grænmeti á skjótan hátt. Einnig t.d hrísgrjónagraut og kartöflur með árangurstríkum hætti. Þá er hægt að breyta þessum ofnum með einni stillingu í bakstursofna.Undirrituð hefur reynslu af notkun slíkra ofna og eru þeir einfaldir í notkun og með innbyggðu hreinsikerfi. Talsver dýrir í innkaupum en skila sér fjótt í hollri og ódýrari matreiðslu.Undirrituð getur ekki skilið skýringuna á umræddu fyrirkomulagi. Virðist vera að skipulagning á verksmiðjumat sé vel á veg kominn? Verið að búa til störf með rangri einkavæðingu á rekstri skólamötuneyta? Bæði hér á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi er auðvelt að ná í úrvals hráefni. Eina sem þarf er að skólastjórnendur og bæjaryfirvöld taki á málinu með það fyrir augum að börnin okkar fái hollan og góðan mat úr fersku hráefni. Eins og undirrituð hefur áður sagt í grein í Morgublaðirn 17. febrúar s.l. Þá hefur aldrei mátt minnast á einkarekstur innan skólakerfisins ekki einu sinni nýta bestu kosti formsins. Matráður sem rekur alfarið mötuneyti innan hvers skóla er hollasta lausnin fyrir börnin og rekstur á mötuneyti skólans. Lengi býr að fyrstu gerð. Börn í leikskóla sem fá hollan ferskan heimilismat matreiddan í gufuofni munu gera sömu kröfur í grunnskóla.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:17 | Slóð | Facebook
17.2.2007 | 01:40
Borgarsamfélag - mengun og umhvefisvernd.
Komið hefur fram töluverð gagnrýni um lagningu vegar yfir Kjöl af umhverfissinnum sem telja sig vera að vinna landi og þjóð gagn. Umhverfisvernd hér á landi hefur einkennst um of af tilfinningalegum áróðri heldur en rökum. Mengun er ekki mest áberandi á Kili eða Kárahnjúkum. Að stytta veginn um Kjöl til Akureyrar dregur úr mengun í byggð, gerir samgöngur greiðari og öruggari.
Hvað getur það gengið lengi að jeppar og vélsleðar þeysi um víðerni Íslands án nokkurra takmarkana? Slík umferð veldur mengun þegar til lengir tíma er litið með útblæstri og olíumengun sem skilar sér í byggð síðar og einnig til hafs. Geta jeppa - og vélsleðamenn ferðast óhindrað um víðerni Íslands eins og þeim sýnist? Rétt væri að takmarka slíka umferð við ákveðin svæði. Ef undirrituð man rétt er bönnuð almenn vélsleðaumferð um hálendi Japans. Verður ekki að setja frekari reglur um hálendið vegna sívaxandi fjölda vélknúinnar faratækja um hálendið, einnig vegna fjölda ferðamnna?
Sjálfskipaðir umhverfissinnar hafa ráðið umræðunni, sem alfarið hefur höfðað til tilfinninga frekar en hóflegri notkun á náttúrunni okkur til lífsviðurværis. Skemmst er að minnast borgarafundarins um virkjun Þjórsár þar sem meiri hluti fundarmanna voru aðkomumenn. Þar mátti greina harða umhverfissinna og pólitíkusa úr höfuðborginni og nágrenni. Það er auðvitað vænlegt að nota tilfinningalega umræðu um umhverfismál sem kosningamál.Undanfarið hefur þó örlaða á umræðunni um svifrik og mengun í þéttbýli, sem er talin valda verulegum skaða í öndunarfærum ekki síst í börnum.
Er forsvaranlegt að flestar virkjanir séu á eldvirku svæði hér sunnan lands? Móðir náttúra gæti brugðið á leik og hrist Reykjanesskagann og nágrenni með jarðskjálfta. Með tilheyrandi eyðileggingu á mannvirkjum.
Umferð almennings um fjöll og firnindi ætti að vera sem mest fótgangandi og ríðandi eins og áður þekktis fyrr á öldum hér á landi. Má ætla að af þvi verði eins lítil mengun og mögulega getur orðið. Tökum á þessari umræðu með meiri skynsemi og rökum en verið hefur til þessa. Nýtum móður náttúru hóflega með virðingu, góðri umgegni og skynsamlegri nýtingu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook