Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eiginmenn - blóm á sunnudaginn!

Fyrsti dagur Góu er á sunnudaginn sem helgaður er  giftum konum. Konudagurinn á sér langa hefð í sögu okkar. Eiginmenn vinsamlegast munið eftir okkur, elskunum ykkar. Blómin laða fram allt það besta í hjarta okkar. Við umvefjum ykkur með en meiri ást og umhyggju. Heitið  konudagur yfir fyrsta dag Góu varð algengt á síðustu öld. Heimildir frá Húsavík herma að þar hafi verið konudagur (og bóndadagur fyrsti dagur Þorra), 1841-1861. Konudagur kemur fyrst sem heiti í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og hjá álíka gömlum eða yngri höfundum. Heitið konudagur var tekið upp í Almanak Þjóðvinafélagsins árið1927.Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar tóku blómaverslanir að auglýsa konudagsblóm á fyrsta degi góu. Fyrstu blaðaauglýsingar eru frá árinu 1957 og eru á þessa leið: “Konudagur, þá gefa allir góðir eiginmenn konum sínum blóm- kaupið blóm fyrir lokun á laugardag.

Félag garðyrkjubænda og blómaverslana.

Ofangreindur fróðleikur er tekin saman úr "Sögu Daganna" eftir Árna Björnsson.


Einmana unglingar - ný viðmiðun í hraða nútímans?

Barnahjálð Sameinuðu þjóðanna hefur birt skýrslu um velferð barna í ríkustu löndum heims. Hvað okkur varðar er heilsufar barna með því besta sem gerist. Ungbarnadauði sá lægsti í heiminum. Hins vegar vekur athygli að að tíu prósent ungmenna telur sig vera utangarðs og einmana. Aðeins fjörutíu og fjögur prósent ungmenna sögðust setjast niður og ræða við foreldra sína.Við búum að því leyti við “andlega” fátækt sem ástæða er til að staldra við.

 Ekki er heldur viðundandi fyrir ríka þjóð eins og okkur að börnin eru aðeins miðlungi góð hvað varðar menntamál miðað við ríku þjóðirnar.. Sú spurning vaknar hvers vegna telur ungt fólk sig einmana. Er efnisleg viðmiðun það sem öllu máli skiptir? Er samfélagið nógu fjölskylduvænt? Eða áhersla í kennslu þurfi að vera með enn meiri  á siðræn gildi?

Rannsókn/könnun þyrfti að fara  um hvað siðfræðileg gildi vega þungt í kennslu. Ekki er langt síðan að greint var frá að lífsleikni væri ekki talin með í samræmdum prófum í tíunda bekk. Nú hefur verið gefið út  af Heimili og skóla að ræða skuli við börnin ekki bara meðan þau eru lítil heldur langt fram eftir aldri en eru það nægileg viðbrögð? Þarf ekki sértækar aðgeðir til að skoða málinn ofan í kjölinn hvers vegna ungmenni telji sig einmana? Er skólinn orðinn of stofnanakennur getur hann ekki sinnt börnum nægileg vel í samræðum? Kennt þeim að virða skoðanir annarra og setja fram rök fyrir máli sínu?

Börn nú til dags hafa svo langan skóladag að menntakerfið þarf að skoða umræddar niðurstöður í ljósi þess að hugað sé að persónulegum samskiptum innan skólanna með siðrænum hætti enn meira.

 Kristin trú er mjög vel fallin til þess að miðla umburðarlyndi og siðrænum gildum til barna og unglinga. Sama má segja um önnur trúarbrögð. Þótt út séu gefnar kennslubækur um trúmál þá gefur það tæplega eins mikinn árangur en ef kennslunni yrði  sinnt af  fagfólki á sviði trúarbragða.

Með allri virðingu fyrir kennaramenntun þá er henni takmörk sett hvað varðar að sinna öllum sviðum uppeldismála. Er kennslan í höndum fólks með nægilega menntun á sviði trúarbragaða? Hvernig er þessum málum háttað í menntakerfinu? Er þörf á nýrri stefnumörkun í ljósi þessara könnunnar frá SÞ? Eðlilegt væri að guðfræðingar/trúarbargaðafræðingar yrðu kennarar á þessu sviði innan skólanna.  Sanngjörn umræða jafnframt ákvarðanatöku  með  nýrri stefnumörkun innan skólanna gætu verið skref til að bæta úr einmanaleika ungmenna.


Náttúruminjasafn Íslands - í Perluna!

