Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.1.2007 | 17:30
Borgarstjórinn í Reykjavík - með góðan stjórnunarstíl.
Fróðlegt var að hlusta á minnihluta borgarstjórnar í Silfri Egils finna að stjórnunarstíl núverandi borgarstjóra. Valdið væri svo ólýðræðislegt, borgarstjórinn væri með alla þræði í höndum sér og lýðræðið takmarkað.
Ekki vantaði nú umræðurnar hjá R-listanum sáluga. Dagur B. Eggertsson var alltaf í umræðum og málin í skoðun. Fékk mikið rúm í fjömiðlum með sískoðun á borgarmálunum. Það má nefna flugvallarmálið, ýmis skipulagsmál o.s.frv. Alltaf voru málin í "lýðræðislegum farvegi," aldrei kom neitt út úr skoðuninni, skógurinn sást ekki fyrir trjánum.
Auðvitað þurfa borgarmál að fá umfjöllun frá sem flestum sjónarhornum þannig fæst oft besta úrlausnin. Það er samt óhjákvæmilegt að taka ákvörðun og hún verður sjaldan þannig að allir séu alveg sammála.
Undirritaðri finnnst það góður stjórnunarstíll hjá núverandi borgarstjóra að vilja hafa yfirsýn yfir borgamálin. Þá getur hann frekar tekið betri ákvörðun sem flestir geta sætt sig við.
Versta niðurstaðan er engin niðurstaða eins og alloft átti sér stað hjá R-listanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook
5.1.2007 | 10:11
Utanríkisráðherra: "Evran ekki ESB"
Utanríkisráðherra ræddi um stöðu Íslands gagnvart ESB í morgun hjá RUV og benti réttilega á að ekki væri nein samstaða hér á landi um inngöngu. Aftur á móti taldi hún að Ísland gæti hugsanlega staðið utan bandalagsins en tekið upp evruna, taldi það ekki fullreynt.
Það kveður við annan tón hjá Valgerði en fyrirennara hennar Halldóri, sem lýsti því yfir svona í kveðjuskyni fyrir skömmu að við ættum engan annan kost en að ganga í ESB. Undarleg yfirlýsing af hálfu Halldórs í ljósi þess sem Valgerður hafði að segja.
Helstu valdamenn Framsókanr hafa alltaf viljað ganga í ESB og Halldór verið talsmaður þeirra. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er undantekning enda verið ýtt við honum, fékk ekki einu sinni að taka formannsstöðuna meðan beðið var eftir kosningu formanns eins og kunnugt er.
Innganga í ESB er þverpólitískt mál hér á landi þótt bæði Halldór Ásgrímsson og Ingibjörg Sólrún hafi inngöngu að markmiðum sínum fyrir hönd sinna flokka. Hvað Halldór varðar þá er hann hættur en stefan hans í Evrópumálunum hefur áreiðanlega valdið minnkandi fylgi Framsóknar. Virðist vera að þeir sem ekki fylgja ESB á þeim bæ megi fara sína leið.
Fróðlegt verður að sjá hvernig Jón Sigurðsson spilar úr stöðunni. Enn sem komið er hefur hann verið varfærinn í umræðunni um ESB. Hvað varðar formann Samfylgingarinnar þá er flokkur hennar ekki á neinni stórsiglingu. Að mati undirritaðrar er þó sama staðan hjá Samfylgingunni og Framsókn að Ísland skal í ESB hvað sem það kostar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.1.2007 kl. 05:39 | Slóð | Facebook
4.1.2007 | 11:16
- Betri kjör eldri borgara eftir kosningar!
Margir eldri borgarar hafa ágæt kjör og verður vandratað meðalhófið ef kjörin verða bætt frekar. Kjarabætrurnar snúast um þá sem sjúkir eru, búa einir eða hafa litlar sem engar lífeyrissjóðsgreiðslur. Þá er það nánast mannréttindabrot að skerða svo laun vinnufærra eldri borgara að þeir geta ekki unnið þótt þeir gætu eða vildu.
Þjóðfélagið hefur vel efni á að bæta kjör þeirra sem verst eru settir; ef það ætlar að standa undir því að vera velferðarþjóðfélag fyrir alla.Kröfur eldri borgara nú eru aðeins toppurinn á ísjakanum á því sem koma skal í framtíðinni. Eldri borgar verða sífellt heilslubetri og meðvitaðri um kjör sín.Núverandi ríkisstjórn hefur bætt kjör eldri borgar nú fyrir kosningar en ekki nægilega. Þótt undirrituð telji sérframboð ekki vænlegt fyrir aldraða er það engu að síður neyðarúrræði þegar annað þrýtur. Enginn flokkur hefur betri aðstæður að lofa betri kjörum fyrir kosningar til þeirra sem verst hafa kjörin og standa við þau eftir kosningar en Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er er stærsti flokkurinn og telur undirrituð sterkar líkur til að hann muni leiða næstu ríkisstjórn eftir kosningar.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook
1.1.2007 | 23:42
Landsbjörg - meiri hugsjónir og eldmóður -
Fram hefur komið gagnrýni bæði hér í blogginu og fjölmiðlum að flugeldsala eigi að vera eingöngu á vegum Landsbjargar vegna þess hún sé hjálparsamtök. Undirrituð þekkti vel starfsemi Slysavarnafélags Íslands (sáluga) á dögum Hannesar Hafstein þáverandi framkvæmdastjóra. Hann ferðaðist óþreytandi um landið af eldmóði til eflingar og fræðslu slysavaranafélaginu. Var svo lánsöm að sitja hjá honum námskeið um meðferð brunasára og bjargaði það syni hennar frá því að hljóta varanlegana skaða af bruna.
Ekki skal dregið úr fjárþörf eða eigingjörnu starfi í þágu björgunarstarfa. Þó er ekki ástæði til að Landsbjörg fengi einkarétt á flugeldasölu. Að flugeldasalan verði fastar tekjur fyrir hana.Meðan Landsbjörg byggir starfsemina á frjálsu framlagi frá einstaklingum og fyrirtækjum geta hún ekki krafist einkaréttar á flugeldasölu frekar en annarri sölu. Það er á skjön við hugsjónina og getur dregið almennt úr framtaki og áhuga til að gefa og vinna fyrir Landsbjörgu eins og til var stofnað í upphafi.Nú er öldin önnur í slysavörnum, félagið komið með nýtt nafn, nýtt merki; ekkert mátti standa eftir um það sem eldri kynslóðir höfðu skapað og lagt í sölurnar. Veit að mörgum sárnaði umrædd rótarslit, sem voru óþörf að mati undirritaðrar þótt sameining væri af hinu góða. Hugsjónir og eldmóður eiga nú sem fyrr að vera drifkraftur í björgunarstarfsemi og fjáröflun Landsbjargar. Að mati undirritaðar hefur núverandi stjórn Landsbjargar fjarlægst of mikið þessi markmið.Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2007 kl. 15:04 | Slóð | Facebook
1.1.2007 | 22:06
Takk fyrir Stöð 2, - Björgvin, synfónían og söngfólk !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook
29.12.2006 | 07:43
Íþróttamaður ársins 2006
Undirrituð horfði með mikilli athygli á þáttinn, íþróttamann ársins í gærkvöldi. Myndbandið sem kynnti tíu efsta afreksfólkið sýndi afrekin í hnotskurn á skemmtilega hátt. Taldi þá að Sif Pálsdóttir, fimleikakona yrði fyrir valinu.
Fannst það mesta afrekið en hafði bara þessa viðmiðun frá áðurnefndu myndbandi af afreksfólkinu.
Veit ekki eftir hvaða reglum íþróttfréttaritarar fara. Guðjón Valur er frábær og óskar undirrituð honun til hamingju með titilinn. Samt fannst undirritaðri þetta afrek Sifjar vera afrekið á árinu samkæmt sinni upplifun.
Sif var ekki einu sinni ein af þremur efstu.
"Pældu í því" eins og unga fólkið segir stundum."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2006 kl. 18:20 | Slóð | Facebook
28.12.2006 | 17:38
Spilakassar um allan bæ/landið ekki vænlegur kostur.
Norðmenn eiga nýlegar rannsóknir um fjárhættuspil, sem geta verið vegvísir fyrir okkur hér á landi.
Þegar áróður fyrir frelsi í peningaspili hefst, er útgangspunkturinn og sterkustu rökin peningaspil er góð aðferð til söfnunar fyrir góðgerðarstarfsemi.
Norðmenn hafa leyft of mikið frelsi spilakassa í búðum og verslunamiðstöðvum, sem hafa þróast í lítil spilavíti. Frá árunum 1990 til 1999 jókst umfang spilakassa í Noregi um 4600 prósent, umfangið varð 47-falt.
Síðustu ár hafa Norðmenn leyft Norsk tipping, Rikstoto og privat selskap peningaspil á internetinu.
Nýjasta frelsi Norðmanna er fjárhættuspil í farsíma. Eftir hringingu úr farsíma fyrir kr.20n. kemur útdrátturinn eftir 20 sekúndur. Hægt er að tapa kr.4000n.,ca.45 þús.kr.ísl pr.klst.Enginn lokunartími netið og síminn alltaf opin. Nógir lánardrottnar til staðar með góða handrukkara." Umfang spilakassa í Noregi er 38% af peningaspili. Þar af hafa 85% orðið spilafíklar. Hestaveðhlaup,Oddesen og fotbaltipping eru 21% af peningaspili. Þar af hafa 45% orðið spilafíkn að bráð.
Í USA virðist frelsi í spilaiðnaðinum fara dvínandi. Aðal lögmaður þeirra hefur gefið út aðvaranir. Annars muni yfirvöld banna spilabransann. Lærum af sögunni og reynslu annarra þjóða, leyfum ekki spilakassa og áfengi í verslunarmiðstöðvum og sjoppum.
Fjáhættuspil þrífst á mannlegum veikleika, tekur oftast meira frá þeim fátæku, hið opinbera verður fyrir auknum útgjöldum vegna meðferðar og félagslegrar aðstoðar spilafíkla og fjölskyldna þeirra.
Vegna þagnargildis er ekki er sagt frá fjölskylduharmleikjum og sjálfsmorðum spilafíkla.
Ekki gott að lenda í svipuðum aðstæðum og norðmenn með spilakassana. Góðra gjalda vert að háskólinn afli sér tekna. Spilakassar um allan bæ/landið eru ekki vænlegur kostur fyrir samfélagið. Háskólinn hefur nú þegar nægilegar tekjur af happdrætti.
- Hér er vandratað meðalhófið -
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2006 kl. 15:25 | Slóð | Facebook
27.12.2006 | 07:07
Ísland og Evrópubandalagið - örþjóð langt norður í hafi -
Í þúsund ár hefur þjóðin þraukað af hungur og náttúruhamfarir í þessu kalda landi, lifði á því sem landið gat gefið, varð að ganga á landgæðin til þess að lifa af sem þjóð. Nú erum við þess megnug að skila landinu aftur eyðingu þess, þakka uppfóstrið með uppgræðslu, að varðveita auðlindir þess handa komandi kynslóðum. Varðveita það með því að vera áfram þjóð í þessu landi.
Sagan greinir frá útrás manna frá Íslandi sér til menntunar og þroska sem þeir færðu þjóðinni aftur heim til framfara. Menningararfur okkar skilaði einnig merkum arfi til baka; áttum sagnaritara og skáld á heimsmælikvarða þeirra tíma. Stórstígastar urðu framfarir þjóðarinna þegar útgerð kom til sögunnar. Nú býr velmenntuð kynslóð í landinu, útrás og tækniframfarir aldrei verið meiri. Fjármálafyrirtæki, listamenn og íþróttafólk skipa sér í fremstu raðir í heiminum.
Nútíminn á velgegni sína að þakka landinu og gjöfulum fiskimiðum, eljusemi liðinna kynslóða sem þraukaðu af alla erfiðleika. Kjölfesta okkar hlýtur enn að felast í landsins gæðum; sterkum landbúnaði og sjávarútvegi. Að fullnægja frumþörfum svo sem í mat og drykk verða ekki betur tryggð en að það sé framleitt í landinum sjálfu. Að fá nauðþurftir sínar af smjörfjallinu í Evrópu er ekki trygging til framtíðar. Ekkert sem bendir til að það yrði ódýrara þegar litið er til langs tíma.
Örþjóð norður í Atlanshafi hefur takmarkaða hagsmuni af inngöngu í Evrópubandalagið. Hún yrði að að eftirláta skrifræðinu í Brussel fiskimiðin til yfirráða, landbúnaður yrði rústaður til frambúðar.Ekki virðist samstaða meðal núverandi þjóða ESB í raun. Skrifræðið í Brussel telur sig ekki þurfa stuðning almennings heldur vill koma á samstöðu með handafli m.a evruna sem sameiginlega mynt.
Að lokum vill undirrituð gera orð Illuga Gunnarssonar í Fréttablaðinu 26. nóv.s.l að lokaorðum:
En vandinn er sá að þjóðir Evrópu eru ólíkar innbyrðis og það virðist sem svo að almenningur í Evrópu líti fyrst á sig sem Frakka, Ítali, Þjóðverja, Englendinga o.s.frv. löngu áður en kemur að einhvers konar sameiginlegri evrópskri sjálfsmynd. Þetta kom skýrt fram nú á dögunum þegar Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrárhugmyndir ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum. En sameiginleg evrópsk sjálfsmynd er forsenda þess að hægt sé að tala um evrópskt lýðræði sem væri grunnur þess að færa aukið vald til Brussel. Sameiginleg evrópsk sjálfsmynd þýðir meðal annars að það sé eitthvert bindiefni sem gerir íbúum Evrópu mögulegt að ræða saman út fyrir eigin landamæri, gerir þeim kleift að komast að sameiginlegri niðurstöðu í kosningum sem taka til allra þegna álfunnar.
Það virðist sem svo að þetta bindiefni sé til staðar hjá stórum hópi evrópskra stjórnmálamanna en því miður fyrir samrunahugmyndir þeirra þá virðist það bindiefni ekki ná til almennings. Aukið valdaframsal til Brussel án þess að til þess séu lýðræðislegar forsendur mun aldrei ganga upp. Þessi staðreynd stangast augljóslega á við þarfir evrunnar.
Í ljósi þess að EES samningurinn þjónar hagsmunum okkar vel er ástæða fyrir okkur Íslendinga að bíða rólegir og sjá hver þróun mála verður í ESB á næsta áratug eða svo.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2006 kl. 11:06 | Slóð | Facebook
24.12.2006 | 08:35
Gleðilega jólahátíð ágætu bloggarar - jólin eru ljósið í myrkrinu -
Nú styttist í hátíðina senn verður heilagt kl. sex eins sagt er. Allt hljóðnar og kyrrð færist yfir. Þá koma minningar upp í hugann hjá mörgum. Mér verður hugsað til bernskujóla minna í sveit. Er svo heppinn að eiga minningar sem gott er að hverfa til. Mín fyrstu bernskujól sem ég man eftir eru aftur í þann tíma þegar ekki var rafmagn Þeim tíma fylgdi oft myrkfælni, sem ég fór ekki varhluta af. Þorði ekki um hús að ganga eftir að myrkva tók nema hafa ljós í hendi.
Eitt kvöld var undantekning. Það var aðfangadagskvöld, þá var ég örugg, fannst að ekkert illt gæti verið á sveimi meðan Jesúbarnið væri gestur.
Jólaundirbúningur fór fram á heimilinu, allur bakstur og hreingerning, sem alltaf fylgdi mikil stemming. Allt varð að vera hreint og fágað. Mitt hlutverk var að fægja lampana og þótti mikið vandaverk. Á mannmörgu heimili var ekki gefið að allri ættu til skiptanna í rúmið. Það kom ekki að sök því hinn svokallaði fátækraþerrir eins og það var kallað kom alltaf á Þorláksmessu til að þurrka þvottin. Heilaxs heilagur Þorlákur þótti ekki bregðast.Undirbúningi lauk þegar hangiketið var soðið á Þorláksmessu.
Kl. sex á aðfangadagskvöld settust allir hreinir og prúðbúnir að jólaborðinu þar sem bæði rjúpur og hangiket voru á boðstólanum. Ekki voru jólagjafir margbrotnar, kerti og spil fastir liðir, ein bók á mann ef hægt var og þótti mikil stógjöf. Tilhlökkun jólanna samt engu minni en nú. Við áttum sannarlega gleðileg jól.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.12.2019 kl. 12:50 | Slóð | Facebook
23.12.2006 | 00:52
Þorláksmessa á vetur - skötuveisla hefur samfélagslegt gildi.
Þorláksmessa á vetur er í dag, dánardegi Þorláks helga Þórhallssonars Skálholtsbiskups. Þá var hangiketið soðið til jólanna á Þorláksmessu og smakkað lítillega. Almennara var að neyta fismetis, borða skötu eða harðfisk. Kann að hafa verið hversdagsmatur í þá daga fyrir jólahátíðina, verið leifar af af katólskri jólaföstu eða sérstakri Þorláksmessuföstu, segir Árni Björnsson í Sögu Daganna.
Vestfirðinar héldu tryggð við kæsta skötu og hefur sá siður breiðst út í landinu einkum á höfuðborgarsvæðinu. Má segja að skötuátið núorðið hafi samfélagslegt gildi, fjölskyldur og fyrirtæki stofna til skötuveislu á Þorláksmessu.
Þorlákur helgi biskuð var vinsæll af alþýðu manna. Taldi Eysteinn erkibiskup á víglsudegi Þorláks, hann hafa alla mannkosti er prýða átti biskup samkvæmt Páli postula: ... mildur og máldjarfur, ástsamur viður alþýðu en ávítasamur við órækna, og má það sjá að það er heilags manns að vera með þeim hætti. Spá Eysteins erkibiskups rættist. Þorlákur biskup varð helgur maður (Biskupasögur).
Skálholt var höfuðstaður í þá daga, kirkjan aðal stjórnkerfið og samfélagshjálpin. Þorlákur biskup góðgjarn við þurfandi enda ástsæll af alþýðu manna þótt hann væri stjórnsamur og strangur um siðsemi ekki síst við höfðingja á þeim tíma.
Þóttu áheit til Þorláks helga, að honum látnum, lækna bæði menn og skepnur og alla óáran. Varð hann helgur maður eftir dauða sinn. Kemur ef til vill nútímanum ókunnlega fyrir sjónir.
Víst er um það að minning Þorláks helga lifir með þjóðinni í skötuveislum hennar og vísar til ástsemi hans við alþýðu manna eins og áður var nefnt.
Stjórnmálamenn og stjórnendur mættu vel taka Þolák helga sér til fyrirmyndar í velferðarmálum nútímans.
Gleðileg jól
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2006 kl. 11:02 | Slóð | Facebook