Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.2.2007 | 09:39
Kærleikur Krists - mannúðar stefna í uppeldi/umönnun.
Fagleg sjónarmið virðast eiga að að leysa allan vanda. Nóg er til af vel menntuðu fólki í ummönnun/uppeldi bæði á hjúkrunarsviði, félagslega og sálfræðisviði sem vinnur af bestu samvisku.
En markmið stofnana eru líka af öðrum toga svo sem skipulagningu frjámála um rekstur/vinnusparnaður, sem skal vera sem ódýrastur. Góður rekstur er góðra gjalda verður en má ekki hafa svo sterk markmið, að umönnun verði ekki aðalatriði. Heldur snúist um sameiningu og sparnað þar sem mannúðarstefnan fyrir náunganum er fyrir borð borinLúkasarguðspjall greinir frá lögvitringi nokkrum sem spurði Krist hvernig hann gæti öðlast eilíft líf.
Kristur svaraði honum á þá leið að hann skyldi elska náunga sinn. Lögvitringurinn spurði: Hver er þá náungi minn? Til skýringar sagði Kristur honum dæmisöguna um miskunnsama samverjann. Maður var á ferð. Á leið sinni féll hann í hendur ræningjum. Börðu þeir hann og skyldu eftir dauðvona. Þeir sem famhjá gengu sveigðu af leið nema samverji nokkur sem kenndi í brjósti um manninn, batt um sár hans og fór með hann til gisthúss á leið sinni. Hann fékk gestgjafanum slasaða manninn greiddi honum peninga og sagði: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til skal ég borga þér þegar ég kem aftur."
Ef sagan er í sett í samhengi við aðstæður í samfélaginu í dag þá er Kristur að boða kærleikann í verki þar sem náungakærleikurinn er grundvöllurinn.
Stofnanir hversu góðar sem þær eru geta aldrei komið í stað miskunnsama samverjans hversu vel sem þær eru skipulagðar. Hvernig ætli gistihúsaeigandanum hafi gengið að hjúkra hinum illa leikna manni sem fallið hafði í hendur ræningja? Sagan greinir ekki frá því. Hér er boskapur Krists að elska náungann eins og sjálfan sig. Kærleikurinn eigi að vera í hjarta hvers manns hér og nú!
Kristin trú er vel fallnin til að veita náunganum kærleika og umhyggju áháð því hverrar trúar fólk er.
Kirkjan þarf að rækta þetta hlutverk sitt með því að senda djákna/ presta út á akurinn í stofnanir í miklu meira mæli en nú er. Til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda umhyggju og kærleika á forsendum boðskaps Krists. Fylgja hinum sjúka eftir eins og í dæmisögunni um miskunnsama samverjann með mannúðarstefnu Krists að leiðarljósi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook
6.2.2007 | 00:36
Passíusálmalestur á hjá RUV.
Nú í kvöld í upphafi lönguföstu hófst passíusálmalestur hjá RUV(22:15). Löngu er orðin hefð fyrir lestrinum. Gunnar Stefánsson kunnur útvarpsmaður les snjallt og hljómfallega. Undirrituð var svo heppinn að eiga Ömmu sem lét hana lesa með sér passísálmana á hverju kvöldi. Lengi býr að fyrstu gerð og síðan er reynt að fylgjast með eftir því sem hægt er vegna vinnu.
Nú er hægt að hlusta síðar á netinu hjá RUV ef eitthvað fellur úr. Hallgrímur Pétursson er eitt af stóru nöfnum þjóðarinnar sem skáld. Passíusálmarnir eru mesta skáldverk hans. Sálmarnir eru virkilega þess virði, að setjast niður og hlusta í tíu mínútur fimmtíu sinnum fram að páskum.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir, biskupsdóttir í Skálholti fékk fyrsta eintakið af Passíusálmunum. Sr.Hallgrímur orti eins og flestir vita sálminn "Allt eins og blómstirð eina," sem sungin er við gröf kristinna manna. Sálmurinn var fyrst sungin við gröf Ragnheiðar. Hún lést í blóma lífsins líklega úr tæringu og ástarsorg.
Sr Hallgrimur skrifar formála fyrir Passíusálmana og segir:
..." En þess er ég af guðhræddum mönnum óskandi, að eigi úr lagi færi né mínum orðum breyti, hver þeir sjá orði drottins og kristilegri meiningu eigi á móti. Þeir, sem betur kunna, munu betur gjöra. Herrann Jesús elski þá alla, sem hans heilögu kvöl og píni guðrækilega elska og iðka hennar minning.
"Vale, pie lector." Hallgrímu Pétursson p."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook
5.2.2007 | 18:17
Dómsvald - lögfærileg álitamál orka tvímælis?!
Vinnan hjá stjórnarskrá nefnd gengur hægt því ekkert heyrist frá henni. Er ekki komin tími á að okkar virtustu lagaprófessora setjist niður og nái samkomulagi í stjórnaskrármálinu. Gefa póltíkusum frá frá málinu? Hlýtur að verð áríðandi að stjórnarskráin sé afgerandi leiðandi plagg svo t.d. forsetinn og embættismannavaldið viti hvar hin lögfræðilegu mörk eru í embættisverkum og stjórnsýslu.
Ekki má gleyma þjóðlendumálinu, nú eiga bændur ekki þinglýstar eignirsínar. Minntist á það í blogginu um daginn hver ætti eiginlega Ísland. Voru ekki írskir munkar hér áður en landnámsmenn komu hingað? Nú er bara að veita fé í fornleifagröft og fá úr þessi skorið. Ef til vill eiga Írar Íslandið okkar eftir allt saman? Bjánaleg lögræði séð úr grasrótinni.Næst er hæstaréttardsómurinn sem hefur fengið hörð viðbrögð vegna þess hvað hann var mildur.Hvernig ætlar að framkvæmdvaldð og löggjafarvaldið að halda virðingu sinni gagnvart almenningi ef heldur áfram sem horfir? Ef ekki er hægt að setja lög, sem eru svo skýr að ekki sé hægt að túlka þau á skjön við anda þeirra. Missi almenningur trú á dómstólum og framkvæmdavaldinu gæti það veikt siðferðisvitund þjóðarinnar og landslög ekki virt sem skyldi!!!Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2007 kl. 14:30 | Slóð | Facebook
5.2.2007 | 10:53
Skóflustunga fyrir kirkju í Salahverfi/Uppsölum.
Varð litið út um eldhúsgluggann í Salahverfinu í gær, sá hóp fólks og stóra gröfu. Vissi ekki hvað á mig stóð veðrið, ekki gat verið jarðarför á sunnudegi. Þá komu fleiri frá safnaðaheimilinu að Uppsölum, þekkti biskupinn okkar í hópnum, varð þá ljóst að mikið stæði til. Sá síðan fréttina í Mbl í morgun.
Ekki hefði það nú kostað stórfé að senda okkur lítinn bréfsnepil og láta söfnuðinn vita. Smáa letrið fer stundum framhjá í lesningu dagsins. Þarna gat ég horft á einn stærsta viðburðinn hjá söfnuðinum alveg óvart auk þess að vera "boðflennan". En vegir Guðs eru órannsakanegir, hefði ekki viljað missa af athöfninni.
Alltaf hefur Guðni minn Ágústsson rétt fyrir sér. Gat staðið á í eldhúsinu mínu "á bak við eldavélina" og horft á herlegheitin. Heppinn, vonandi verð ég svona heppinn þegar kirkjan verður vígð!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook
3.2.2007 | 15:51
Jón Siguðrsson, ráðherra á þing!
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun (í gær) fær Framsókn sex þingmenn í stað tólf áður. Trúi að vísu ekki á skoðanakannanir en allavega er niðurstaðan svört skýrsla. Það fylgdi fréttinni að Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra komist ekki á þing í Reykjavík norður.
Tek sárt til þessa ágæta kennara míns frá Bifröst, sem ég á góðar minningar um.
Jón tók við Framsókn í ómögulegri stöðu en hefur staðið af sér ölduna og svarað með mikilli festu og rökum í öllum málum. Verið til fyrirmyndar sem ráðherra og formaður. Tíminn mun vinna með honum eftir því sem hann verður þekktari í gegnum fjölmiðla má ætla að hann vinni sér vinsældir almennings.
Ef ég man rétt þá er Sæunn Stefánsdóttir í þriðja sæti og það gerir framboðið veikara en ella.Mér hefur fundist hún koma fram með miklum skörungsskap þennan stutta tíma sem hún var á þingi. Alveg er það bránauðsynlegt að hún verði mjög áberandi í kosningabaráttunni ásamt Jóni til að ná upp fylginu.
Það voru mikil mistök að setja tvo karlmenn í efstu sætin á listanum. Konur horfa til þess í Framsókn að kjósa konur. Ekki verður undan því vikist að taka tillit til þess. Ekki langt síðan að konur í flokknum mótmæltu kröftuglega þegar Sif Friðleifsdótti vék úr ráðherrastóli.
Með allri virðingu fyrir Guðjóni Ólafssyni sem er í öðru sæti þá veikir hann listinn af því að hann er karlmaður. Auk þess man ég ekki betur en hann lenti upp á kant við konur í Framsókn um jafnréttismál innan flokksins.
Prófkjörin fyrir þessar kosningar hafa oftar en ekki komið illa út fyrir fleiri flokka en framsókn.
Besti leikurinn í stöðunni fyrir lista Framsóknar í Reykjavík norður væri að Guðjón gæfi eftir annað sætið handa Sæunni Stefánsdóttur. Þá er nokkur von um aukið fylgi flokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook
3.2.2007 | 15:02
Að eflast við hverja raun - til hamingju strákar!
Þá er heimsmeistaramótinu lokið og strákarnir okkar í 8. sæti sem er góður árangur. Strákarnir okkar settu markið hátt og gerðu sitt besta. Árangurinn er að stærstum hluta að þakka góðu samspili þeirra. Þegar horft er á íþróttir á heimsmælikvarða þá verður samanburðurinn augljós hvað varðar getu og styrk liðanna. Samspil strákanna okkar er frábært annars hefðu þeir ekki náð árangri. Það sem íslenska liðið vantar eru stórir markaskorarar sem hafa framtak og þor til að taka af skarið þegar færi gefst. Flest liðin sem strákarnir spiluðu við hafa slíka markaskorara.