Samkvæmt upplýsingum menntamálanefndar Alþingis kom fram í viðtali við RUV ófremdarástand um að náttúruminjar þjóðarinnar væru á hrakhólum, lægju jafnvel undir skemmdum. Hér er nauðsynlegt fá úrbætur ekki seinna en strax. Varla er sú hugmynd vænleg að setja slíkt safn suður til Keflavíkur þótt húsnæði sé brýnt. Þrátt fyrir góðar samgöngur er safnið úr leið og getur tæplega  þjónað þeim tilgangi að vera lifandi safn eins vel og  ef það væri í Reykjavík. Er betur sett þar sem t.d. skólar geta farið þangað með nemendur sína og aðra menningarstarfsemi sem sótt yrði þangað.

 Mörður Árnason, þingmaður  sagði, að fram hefði komið sú hugmynd að setja safnið í Perluna, sem er bráðsnjöll hugmynd. Ef undirrituð man rétt mun það hafa verið hugmynd Kjarvals að bygga Perluna. Fáir listamenn hafa sungið íslenskri náttúru eins mikið lof með verkum sínum eins og Kjarval. Fer vel á því að náttútminjasafn þjóðarinnar verði sett í Perluna.


Næsti forseti Íslands - kirkjunnar maður?

Fram kom í blogginu í gær tilnefning um forseta Íslands í næsta forsetakjöri ef núverandi forseti hættir. Mikilvægt er að kjósa ekki stjórnmálamann í ljósi reynslunnar og að fleiri en einn verði í kjöri. Kirkjunnar maður gæti verið góður kostur. Undirrituð varpar fram hugmynd um Sr. Þorbörn Hlyn Árnason, prófast að Borg á Mýrum. Bróðir hans Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri væri mjög frambærilegur líka. Stjórnarskránefnd virðist ekki starfhæf. Verður það líklega ekki fyrr en eftir kosningar. Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum á þann veg að forsetinn hafi hreinan meirihluta þegar hann sest í forsetastól. Til þess þarf tvennar kosningar ef fleiri en tveir bjóða sig fram. Fyrrverandi forsetar hafa notið almennra vinsælda þótt þeir hafi ekki haft meirhluta í upphafi.

Nú eru aðrir tímar. Skýrar reglur þurfa að vera um samskipti forsetans og stjórnkefisins. Ekki viðunandi eins og fram hefur komið, að forsetaembættið þurfi ekki að gera grein fyrir ferðum forsetans ef hann er ekki í einkaerindum. Venja hefur verið að forsetinn hafi tilkynnt að hann sé erlendist í einkaerindum.

Núverandi ástand að forsetaembættið  telji sér ekki skylt að tilkynna um fjarveru forseta eins og Indlands ferðinni er ekki viðunandi.  Að mati undirritaðrar sýnir slík framkoma að hálfu forsetaembættisins  tæplega þá virðingu sem æskileg er gagnvart þjóðinni og lýðveldinu.


Kosningabarátta í formi skoðanakannana.

Er þessi skoðanakönnun vísbending um stanslausar hringingar í Jón Jónsson í grasrótinni um hvað hann ætlar að kjósa í dag eða hvað hann muni  kjósa á morgun. Það verður leiðigjörn kosningabarátta. Hætt við að Jón Jónsson verði líka leiður og kjósi bara það sem honum sýnist.Ýmislegt gæti komið á óvart eins og þegar Árni Magnússon fór inn í Reykjavík öllum að óvörum en Ingibjörg Sólrún komst ekki á þing, óvæant úrlsit ekki satt?
mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolti Beckhams - endurspeglar gott samfélag?

Beckham býr yfir þeim fágæta styrk að hafa úrslitaáhrif á leik með afgerandi hætti. Hann hefur oft sýnt það og sannað. Sem fyrirliði hefur hann gott auga fyrir samspili, skapar tækifæri fyrir félaga sína, þegar færi gefst. Kallar fram það göfugasta og besta í íþróttinni bæði með framtaki sínu og samspili við félaga sína. Undirrituð er ekki sérfræðingur í fótbolta en hefur gaman af góðum leikjum með snillingi eins og Beckham. 

Ólafur Stefánsson, handkanattleiksmaður býr yfir þessum sama styrk. Slíkur hæfileiki hlýtur að kalla á  mikla andlega og líkamalega þjálfun. Ef til vill er það ástæðan fyrir góðu liði á heimsmælikvarða.

 Mattías Halldórsson, landlæknir sýndi slíkan styrk í  starfi sínu, gekk fram fyrir skjöldu í Byrgismálinu, þegar stofnanir samfélgasins virtust vanhæfar til ákvarðanatöku.
mbl.is Beckham skoraði fyrir Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biblían fyrir alla - (kellingar og kalla)!

