Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frjálslyndi flokkurinn trúverðugur - Margrét pólitískur píslarvottur?

Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið hörð viðbrögð fyrir stefnu sína innflytjendamálum. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Umræða innflytjenda hefur fengið umfjöllun sem er nauðsynlegt. En hún þaf umfam allt að vera málefnaleg. Enginn stjórnmálaflokkur getur undan þeirri ábyrgð vikist.  Málefni innflytjenda þarfnast þess að þeir eigi kost á sömu þjónustu og réttarstöðu í samfélaginu og aðrir þegnar. Á móti kemur að hægt er að ætlast til að þeir leggi sig fram um að aðlaga sig íslensku samfélagi, þar er forsendan að innflytjendur kunni íslensku. Magnús og Margrét kynntu sjónarmið sín á mogunvakt Rúv í morgun. Margrét taldi flokkinn hafa yfirgefið sig þótt hún hafi lagt sig fram til að ná sáttum auk þess væri flokkurinn klofinn. Ósættið taldi hún vera sök Nýs afls, sem hefði ýtt rótgrónu fólki innan flokksins til hliðar. Ekkert pólitískt samráð við samherja um mikilvæg mál málefni eins og innflytjendamál, sem hefðu orðið undir á þinginu og umhverfismál væri algjör horror.  Magnús taldi hins vegar að þrátt fyrir tap í formannskjöri hefði Margrét fengið góða kosningu (43%) og verið boðið framboð í Reykjavík suður. Ekki sætt sig við niðurstöðuna, ekki getað komið fram með málefnalega gagnrýni. Hvað varðar umræður um málefnalega umræðu innflytjenda þá væri hún í þróun hjá Frjálslynda flokknum.Taldi hann flokkinn ekki klofinn maður kæmi maður í manns stað, fylgið kæmi síðar í ljós. Að framansögðu virðist baráttan á landsþingi frálslyndar hafa verið hrein valdaátök milli ólíkra einstaklinga. Má segja að vöntun á félagslegum þroski hafi hafi ráðið miklu. Ásakanir eru ýmsar: Valdagráðugir karlar, rasistar, stóriðjustefna og kúgun kvenna í flokknum. (Gæti líka verið valdagráðugar konur)  Hvort þessari mikla  umfjöllun takist að gera Margréti að pólitískum píslarvotti svo hún geti náð fótfestu í “einhverjum flokki" lætur undirrituð ósagt að spá um. Eða Frjálslynda flokknum takist að rétta af sína skútu kemur í ljós. En forsenda fyrir Frjálslynda flokkinn er sú, að umræða um innflytjendur komist á hærra plan, verði í samræmi við stefnuræðu Guðjóns A. á nýafstöðnu landsþingi.

Þessi mikla umfjöllun í fjölmiðlun um rifrildi frjálslynda fer senn að verða leiðigjörn. Fólk hættir að leggja við eyrun. Þá er hætt við að flokkurinn og Margrét verði að pólitískum nátttröllum.


Frjálslyndi flokkurinn - stefna í innflytjendamálum

Berglind Ásgeirsdóttir, fulltrúi gerði grein fyrir innflytjendamálum hér á landi í stórum dráttum á Stöð2 í kvöld. Fjölgun innflytjenda hér hefur orðið afar hröð og þeir komið vegna skorts á vinnuafli. Undirrituð er ekki í frjálslynda flokknum en henni finnst umræðan beinast of mikið af sjónarmiðum Frjálslynda flokksins sem kynþáttahatara og jafnvel gera þeim upp skoðanir. Það sem er að gerast í þessari umræður er, að ekki koma fram neinar tillögur um hvernig brugðist skuli við við auknum fjölda erlends vinnandi fólks sem hingað streymir.

Virðist eins og sé verið  að fela málefnalega umræðu með lákúrlegri umræðu eins og átt hefur sér stað undanfarið. Það er nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnarmeirihluta að sýna fram á bætta aðstöðu í búsetu innflytjenda fyrir kosningar og setja sér framtíðarmarkmið.

  Í Kanada var það stefna stjórnvalda að fjölga þjóðinni með innflutningi á fólki. Hér á landi hefur komið hingað fólk í ófaglærð störf vegna skorts á vinnuafli. Innflytjendur hafa skapað hér hagvöxt og greiða u.þ.b. sjö milljarða í skatta á ári. Svo til ekkert atvinnuleysi er meðal innflytjenda hér á landi. Má segja að meðan svo er þá sé fjölgun erlends vinnuafls ekki vandamál. En það gefur að skilja að hér geti skapast vandamál meðal innflytjenda þegar fleiri þúsund manns koma hingað á stuttum tíma. Við getum lært af öðrum þjóðum til að koma í veg fyrir vandamál.Í Frakklandi komu innflytjendur í störf þeirra sem fyrir voru og skapaði það mikla spennu.Upp hefur komið sá vandi hér að húsnæði hefur verið ófullnægjandi fyrir innflytjendur því stjórnvöld voru ekki undir búin svo hraða þróun sem orðið hefur. Huga þarf að heilbrigðismálum og félagsþjónusu fyrir fólkið. Þá þarf að auka íslenskukennslu mikið til að fólkið geti aðlagast okkur og orðið íslenskir ríkisborgarar ef það svo kýs. Hér er þegar  vandi á höndum sem verður að taka á, til að innflytjendur einangrist ekki í samfélaginu og verð andfélagslegur hópur gegn okkur eins og gerst hefur víða erlendis.Um 45% af erlendu fólki hefur fengið ríkisborgararétt hér á landi af því fólki sem kom hinga á tíunda áratugnum en það tekur sjö ár að fá hann.  Meðal þessa fólks er hámenntað fólk sem þarf að virkja í atvinnulífinu. Það gerist ekki heldur nema að íslenskukennsla verði stórefld .  Fram hefur komið í umræðunni bæði á Alþingi og hér í blogginu að Frjálslyndi flokkurinn væri fyrirmyndi flokka frá nágrannalöndum okkar þar sem gert er út á hatur og fordóma til fólks af lituðum og framandi kynþáttum. Að framasögðu er gert út á lægstu hvati mannsins til að fá fylgi.Undirrituð kynnti sér áherslur í stefnu frjálslyndra í ræðu Guðjóns A. formanns  flokksins um helgina og tók þær upp orðrétt. Ekki virðist hér vera um kynþáttahatur að ræða heldur koma fram lík sjónarmið sem Berglind Ásgeisdóttir greindi frá  í viðtali sínu í kvöld. Undirrituð er ekki í frjálslynda flokknum en henn finnst umræðan beinast of mikið af sjónarmiðum Frjálslynda flokksins sem kynþáttahatara og jafnvel gera þeim upp skoðanir:Nokkrar áherslur  (stefnræða formanns síðustu helgi)
Eftirfarandi þarf að hafa að leiðarljósi við þá vinnu sem nú er framundan í þessum málum:

- Brugðist verði sérstaklega við áhrifum frjáls flæðis erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn sem leitt getur til lækkunar launa.

- Fylgjast þarf með fjölgun starfsmanna á vegum starfsmannaleiga.

- Stéttarfélög fái heimildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnuskýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo unnt sé að fylgjast með því að ekki sé brotinn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur ekki verið tilkynntur til Vinnumálastofnunar, eins og lög gera þó ráð fyrir. Herða verður eftirlit með atvinnurekendum og óskráðum starfsmönnum, kjörum þeirra og búsetu.

- Unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig verður unnt að spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og öðrum þáttum er varða aðlögun o.fl. til framtíðar að talsverðu leyti.

- Við teljum brýnt að kannað verði hvort þeir, sem vilja setjast hér að um lengri eða skemmri tíma, hafi hugsanlega sakaferla.

- Meta verður menntun innflytjenda, bæði hvað varðar iðnmenntun og æðri menntun.

- Heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera á varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.

- Mikilvægt er að virkja innlent vinnuafl frekar en nú er gert, og þannig nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það mætti gera með breytingum á skattakerfi, þar sem tekið yrði tillit til skerðingarreglna sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem og því hvernig skattbyrði hefur þróast gagnvart lágtekjufólki. “

Er verið að fela réttindamál varðandi innflytjendur með ómálefnalegri umræðu?


Góð niðurstaða

Góð niðurstaða hefur náðst á Suðurlandi með Helgu Sigúnu í þriðja sæti. Þegar um svona stórt kjördæmi er að ræða er nauðsynlegt að líta til hagsmuna heildarinnar. Það virðist hafa tekist og allir farið nokkuð sáttir frá borði. Eygló Harðardóttir má einnig vel við una og vonandi hefur hún styrk til að taka þessum úrslitum. Þó má segja að sveigjanlegar reglur fyrir prófkjörum verði framtíðin, svo að auðveldara verði að ná samstöðu þegar einhver í viðkomandi prófkjöri dregur sig til baka.

Undirrituð óskar framsóknarmönnum í Suðurlandskjördæmi til hamingju og spáir þeim a.m.k. þremur þingönnum ef framagreindur listi gengur eftir. Hvað varðar konur á listanum þá fá þær nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og snúa vörn í sókn fyrir sitt kjördæmi.

 


mbl.is Helga Sigrún Harðardóttir í 3. sæti hjá Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti Alþingis - eða forsetavald?

Það fór um mig ónotahrollur að hlusta á Sigurjón Þórðarson (Frjálsl.) á Alþingi í morgun þegar hann hóf umræðuna um RUV- frumvarpið. Hann  minntist á fjölmiðlalögin "sællar minningar", ófarir stjórnarinnar þar sem fjölmiðlalögin voru dregið til baka eftir kosningar. Hugsaði, að nú styttist í að bænaskrá til forsetans yrði samin og send til Bessastaða.

Næst kom Mörður Árnason, alþingismaður með stutta yfirlýsingu um að umræðum stjórnarandsstöðunnar væri lokið. Sjaldan hef ég orðið meira undrandi en varð að viðurkenna að stjórnarandstaðan gerði það sem rétt var. Ekki var annað í stöðunni en að  virða stjórnskipun  og meirihluta Alþingis. Virðing mín á stjórnarandstöðnni óx til muna þar sem mér hefur þótt hún afar slök málefnalega bæði fyrir og eftir síðustu kosningar.Ekki þar fyrir að stjórnarandstaðan sé ekki í fullum rétti til að gera tillögur um breytingar á umræddum lögum. Það hefði verið farsælla að heyra í fjölmiðlum málefnalegar  tillögur frá stjórnarandstöðunni um það sem betur hefði mátt fara. Þær umræður sem ég hlýddi á gáfu mjög takmarkaða mynd hverju stjórnarandstaðan vildi breyta. Svona málþóf gefur almenningi ekki réttar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa að geta skýrt í stuttu máli helstu efnisatriði fyrir fólki  til að fá málefnalegt sjónarhorn. Ef næsti stjórnarmeirihluti vill breyta umræddum RÚV- lögum þá gerir hann það væntanlega  með samþykki meirihluta Alþingis.  Framkvæmd umræðna stjórnarandstöðunnar um umrædd fjölmiðlalög ("sællar minningar") var ekki til fyrirmyndar til að ná fram beytingum. Málefnið var ekki aðalatriðið heldur að koma stjórninni frá með tilheyrandi æsifréttamennsku. Þaðan af síður, að það verði hefð að forseti lýðveldisins grípi þar inn í með neitun undirskriftar á lögum frá Alþingi. Þá hlýtur að verða stjórnskipunarkreppa í íslensku stjórnkerfi/lýðræði. Skilaboðin til okkar í grasrótinni misvísandi. Almenningur sem kýs hið háa Alþingi á rétt á því að  meirihluti Alþingis sé virtur.

Hjálmar Árnason - sigurvegari Framsóknar.

Undirrituð hefur alltaf haft mikið álit á Hjálmari Árnasyni, þingmanni fyrir málefnalega umfjöllun á Alþingi. Ákvörðun hans  að hætta á þingi eftir að lenda í þriðja sæti er hárrétt; málefnaleg og drengileg. Áhersla hans nú er að Petrína Baldursdóttir Grindavík taki þriðja sætið, sem er sterkur leikur í stöðunni og kann að hafa úrslitaáhrif hvað Framsókn fær marga þingmenn á Suðurlandi.