Vonbrigði strákanna voru mikil að tapa fyrir danska liðinu (okkar líka). Má segja að þeir hafi ekki náð sér á strik eftir það. Mér fannst strákarnir vera meira andlega þreyttir en líkamlega í síðasta leiknum við Spánverja. Það virðist þurfa að efla sálræna þáttinn betur til að þeir eflist við hverja raun og komi sterkari til leiks ef þeir tapa. Þjóðverjar hafa þennan sálræna eiginleika í öllum leikjum og eflast í hvert skipti sem þeir eru að verða undir í leik. Það sem væri gaman að sjá á næsta stórmóti er, að þeir eflist við hverja raun þá geta þeir náð enn lengra.
![]() |
Ísland í 8. sætinu eftir tap gegn Spánverjum, 40:36 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook
2.2.2007 | 08:30
Forseti Íslands - sameiningartákn eða "pólitískt embætti?"
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2007 kl. 16:46 | Slóð | Facebook
1.2.2007 | 10:09
Einkarekum mötuneyti grunn- og leikskóla!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook
31.1.2007 | 23:43
Frábær þáttur frá tónlistarverðlaunum hjá RÚV - kærar þakkir!!!
Sjónavarpið á þakkir skildar fyrir frábæran þátt frá tónlistarverðlaununum. Hafði engar væntingar til þessa þáttar Hélt endilega að hann yrði leiðinlegur, veit ekki af hverju. Það var öðru nær. Held bara að þetta sé þáttur ársins hjá Rúv. Þátturinn enduspeglaði svo sannarlega flestar tegundir tónlistar. Efst er mér í huga hljómplata ársins, Þorlákstíðir og söngkonan Lay Low. Gaman þegar svona framúrskarandi list nær til allra þjóðarinnar. Þessir ævafornu sálmar Þorlákstíðir, sem hafa fundist í gömlum handritum hafa slegið aftur í gegn eftir margar aldir, svo vel fluttir af frábærum listamönnum. Hins vegar Lay Low sem sló í gegn og varð stjarna á einu augnabliki, frábært! Hún var svo einlæg og syngur líka með hjartanu.Ólafur Gaukur átti líka skilið að fá viðurkenninguna fyrir að hafa staðið vaktina svona lengi í dægurtónlistinni.
Erfitt að nefna fleiri sérstaklega vegna þess að öll tónlistin var svo góð og vel flutt. Líka þeir sem ekki fengu verðlaun en voru tilnefndir t.d flautuleikarinn, sú tónlist ómar ennþá í huga mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook
31.1.2007 | 18:30
Vantar siðferðilegan standard í stjórnmál og verkalýðsbaráttu?
Stéttaskipting er orðin miklu meiri en áður var. Hver stétt berst fyrir sínu og fær ágæta athygli fjölmiðla t.d. allar heibrigðisstéttir þ.m.t. læknar. Þeir ófaglærðu verða verst úti þegar bitist er um launahækkun.Minna ber á baráttu þeirra í fjölmiðlum, sem vinna við uppeldisstörf, umönnunarstörf og önnur þjónustutörf. Að ekki sé nú minnst á eldri borgara,sem ekki mega vinna sér inn nokkrar krónur án þess að ríkið steli því aftur löglega. Sama ástand er meðal öryrkja. Þeir sem gætu unnið með örorku sinni vantar meiri félagslegan stuðning og menntun.Verður ekki sama ástand áfram þótt ný ríkisstjórn taki við völdum? Er siðferði okkar almennings á svo lágu stig að okkur sé sama? Þar er skemmst að minnast ákvörðunar Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgarstjóra þegar hún tók þá ákvörðun að hækka laun þeirra lægst launuðu í borginni. Má segja að hún hafi gengið framfyrir skjöldu og sýnt gott fordæmi sem borgarstjóri. Ekki varð nein sérstök ánægja meðal Samfylkingarfólks (jafnaðarmanna!) í Reykjavík. Það sýndi slakur árangur Steinunnar Valdísar ótvírætt í prófkjörnin til alþingiskosninga.
Að framansögðu hljóta pólitísku flokkarnir allir, að þurfa að leggja miklu meiri áherslu á umrædd málefni þeirra sem minna mega sín. Með því er ef til vill hægt að hækka siðferðilegan standard hvað varðar þá sem minna mega sín. Ekki dugir lengur að vísa hver á annan.
Þarf að verða pólitískt mál allra flokkanna ef það á að hafa áhrif. Með því móti er ef til vill hægt að snúa við þeim mikla mismun á kjörum þeirra lægst launuðu og annarra þjóðfélgsstétta.Upphrópanir verkalýðsforingja og lýðskrumara í pólitískum flokkum er löngu orðnar hjáróma. Þess vegna hafa þeir sem minna mega sín risið upp og heimtað rétt sinn til að eiga fulltrúa á Alþingi. Þær raddir verða ekki þaggaðar niður í framtíðinni.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook