Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.3.2011 | 15:08
''Gullastokkur velferðarstjórnarinnar''
Loksins þegar vinstri stjórnin komst að beið hún ekki boðanna hamaðist líkt og í akkorði í álagningu skatta til að sýna veldi sitt; engin markviss áætlun. Nú vaknar stjórnin upp við vondan draum ætlar að draga úr sköttum; - þarf að afla fylgis fyrir næstu kosningar. En skattpíningin ''gullastokkur velferðarstjórnarinnar'' mun seint gleymast þjóðinni; - enn og aftur má minnast á umhverfisskattinn á bensínið; óþarfan skatt er gerði lífsafkomu heimila ennþá verri en ella.
![]() |
Eigum að létta af ofursköttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2011 | 10:22
''Fiskimiðin - og krónan fjöregg/hlutabréf þjóðarinnar?''
Flökkustofnar og aðrir fiskistofnar eru mikil verðmæti; hvað Íslendinga snertir mikilvægasta auðlindin nú um stundir; ef þjóðin missir yfirráðin yfir fiskimiðunum verður ekki um efnahagslegt sjálfstæði að ræða. Örþjóðin í Norður- Atlandshafi mun hverfa af kortinu sem þjóð; án fiskimiða og annarra auðlinda. Allt er í heiminum fallvalt, fiskafurðir einnig, en tekist hefur að stjórna veiðunum nokkuð vel; - þarf samt alltaf að vera í endurskoðun. Kvóti og úthlutun hans er og verður staðreynd; frjálsar veiðar hvorki í úthöfum eða við strandlengjur ekki raunhæfur veruleiki.
Krónan og fiskurinn/auðlindir hugsuð í samhengi eru ekki minna verðmæti en hlutabréf í kauphöllum hvað sem líður áliti hlutdrægra matsfyrirtækja.
![]() |
Bregðast ókvæða við færeyskum makrílkvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2011 | 10:56
Neyslustýring óhjákvæmileg í skuldsettu þjóðfélagi
Hvað þýðir á mannamáli ef neyslustýringu verður hætt? Dæmi: Ef aukinn yrði bílainnflutningur er það flutningur gjaldeyris úr landi er fjármálakerfið/samfélagið má ekki við. Núverandi aðstæður kalla á aðhald sparnað og skynsamlega neyslu - og minnkandi skuldir. Ríkistjórnin hefur gengið fram í að hækka skatta á bensíni með umhverfisgjaldi er gerir ekkert annað en að auka verðbólgu og hækka skuldir almennings í landinu að óþörfu; hægt er að lækka bensíngjald um 10 kr. pr l. án skaða fyrir ríkið; gerir minna til þó gosdrykkir, vín og ávaxtasafi beri skatt, ekki bráðnauðslynleg vara; óheftur innflutningur gerir þjóðina endanlega gjaldþrota, verður að vera takmarkaður eins og ástatt er í samfélaginu.
Með of lágum stýrivöxtum verður sparnaður minni; eru röng skilaboð út í samfélagið á tímum aðhalds og skuldsetningar; stýrivextir verða að taka mið af þeim aðstæðum er nú blasa við; aðhaldi, sparnaði og skynsamlegri neyslu.
![]() |
Kasta krónunni og hætta neyslustýringu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook
13.3.2011 | 11:48
Laun slökkviliðsmanna tuttugufalt lægri en bankastjóra?
Slökkviliðið gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu bjargar mannslífum og verðmætum hvern dag; samt eru launin smánarlega lá eins og flestra þjónustustétta. Verðmætamat á launum er engan vegin á réttri leið meðan bankastjóralaun er tuttugufalt hærri en laun slökkviliðsmanna. Launamismunur á ef til vill rétt á sér í einhverjum mæli en fyrst þarf að ákveða laun í lægri kantinum áður en laun bankastjóra og annarra æðstu embættismanna eru ákveðin; fyrir utan há laun fá þeir dagpeninga, bílastyrki og skattafrádrátt á bókakaupum, fá frí frá störfum, oft á launum til að endurmennunar þurfa engu að kosta til sjálfir.
Menntun hefur verið mælikvarði hárra launa, svokölluð æðri menntun gefur hærri laun; er ef til vill löngu komin út fyrir raunveruleg takmörk; er ekki komið kapphlaup um menntunarstig, fá hærri og hærri gráðu til að komast í gott starf? Ef til vill er menntunarstigið komið út fyrir takmörk árangurs og þróunar í fræðastörfum -og rannsóknum er raunverulega gætu átt sér stað; eru hærri laun fyrst og fremst takmarkið?
![]() |
Heitt vatn lak við Laugardalsvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2011 | 06:47
Merkiskonur: Auður djúpúðga Ketilsdóttir flatnefs.
'' