Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.4.2007 | 00:10
Gleðilegt sumar ágætu bloggarar!
Árið 1921 er talið að sumardagurinn fyrsti hafi gert opinbera innreið sína í Reykjavík þegar fyrsti barnadagurinn var haldinn með fulltingi margra þekktra kvenna og karla, sem fluttu fyrirlestra, ræður, kvæðalestur, leiksýningu, hljómsveit, leikfimi, og listdans.Barnadagurinn átti sér samt aðdraganda. Bandalag kvenna í Reykjavík hafði áður unnið að stofnun heimilis fyrir munaðarlaus börn. Nefnd var sett á laggirnar sem kom á fjársöfnun á Þorláksmessu fyrir jól 1920.
Um veturinn ákvað nefndin að sumardagurinn fyrsti skyldi helgaður börnum. Árið 1924 var Barnavinafélagið Sumargjöf stofnað til að koma á fót barnheimilium og hafði síðan veg og vanda af að halda sumardaginn fyrsta hátíðalegan, sem barnadag í hálfa öld með skrúðgöngu barna og foreldra. Eftir það tóku aðrir við einkum skátar og fóstrur. Samt má telja að Sumargjöf sé eins konar handhafi sumardagsins fyrsta í Reykjavík. Þegar beiðni kemur um að halda útihátíð vísa yfirvöld henni til Sumargjafar.
Sumardagurinn fyrsti á sér langa sögu í menningu okkar. Heiti dagsins er bókfest í Grágás og Jónsbók. Er þar ýmist ritaður sumardagurinn fyrsti eða sumardagur. Í Skáldskaparmálum Snorra Eddu segir að vor sé frá jafndægri til fardaga en sumar þaðan til jafndægri á hausti.Þar hefur fyrsti mánuður sumars verið kallaður Gauksmánuður og sáðtíð. Sumargjafir hafa tíðkast í ýmsum myndum. Aðallega í Vesmannaeyjum gáfu sjómenn konum sínum sumardagsfisk, sem var hluti af róðri á sumardaginn fyrsta sem konan mátti ráðstafa að eigin vild.
Í bændasamfélaginu var dagurinn haldinn hátiðutlegur með betri mat, fólk fór í spariföt og aðeins unnin nauðsynlegustu verk. Til málamynda var stundum fyrsta vorverkið hafið en þá átti sumarið að vera athafnasamt
Sumardagurinn fyrsti er löggildur fánadagur.
Ekki að undra þótt horft sé til sumars í okkar kalda landi með því að gera sér dagamun með sól í hjarta þótt vindar blási kalt.
Þá er það talinn gamall siður að óska hver öðrum gleðilegs sumars. Elsta persónlega sumarkveðjan er frá Siguðri Péturssyni sýslumanni (1817) til Sigurðar Thorgrímsen landfógeta. Þá mun sumardagurinn fyrsti hafa verið tileinkaðuu yngismeyjum; kallaður yngismeyjadagur, jómfrúdagur eða yngisstúlkudagu.
Undirrituð á góðar minningar frá barnaæsku um sumardaginn fyrsta. Þá fékk hún kakó og sætabrauð í rúmið á yngismeyjadaginn þ.e. sumardaginn fyrsta.
Megi kærleikur Krists og sumarsólin verma okkur í bloggheimum og vindar blása úr öllum áttum til að gera gott samfélag fyrir alla.
Gleðilegt sumar!
(Samatektin er út ritinu Saga Dagann eftir Árna Björnsson)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook
18.4.2007 | 06:57
"Kvótabrask í sjávarútvegi" - er nauðsynlegt.
Það kom fram á kosningafundi á Vestfjörðum hjá Vinstri grænum í sjónvarpinu í gær, að stöðva yrði kvótabrask í sjávarútvegi. En hvað er kvótabrask og hvað er eðlileg leiga milli skipa/báta sem vantar fisktegund til að geta veitt þær fisktegundir sem heimild er fyrir? Að geta fært fisveiðiheimildir til dregur mjög úr brottkasti fisks. Eðlilegt er að leigan fari eftir verðmæti þess fisks sem vantar. Sá sem leigir þarf líka sitt og hefur væntanlega miðað rekstur sinn og afkomu við þá veiðiheimild sem hann hefur. En hefur getað veitt vel og ekki vantað fisktegundir til að geta haldið áfram veiðum. Ekki er óeðlilegt að markaðsverð hafi áhrif á umrædda leigu hvort sem hún er há eða lá hverju sinni.
Þeir sem ekki reka útgerð og eru að leigja kvóta verður að stöðva, það er hin rétta leið til að laga kvótakerfið. Alltaf reyna einhverjir svartir sauðir í greininni að finna leið til að fara framhjá settum reglum. Rétt eins og í öðrum atvinnigreinum. Fara á skjön við settar reglur og lög með lögfræðilegri aðstoð svartra sauða. Umræðan um kvótakerfið má ekki snúast eingöngu um þessa fáu svöru sauði heldur verða vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi að njóta sannmælis.
Vel þekkt er sagan um skessurnar tvær sem léku sér með fjöregg sitt. Hentu því á milli sín í kæruleysi sér til gamans. Því fór sem fór. Önnur skessan náði ekki að grípa fjöreggið og báðar létu lífið vegna heimsku sinnar.
Látum ekki eitt stærsta fjöregg þjóðarinna/sjávarútveg fara sömu leið með ábyrgðarlausri umræðu um sjávarútveginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook
17.4.2007 | 08:04
Öngstræti umræðunnar - um kvótakerfi og landbúnað?

Auðvitað hlýtur að vera markmiðið stjórnun á umræddri nýtingu. Að hóflega sé tekið af auðlindunum til hagsbóta fyrir þjóðarbúið og komandi kynslóðir. En seint verður fundin gallalaus lausn.Óhjákvæmilegt er að fyrirtæki sem gera þessi verðmæti að betri lífskjörum fyrir okkur fái arð ef vel gengur rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Lögvernduð takmörkuð nýting gerið þau verðmæti sem hér um ræðir verðmeiri en kallar um leið á sífellt betri rekstur fyrirtækja t.d. í sjávarútvegi til að skapa sem mest og best verðmæti. Ekki verður hjá því komist að sjávarútvegsfyrirtækin frekar en önnur fyrirtæki fái rekstrahagnað. Það er eðlilegt og sanngjörn umbun.
Vel má líkja þeirri stöðu sem upp kemur við viðskiptavild fyrirtækja sem skapast hjá vel reknum fyrirtækjum, gerir þau verðmæt, ákjósanleg til reksturs með hátt eignarverðmæti. Hófleg skattlagning auðlinda getur talist réttmæt en hvar á að setja mörkin um hvaða verðmæti eigi að skattleggja sérstaklega? Hvað um banka, verslanir og iðnað? Erum við viðskiptavinir og fyrirtæki ekki auðlind þeirra, sem skapa aftur verðmæta viðskiptavild sem metin er til verðs og seld með fyrirtækjum.
Undirrituð hefur alltaf átt erfitt með að skilja umræðuna um stjórnarskrármálið, að setja sérstaka grein útgerð og lanbúnaði til höfuðs, að því er virðist eingöngu til þjóðnýtingar. Virðist nægileg trygging að auðlindir landsins og í landhelgi tilheyri óumudeilanlega okkur sem sjálfstæðri þjóð.
Eru þessar umræður um gjafkvóta og kvótakónga ekki löngu komnar í Öngstræti?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook
16.4.2007 | 13:33
Basilika Krists konungs, Dómkirkja,Landakoti í Reykjavík.
Guðjón Samúelsson teiknaði einnig Landakotskirkju og er eftirfarandi tekið af netinu hjá Kaþólsku kirkjunni:
Kirkjan var byggð eftir teikningum íslenska arkitektsins Guðjóns Samúelssonar. Lengi var hún stærsta kirkja landsins. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929. Það gerði sérstakur sendimaður Píusar XI, William kardínáli van Rossum CssR, yfirmaður stjórnardeildar Páfagarðs "De Propaganda Fide". Kardínálinn kom til Íslands til að lýsa yfir stofnun postullegrar trúboðskirkju á Íslandi og til að vígja til biskups postullegan stjórnanda hennar, Martein Meulenberg. Dómkirkjan ber nafn "Krists konungs" í heiðursskyni við Krist, Drottin alheimsins. Kirkjan er undir verndarvæng hinnar sælu Maríu meyjar Guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og sankti Jósef.
![]() |
120 ár frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook
16.4.2007 | 12:59
Sportveiðistefna Ómars í trilluútgerð - er ekki rekstrargrundvöllur.
Nýjasta útspil framboðs Íslandshreyfingarinnar er að sex tonna trillur fái að gutla frjálsar með tvær rúllur yfir sumartímann sem aukningu á úthlutuðum kvóta. Til að opna glugga upp í kvótakerfið. Til hvers? Er það ekki aðeins til að rétta skrattanum litla fingurinn? Eyðileggur það sem áunnist hefur með núverandi kvótakerfi, sem getur talist viðunandi lausn á fiskveiðum.
Það sem þarf að gera er að skila skerðingunni til smábáta frá árunum 94-95. Margir bátar hættu vegna þeirrar skerðingar.Fastur kostnaður í trilluútgerð var of mikill miðað við þær veiðiheimildir sem eftir urðu. Auk þess veikti þessi skerðing þá báta sem höfðu nýlega verið keyptir og höfðu ekki geri ráð fyrir skerðingunni.
Hér átti sér stað eignaupptaka án þess nokkur stjórnmálamaður gerði svo mikið sem athugasemd. Til að hleypa nýju lífi í trilluútgerðina aftur, sem heldur uppi byggðinni á þessum litlu stöðum, er tvímælalaust besta lausnin að skila þessumlöglega stolnu heimildum. Verður farsælli lausn en byggðakvóti, sem herðir tökin á trillusjómönnum og bindur þá hinum alræmdu vistarböndium, sem voru lengi við líði í bændasamfélaginu.
Stórútgerðarmenn geta vel unað við sinn hlut þótt trilluútgerð fái raunverulegan rekstrargrundvöll með auknum veiðiheimidum. Þó nokkrir bátar á Bakkafirði þar sem undirrituð þekkir til hafa stækkað upp í tíu til fimmtán tonn. Það er góð þróun til þess að geta sótt sjóinn með meira öryggi út fyrir Langanesröst. Það sem þessa duglegu trillusjómenn vantar er meiri varanlegur kvóti. Ekki síst til línuveiða en það skapar einnig vinnu í landi og er verðmætt hráefni. Með allri virðingu fyrir Ómari Ragnarssyni sem sjónvarpsmanni er hann ekki traustvekjandi sem talsmaður trilluútgerðar. Hann hefði átt að setja sig betur inn í þá útgerð þegar hann var fréttamaður úti á landsbyggðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook
15.4.2007 | 17:16
Geir H. Haarde næsti forsætisráðherra - með Framsókn!?
Eftir þennan landsfund Sjálfstæðismanna geta menn betur gert upp við sig hvers konar stjórn verður best trúað fyrir landsstjórninni. Geir H. Haarde er sá foringi sem mun ná bestum árangri sem áframhaldandi forsætisráðherra. Besti kostur værir að núverandi stjórn næði meirhluta og héldi áfram næsta kjörtímabil.
Til þess þarf Framsókn að herða róðurinn í kosningabaráttunni. Verður mjög harður róður fyrir þá, vegna þess að þeir hafa svo litla grasrót til að byggja á. M.ö.o. það vantar kjölfestuna. Framsókn hefur lagt of mikla áherslu á Evrópumálin með sterkum málsvörum. Þeir sem ekki aðhyllast ESB þurfa að fá skýrarir skilaboð í kosningabaráttunni heldur en nú er, alveg fram að kosningum, þá mun fylgið aukast verulega.
Hvað varðar umhverfismálin þá eru að líkindum flestir orðnir leiðir á þeirri umræðu. Umræðan hefur höfðað til tilfinnninga en sjaldan verið á röklegum grundvelli. Umhverfismálin verða ekki leyst í umræðu á kaffihúsum þar sem lítil tengsl og yfirsýn eru við efnahagslegar framfarir á landinu öllu.
Hins vegar mætti ræða umhverfisvæna borg á kaffihúsum með miklum árangir. Þar eru menn í tengslum við reynsluna af svifryki og útblæstri bifreiða. Að ekki sé nú minnst á plastpoka -framleiðsluna sem er orðin alvarlegt vandamál í sorphirðu og veldur óbætanlegum skaða í náttúrunni. Það verður langsótt að græða landið úr plastpokasjóðnum sem átti að standa undir mengun og góðgerðarmálum.
Skyldi þó aldrei vera að sú skipan hafi snúist upp í andhverfu sína?
![]() |
Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook
21.3.2007 | 15:33
Vín í matvöruverslanir: Kosningamál hjá Sigurði Kára og Birni Inga - fyrir hverja?
Er ekki staða stjórnarliða nógu tæp í komandi kosningum þótt Björn Ingi og Sigurður Kári beinlínis bæti ekki um betur með ómálaefnalegum málflutningi um að áfengi verði leyftmatvöruverslunum. Samfélgslegur vandi vegna áfengis er svo mikill, að ástæða er til að opinber umræða fari fram áður en vín er sett í matvöruverslanir. Gott mál að þessu frumvarpi var ekki ýtt í gegnum Alþingi á síðustu stundu.
Þökk sé vinstri grænum ef þeir eiga "sök" eins og Björn Ingi og Sigurður Kári halda fram.
Hverra hagsmuna eru umræddir þingmenn ganga? Vitað er að a.m.k. tíu prósent landsmanna eiga við við áfengisvanda að stríða. Fjölskylda sem tilheyrir hverjum og einum má allavega reikna fjóra til sex meðlimi til viðbótar. Auðvelt dæmi. Meira en helmingur þjóðarinnar tengist meira og minna áfengisvanda. Þar við bætist svo sterkari efni. Vitaða er að ungt fólk undir tvítugu skaðast varanlega af neyslu áfengis í óhófi. Munar um hvert ár sem unglingar neyti ekki áfengis. Öllum má vera ljóst að áfengi í matvöruverslunum mun auka áfengisneyslu unglinga. Aðgengi áfengis er meira en nægilegt þótt ekki sé lengra gegnið. Hafa gráðugir víninnflytjendur sem hafa nóga sölu fyrir svona mikil áhrif hjá Birni Inga og Sigurði Kára? Velferð til almannaheilla virðist ekki ráða för?Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook
20.3.2007 | 15:01
Guðfræðiprófessor gengur fram fyrir skjöldu í velferðarmálum.
Um þessi mál hefur verið fjallað af fjölmiðlum með miklu kappi. Pólitíktíkusar keppst við að lýsa yfir stuðningi sínu. Heilbrigðis-og félagsmálakerfið borið af sér alla hlutdeild í málinu. Nema Mattías Halldórsson, landlæknir sem hefur að bestu getu tekið á Breiðuvíkurmálinu til hjálpar þeim einstaklingum sem illa urðu úti í meðferð sem átti að vera þeim til hjálpar.
Er dæmigert dæmi um stofnanir með sérhæfðu vel menntuðu starfsfólki á öllum sviðum.Það er eins og enginn viti hver af öðrum. Allir eru að vinna að velferð nánast í glerhúsi. Takmörkuð tengsl eru við raunverulega framkvæmd. Manneskjan sjálf aðeins nafn á pappír með skrifleg skilgreind vandamál. Kirkjan situr hjá að mestu leyti.
Ef til vill prédikar einn og einn prestur um málið í hálftómri kirkju en það nær ekki tilgangi sínum vegna þess það vantar að athöfn fylgi orðum.
Boðskapur Krists finnur sér alltaf nýjan farveg sem birtist nú í framtaki Guðfræðiprófessorsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook
19.3.2007 | 05:39
Stjórnarskrárbreyting: Auðlindir Íslands verði ekki skiptimynt fyrir inngöngu í ESB!
Það sem veldur hvað mestum hita í umræðunni um inngöngu í ESB er ef auðlindir okkar verða notaðar sem skiptimynt til að fá inngöngu. Þess vegna er nauðsynlegt að binda í stjórnarskrá, að hvorki megi semja um eða selja í milliríkjasamningum auðlindir sem tilheyra landi eða sjó hér við land.
Ekki ásættanleg tilhugsun að auðlindir Íslands verði skiptimynt fyrir inngöngu í ESB. Miklar breytingar t.d. á stórveldinu Kína eiga eftir að hafa ófyrirsjánleg áhrif á efnahagslíf heimsins í framtíðinni líka á ESB.
Hvernig verður staða Íslands í fíverlsunarsamningum ef gengið verður í ESB? Augnabliks hagsmunir okkar mega ekki ráða úrslitum. Það eina sem við getum gert með skynsemi er að halda okkur utan við ESB.
Væri gott útspil fyrir Framsókn í komandi kosningum að gefa út yfirlýsingu um stuðning við framngreinda stjórnarskrábreytingu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:41 | Slóð | Facebook
Er ekki staða Framsóknar nógu slæm í komandi kosningum þótt Björn Ingi beinlínis bæti ekki um betur með ómálaefnalegum málflutningi um að áfengi verði leyft í matvöruverslunum. Lög frá Alþingi fengust ekki afgreidd um það. Hverra hagsmuna er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík að ganga? Vitað er að a.m.k. tíu prósent landsmanna eiga við við áfengisvanda að stríða.
Fjölskylda sem tilheyrir hverjum og einum má allavega reikna fjóra til sex meðlimi til viðbótar. Auðvelt dæmi. Meira en helmingur þjóðarinnar tengist meira og minna áfengisvanda. Þar við bætist svo sterkari efni. Vitaða er að ungt fólk undir tvítugu skaðast varanlega af neyslu áfengis. Munar um hvert ár sem að unglingar neyti ekki áfengis.
Öllum má vera ljóst að áfengi í matvöruverslunum mun auka áfengisneyslu unglinga. Aðgengi áfengis er meira en nægilegt þótt ekki sé lengra gegnið. Hafa gráðugir víninnflytjendur svona mikil áhrif hjá Birni Inga? Velferð til almannaheilla virðist ekki ráða för?