 Ef svo verður hefur Framsókn á Suðurlandi tryggt sér góða stöðu í öllu kjördæminu hvað varðar staðsetningu frambjóðenda, sem skiptir miklu máli í komandi kosningum. Þá verður auðveldara að ná samstöðu og yfirsýn yfir málefni kjördæmisins í heild. Hjálmar Árnason hefur sýnt og sannað að hann setur málefni og samtöðu ofar persónulegum hagsmunum og skilur kjördæmið eftir sterkara en ella fyrir sinn flokk ef tillögur hans ganga eftir.


Vinstri grænir skutu yfir markið á Alþingi í dag

Málefni Byrgisins voru rædd á Alþingi í dag  m.a. af þingmönum sem ekki virtust hafa inngrip eða breitt sjónarhorn um mál vímuefnasjúklinga. Einn af þeim var Steingrímur J. Sigfússon VG. Taldi hann aðalvandann vera að málefni Byrgisins hefðu farið til annars trúfélags, en ekki til SÁÁ.Samhjálp er kristið trúfélag sem líkist  á engan hátt  Byrginu, sem frekar er sértrúarsöfnuður með enga faglega tengingu. Getur varla hentað sem skjól fyrir sjúklinga. Hlaðgerðarkot er byggt á kristlegum grunni með  faglega tengingu bæði guðfræðilega og á sviði heilbrigðisþónustu. Auk þess með margra ára reynslu í meðferð  vímuefnasjúklinga. Með allri virðingu fyrir SÁÁ þá má telja Hlaðgerðarkot hentugra eins og ástandið er nú til að bæta úr brýnustu þörf.

Það er óviðunandi framkoma  af þingmönnum að fara að ræða þessi mál á póltískum grunni á skjön við málefnið án þess að hafa aflað sér viðunandi þekkingu. Formaður vinstri grænna/stjórnarandstaðan bæta ekki úr þessu hörmulega ástandi vímuefnaneytenda með  umræðum á pólitískum forsendum. Að ekki sé nú minnst á að reyna að afla sér fylgis með þeim hætti. Jón Sigurðsson, ráðherra  komst vel frá þessari umræðu og sýndi ótvíræðan vilja til að taka málið föstum tökum á faglegan hátt.


Engin framsókn á Austurlandi?

Nú er prófkjöri Framsóknar lokið í Norðausturkjödæmi. Akureyri og nágenni verma fjögur efstu sætin, “ hlutur Austurlands ekki fyrir borð borin,” sagði forystumaður Framsóknar fyrir norðan. Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með prófkjörum undanfarið, komið hefur fram óánægja, menn sagt sig úr flokkum vegna þess að fjölmennustu kjarnarnir virðast sitja uppi með væntanleg þingsæti.

Umrætt prófkjör Framsóknar slær öll met þar sem Austurland fær engann þingmann. Ekki getur svona útkoma verið viðunandi lausn fyrir heilan landshluta, að missa sína tvo þingmenn. Hins vegar verður útkoman sennilega til þess að vænlegra verður að kjósa aðra flokka. Þar kemur  Sjálfstæðisflokkurinn sterkt út og gæti auðveldlega fengið fjóra þingmenn. Það yrði mátlulegt á félagshyggjuflokkinn Framsókn sem ekki gerði neina tilraun til að gera hlut Austulands viðunandi heldur klippti þá hreinlega út úr flokknum.

Borgarleikhúsið: "Footloose algjörlega frábært, æðislegt"

“Footloose, algjörlega frábært, æðislegt,”sögðu unglingabarnabörnin mín eftir sýninguna í gærkveldi. Er sammála, sýningin er vel leikin og sungin auk þess að vera með góðan boðskap. Sýningin fjallar um  boð og bönn, hvað siðvitund og réttlæti  geta verið áhrifarík þegar valdið fer yfir mörkin í mannlegu samfélagi. 

Frábært að sjá hvernig unga fókið  og fullorðna fólkið náði vel saman í sýningunni. Alltaf einhvers konar samhljómur í leikatriðunum  bæði í sorg og gleði. Gott dæmi um hvað góð list getur skilað góðum boðskap út í samfélagið.

Leyfi mér að nefna sérstaklega Jóhann Sigurðarson, unga parið sem léku aðalhlutverkin, að ógleymdu skemmtilega  Mikkaparinu. Öll sungu þau og léku með mikilli innlifun sem gerði sýninguna ógleymanlega. Tilvalin sýning fyrir  stórfjölskylduna að fara á saman.

Takk fyrir ágæta söngfólk og leikarar!

Að kaupa sér þingsæti á Akureyri - ekki mútur!?

Heyrði ekki betur í fréttum í morgun en framsóknarmaður á Akureyri ætlaði að bjóða sig falan fyrir tvær milljónir, fyrir öruggt sæti hjá Framsókn um helgina. “Ekki mútur,”sagði hann, “er að berjast fyrir heildina,” þ.e. á Akureyri. Hér er sleginn nýr tónn í kosningabaráttuna, að bjóða sig til sölu ef viðkonandi fær öruggt sæti.  

Er ekki nóg fyrir Akureyri að hafa Valgerði efsta fyrir norðan? Hefur sýnt sig hjá prófkjörum annarra flokka að fjölmennustu kjarnarnir hafa fengið öruggu sætin.

 Norðausturkjördæmi er stórt kjördæmi. Vonandi verður þetta sölutilboð/mútur til þess að aðrir hlutar kjördæmisins taki sig saman og kjósi öruggt fólk fyrir dreifbýlið. “Sölutilboðið” verður án efa vatn á myllu andstæðinganna  í komandi kosningum ef svona “mútustarfsemi” fær að þrífast í prófkjöri Framsóknar í Norðaustukjördæmi. 

Erfitt er að hugsa sér að umrætt sölutilboð verði til að auka fylgið þegar á heildina er litið. 

Á flokkurinn ekki nógu erfitt uppdráttar hvað varðar fylgi?


Spilakassar reknir samkvæmt lögum - en ekki samkvæmt orðanna hljóðan í reynd?

Mikill þrýstingur er að hálfu talsmanna “spilakassavítanna” að  ná fram leyfi til að reka spilavíti í Mjóddinni. Fostjóri Happdrættis HÍ kom fram á Stöd 2 í gærkveldi þar sem hann sagðist ekki bera ábyrgð á staðsetningu kassanna. Spyrillinn spurði hann þá hvort stjórn háskólans veitti ekki leyfi samkvæmt lögum. Framkæmdastjórinn viðurkenndi  að háskólinn bæri ábyrgð samkvæmt orðanna hljóðan í lögum en ekki í reynd; þvoði hendur sínar fyrir framan alþjóð.

Erfitt fyrir ólögfróðann að skilja. Virðist í umræddu tilfelli vera sitthvað lög og réttlæti; að ekki sé nú minnst á siðferðileg sjónarmið. Í fréttaskýringu Mbl. í dag kemur m.a. fram að Reykjavíkurborg hafi orðið að greiða viðkomandi aðilum “spilakassavítanna” umtalsverðar upphæðir vegna úrskurðar kærunefndar skipulags- og byggingarmála Reykjavíkurborgar vegna synjunar um spilakassa.

Borgarstjórinn virðist standa illa að vígi samkvæmt framangreindu, sem að mati undirritaðrar er að reyna að verja rétt  íbúa borgarinnar til að ákveða hvort þeir vilja spilakassa, sem teljast má til almannaheilla. Virðist þurfa skýrari lög til að fylgja eftir samþykkt borgarstjórnar til að borgin þurfi ekki að greiða umræddum aðilum stórfé í skaðabætur fyrir að hafa bannað spilakassana auk þessa að verða að gefa umrætt leyfi.  

Þá kemur einning fram í Mbl að spilafíkn er vaxandi vandamál. Eru engin lög sem kveða á um að ekki megi hafa fé út úr fólki með vafasömum hætti? Ekki mega læknar gefa lyf sem valda fólki skaða eða dauða.  Undirritaðri er ekki kunnugt um að það sér viðvörun í spilavítunum þar sem greint er frá að spilakassar geti valdið spilafíkn og jafnvel sjálfsvígum. Nú er rétti tíminn til að setja mörkin um fjölda spilakassa; ekki sé siðferðilega rétt  að ganga framhjá vilja almennings í svo alvarlegum vanda sem spilavítin valda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband