Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.12.2015 | 09:06
Kristján Möller "úlfur í sauðargæru"?
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar talaði fullur vandlætingar á Bylgjunni í morgun um hvað kjör eldri borgara og öryrkja hækkuðu minna en hjá öllum öðrum í viðtali við fulltúra Framsóknar. Allt gleymt hvernig vinstrivelferðarstjórnin lækkaði kjör umrædds fólks, ekki nóg með það heldur rændi hún eignum eldri borgara með auðlindaskatti . Sama stjórn ætlað einnig að láta þjóðina greiða Icesave-skuldina með vöxtum upp á 300 milljarða. Kristján nefndi ekki heldur að Samfylkingin sat í hrunstjórninni þar sem hann sat sem ráðherra og átti sinn þátt í efnahagshruninu. Að framansögðu dettur tæplega nokkrum manni í hug að trúa málflutningi Kristjáns eða flokki hans í velferðarmálum.
Hins vegar verða eldri borgarar að fá hækkanir á borð við aðra í samfélaginu verður erfitt fyrir Bjarna Benediktsson að standa ekki við kosningaloforð um kjör eins og aðrir þjóðfélagsþegnar hafa fengið eftir yfirlýsingar sínar fyrir kosningar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook
30.11.2015 | 19:58
Hryðjuverk í París 1942
Tók á leigu mynd um útrýmingu Gyðinga í París 1942, eftir Bandarisk-Franska konu, byggða á sannsögulegum atburði. Átakanleg mynd, fjölskyldur með lítil börn voru send til Auschwicz í Þýskalandi og tekin af lífi í gasklefum alls sjötíu og fimm þúsund Gyðingar.
Lítil stúlka kemst undan upp í sveit þar sem góðhjartað fólk verður henni til bjargar síðar flyst hún til Bandaríkjanna og stofnar fjölskyldu .
Nýafstaðin hryðjuverk í París vekja til umhugsunar um hvort nú aftur séu á ferðinni ofstækisfullt fólk að koma af stað hatri; er leitt gæti af sér hræðilegt blóðbað þar sem saklausu fólki er fórnað rétt eins og í seinna stríði.
(Myndin heitir Sara´s Key)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook
28.11.2015 | 20:58
Fyrsti sunnudagur í Aðventu
Fyrsti sunnudagur í Aðventu er á morgun þá er kveikt á spádómskertinu sem táknar spádóm Biblíurnar um komu Krists.
Kristur gekk meðal þjóðar sinnar sem þátttakandi í samfélaginu í sorg í gleði. Þekkti einsemd og fátækt; allt mannanna böl.
Var ofsóttur sakir trú sinnar, að lokum niðurlægður og deyddur á krossi eins og tíðkaðist meðal sakamanna á þeim tíma.
Boðskapur Krists stendur engu að síður óhaggaður, sigurinn er hans þrátt fyrir allt. Hann niðurlægði sig fyrir alla menn til að hjálpa þeim með sigri sínum í dauðanum og upprisunni.
Lítil stund við kertaljós er mikilvæg í kyrrð - látum fallegar hugsanir líða um hugann ; Aðventan er góður undirbúningur undir jólahátíðina .
Eigið góða Aðventu
27.11.2015 | 11:22
Harmleikur - nauðgun sýknuð?
Móðir stúlkunnar er kærði fimm karlmenn fyrir nauðgun var í viðtali á 365 í gærkveldi; þar talaði skynsöm reið móðir - sagði frá málinu eins og dóttir hennar greindi frá. Kom fram að upplifun stúlkunnar væri að henni hefði verið nauðgað ekki falleg sagan um myndbandið frá atburðinum sem hún varð að horfa á en hafði lítið að segja í málsmeðferðinni.
Piltarnir voru sýknaðir samkvæmt laganna bókstaf eftir stendur reiði almennings dómur götunnar hefur verið kveðinn upp og má telja verri fyrir piltana en að játa brot sitt og iðrast gerða sinna eins og móðirin lagði til.
Réttvísin situr eftir með ásökun almennings fyrir getuleysi í dómsmálum kynferðisbrota getur ekki komið refsingu yfir svo alvarlegan glæp sem nauðgun er?
Tek undir með móðurinni: Piltunum er vorkunn að sitja uppi án sakfellingar því miður verður það þeim erfitt líf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook
26.11.2015 | 14:32
Schengen - upplýsingar takmarkaðar-
Takmörkun persónufrelsis er vissulega fórn á mannréttindum en öryggisleysi vegna ótta við hryðjuverk við heimili og fjölskyldur er staðreynd. Verra ef tekið yrði upp fyrirkomulagið í ríki fyrrverandi Sovét-kommúnista þar sem fólk var handtekið án dóms og laga eftir vísbendingum frá skósveinum kerfisins.
Engu að síður er lögregluvaldi takmörk sett og verður að teljast tímabundið neyðarúrræði.
Gagnagrunnur Schengen er nú talin gagnslaus að hindra för glæpamanna/ hryðjuverkamanna er hafa ESB-vegabréf eða gallalaus fölsuð skilríki; meðan svo er grípa þjóðir innan þess til eigin varna.
Hvernig ætlar ESB a bregðast við umræddri hryðjuverkaógn; ekki verður við unað af ríkjum Evrópu að búa við Schengen- landamæri þar sem því næst allir komast í gegnum fyrirhafnalaust?
Víðtæk völd til lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2015 | 23:06
Samfylkingin: Ísland í ESB?
Nú fann hinndeyjandi formaður Árni Páll Árnason Samfylkingunni gulrót sem dugir honum og flokknum til endurreisnar, ESB- aðild verður kosningamálið 2017; umsóknin frá velferðarstjórninni verður notuð sem gilt plagg þó ekki hafið þurft þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vinstri velferðarstjórnin, fyrrverandi þarf aðeins að komast til valda á ný að koma landi og þjóð undir erlent vald.
Þrátt fyrir útúrsnúning sendiherra ESB um áframhaldandi gildi aðildarsamningsins má fastlega gera ráð fyrir mótstöðu landsmanna með forsetann í fararbroddi.
Núverandi ríkisstjórn verður að taka af skarið og afturkalla umrædda umsókn og kefjast staðfestingar frá ESB; það mun festa núverandi ríkistjórn enn frekar í sessi ef hún klúðrar ekki málinu með loðnu orðalagi
ESB verður kosningamál 2017 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook
24.11.2015 | 11:15
Dómstóll götunnar - sívirk umræða?
Í lýðræðissamfélögum hljóta að kom fram mismunandi skoðanir áháð lögræðulegu áliti með löggjafann að baki sér; mannanna verk eru og verða aldrei fullkomin þó lög teljist.
Samfélagið reynir með menntun að gera einstaklinga sjálfstæða í hugsun og ófeimna að tjá sig. Siðfræði er viðurkennd fræðigrein og heldur fram boðskap með rökumstuddum samræðum og skoðunum um samfélagsmál er á rætur sínar í kristin gildi.
Hið umdeilda nauðgunarmál fellur undir siðfræðilega umræðu í fullum rétti; þar sem vettvangur almennings er til að tjá sig hvernig sem dómstólar dæma.
Frá siðfræðilegu sjónarmiði er það rangt að fimm karlmenn noti sér kynferðislega sextán ára stúlku hvort sem hún er drukkin eða ekki.
Þeir sem telja sig hafna yfir siðferðileg sjónarmið og kristileg gildi kalla álit almennings "dómstól götunnar með tilheyrandi lítilsvirðingu".
Dómstóll götunnar er ekki síður mikilvægur en dómstóll löggjafarvaldsins og vísbending um að siðfræðileg vitund er til staðar og á að vera sívirk í umræðunni; það er mergurinn málsins?
Mál Bigga löggu til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.11.2015 kl. 20:14 | Slóð | Facebook
23.11.2015 | 16:09
Flugvöllurinn verður í Vatnsmýrinni.
Tæplega hægt að telja ummæli Heiðu Kristínar Helgadóttur, Bjartri framtíð skynsamleg á Alþingi í dag telur hún að Reykvíkingar þurfi flugvallarsvæði til byggingar íbúða sér til sparnaðar vegna vinnu.
Hver er kominn til að tryggja nægilega vinna í 101 og næsta nágrenni til frambúðar?
Flugvöllurinn verður áfram í næstu framtíð þar sem hann er og óþarfi að ræða það meira. Borgin mun að öllum líkindum fara í skaðabótamál við ríkið en mun engu breyta flugvöllurinn er ekki að fara Vatnsmýrinni.
23.11.2015 | 15:09
Borarstjóri fari að lögum?
Ólöf Nordal tók röggsama og skynsamleg ákvörðun Reykjavík er höfuðborg þjóðarinnar og verður að fara að lögum. Ráðherrann hefur yfirumsjón með flugmálum og ber ábyrgð á stefnumörkun í samgöngum.
Ekki einkahagsmunamál meirihluta borgarstjórnar að deila og drottna með hvort landsmenn búi við sæmilegt flugöryggi og tengsl við höfuðborgina hvað varðar - aðgengi að sjúkrahúsi og ýmis konar álvörðunartöku í stjórnsýslu sem því næst öll fer fram í Reykjavík.
Ráðherra hafnar kröfu borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2015 | 23:24
Nauðgun kórónuð af réttarfarinu?
Óhugur grípur hugann að lesa niðurstöður dóms í þessu skelfilega nauðgunarmáli hvar er réttarfarið statt eftir þennan dóm- ná ekki lög og réttur til nauðgunar- eru dómarar ófærir um að komast að réttri niðurstöðu vegna þess?
Það er áríðandi að umræddu máli verði áfrýjað til Hæstaréttar fá endanleg dóm um hvort og lög og réttur ná ekki til sakfellingar. Málið er í lausu lofti piltarnar gætu kært stúlkuna fyrir sakfellingu enda hefur það komið til tals á netinu. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar; fólk með siðferðis- og réttlætiskennt mun bregðast við annað er óumflýjanlegt.
Nauðgunin virðist hafa verið kórónuð af Héraðsdómi?
Sýknaðir af hópnauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.11.2015 kl. 20:12 | Slóð | Facebook