Fagna ber  útgáfu nýrrar Biblíu með  breyttu orðalagi í þá veru að almennur texti verði í flt :Við, okkur, þið, ykkur. Þá verður hvorukyn notað þar sem það á við. Dæmi: Verið góðviljuð hvert við annað í stað Karlkyns: Verið góðviljaðir hvern við annan (E 4.32). Með þessari breytingu er boðskapur Biblíunnar ekki lengur eins  karlmiðlægur. Boskapur Krists er nú  túlkaður frá sjónarhorni “okkar” þar sem allir kristnir menn eru jafnir fyrir Guði.

Biblían er margar bækur og er Gamla testamentið (Biblía gyðinga) elstu bækurnar. Þær geyma þjóðfélagsuppbyggingu Israhelsmanna. Auk þess skáldskap, ljóð/trúarljóð, annála og lög rituð á hebresku löngu fyrir Krists burð.Nýja testamentið geymir guðspjöllin, feril  Krists, boðskap hans,píslarsögu og upprisu. Auk þess Postulasöguna sem má telja upphaf kirkjusögunnar.

Matteusarguðspjall tengir mest  saman Gamla og Nýja testamentið. Kristnir menn lesa Biblíuna í ljósi faganðaerindi Krists en vísað er til Gamla testamentisins  til útskýringar á boðskap Krists.  

Nýja testamentið greinir frátexta  í Timóteusar bréfi  sem er túlkaður út frá bæði Nýja og Gamla testamentinu (1 Tm 2.11-15):

“Kona á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða sakir barnsburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun samfara hóglæti.”   

Ofangreindur texti sýnir sjónarhorn karla þar sem konan er sökuð um fall mannsins sem er í andstöðu við boðskap  Krists. Hann kom fram við konur sem jafningja. Samkvæmt einhliða túlkun feðraveldisins  skal  konan fórna sér og sýna þjónustulund. Þá er þjónustulundin rifin úr tengslum við kærleika og réttlæti Krists, getur ekki orðið gagnkvæm þegar annar aðilinn á að vera undirgefinn.  Kristur helgaði líf sitt baráttunni gegn óréttlæti í samfélaginu; gerði ekki greinarrmun á körlum og konum í kærleiksboðskap sínum. 

Að framsögðu er þessi nýja breyting á orðalagi Biblíunnar framfaraskref og reynt að nálgast betur boðskað Jesú Krists. Allir jafn dýrmætir í augum Guðs.       Ef drottnunargirni er á eina hlið í “ ég-þú" tengslum verður það um hverning “eg-það” á að lifa, ekki “ég-þú tengsl. Samskipti eru hlutgerð á eina hlið án tillits til annarra. Ekki skilningur fyrir hvað það  er of dýru verði keypt. Þrátt fyrir góðan ásetning misstígum við okkur í “ég-þú” tenglsum (um það hvernig hinn á að vera) bæði við náunga okkar og samfélag.

”Við-öll” tengsl leiðir okkur frá einhliða túlkun “ég-þú” hugarfarstengslum við náunga okkar og samfélg. Sú skilgreining færir okkur félagslega breytingu ef hún er útfærð í breiðari skilningi en persónuleg samskipti þar sem kærleikur og sameiginleg ábyrgð er samfélagslegur grunnur á forsendum kristinnar trúar.


Flugumaður eða framsóknarmaður.

Til hvers kom Kristinn H. í Framsóknarflokkin.? Kemur eiginlega frekar fyrir sjónir sem flugumaður fremur en flokksmaður. Kemur undarlega fyrir sjónir  allt það pláss sem fjölmiðlar hafa gefið honum. Ekki þar fyrir að rödd þingmanna eigi ekki að heyrast. Þá ekki síður ef þeir vekja athygli á þörfum málum eins og t.d. Jóhanna Sigurðardóttir í gær, sem vakti athygli á vaxtaokri bankanna.

Sífelld viðtöl í fjölmiðlum við Kristinn H. hafa oftar en ekki einkennst af hvað honm gengur illa að ná áhrifum innan flokksins.

Óánægja Kristins  virðist ekki vera mjög málefnaleg. Hann fékk sín tækifæri innan flokksins til góðra verka sat t.d. í lykilstöðu í Byggðastofnun og í þingnefndum. Þingflokkurinn teygði sig langt til að ná sáttum við hann en allt kom fyrir ekki.

 Kristinn H. lýsti því yfir í fjölmiðlum eftir að framsókn hafði fengið lélega úkomu í skoðanakoönnun að best væri að leggja flokkinn niður og hann gengi í Samfylkinguna. 

Samkvæmt fjölmiðlaumfjöllun kemur Kristinn H.  undirritaðri fyrir sjónir sem óheill gagnvart flokksfélaögum /flokknum frekar en málefnalegur ágreiningur hafi verið umtalsverður.

Ef það er rétt þá tókst ekki honum ekki að leggja niður Framsókn.


mbl.is Hjálmar Árnason: „Ákveðinn léttir fyrir alla aðila“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekki benda á mig."

“Ekki benda á mig” er frasi úr ljóði Bubba Mortens sem hann söng eftir að maður létst í fangelsi þar sem  enginn vildi/gat axlað ábyrgð. Skýrsla Byrgisins verður svartari og svartari. Nú eru a.mk. tíu veikar konur taldar ófrískar eftir kynferðislegt ofbeldi en ekki þrjár samkvæmt upplýsingum Péturs Haukssonar geðlækni. Landlæknisembættið fékk bréflega kvörtun frá honum árið 2002 en dagaði þar uppi vegna þess að Byrgið heyrir ekki undir landlækni heldur félagsmálaráðuneytið. Geðlæknirinn sagði að engu að síður hefði veikt fólk leitað til Byrgisins til afeitrunar.  Það væri læknisfræðileg meðferð. Umræddar konur eru nú afar illa farnar með áfallaröskun, hræddar um afdrif sín.Landlæknir Mattísas Halldórsson segir í Mbl í dag að þótt Byrgið heyri undir félagsmálaráðuneytið ætli hann að beita sér í málinu. Hefur nú þegar sjálfur   haft viðtal við förnarlömb Byrgisins. Ennfremur ætlar hann að halda fund með félagsmálaráðherra. Vonandi tekst landlækni með áhrifum sínum að taka á málinu  sem allra fyrst. Augljós þörf er að setja skýran lagaramma  þar sem landlæknir hefur óskorað úrskurðarvald í máli sem þessu í framtíðinni.  Félagsmálaráðherra segir  Byrgið sjálseignarstofnun þar sem engin ríkisstofnun beri ábyrgð. Byrgið fái aðeins styrki frá ríkinu. 

Ekki verður undan því vikist fyrir félgasmálaráðherra að taka á málinu,  fá aðra ráðherra eða alla ríkistjórnina til ákvarðanatöku. Dugir ekki lengur að segja: “Ekki benda á mig."

 


Þjóðfáninn er ekki gardína!

Frumvarp liggur fyrir Aþingi um að setja þjóðfánann inn í sal hins háa Alþingis, að fyrir því væri meirihluti. Guðmundur Hallvarðsson er einn af flutningsmönnum. Greindi hann frá því að Halldór Blöndal væri á móti  og hefði greint frá því í béfi að hann vildi ekki að þjóðfáninn yrði "gardína" á Alþingi.

Fyrrverandi forseti sýnir mikinn hroka í afstöðu sinni. Þótt forseti Alþingis  standi fyrir virðulegt embætti er eðlilegt að fáninn verði settur fyrir ofan forsetastólinn. Til að minna forsetann og þingmenn á með táknrænum hætti að lýræðið stendur ofar öllum embættum.

Þverpóltísk samstaða er á Alþingi  um frumvarpið auk meirihluta.

Mörður Árnason kom einnig  í ræðustól,  lýsti yfir stuðningu sínum. Varð eiginlega fyrir vonbrigðum með málflutning hans, örstutt yfirlýsing ekkert meira. Það er mikil breyting stundum er hann svo óþolandi langorður á Alþingi að ekki tekur nokkru tali.

Mörður hefði getað talað svo sem í tíu mínútur og tekið á málinu með afgerandi hætti og skörungsskap.  Ekki vantar hann mælskuna og orðaflauminn ef hann vill við hafa.

Þjóðfáninn er í hátíðasölum sumra skóla sem er til mikillar fyrirmyndar. Gott fyrir unga fólkið að sjá fánann meðhöndlaðan á táknrænan hátt. Undirrituð hefur séð þjóðfánann í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík og finnst það góður staður. Sýnir táknrænt   þjóðfánann sem  sameiningartákn fyrir þjóðina og að lýðræðið er rakið  til kristinna gilda(krossinn). Ekki hefur orðið vart við  annað en kirkjþing hafi látið sér vel líka að starfa með fánann innanborðs, sem þar hefur verið haldið í nokkur ár.

Óviðeigandi er að fyrrverandi forseti Alþingis leyfi sér að tala um þjóðfánann sem gardínu.

Áfram með smjörið Mörður Árnason!!!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband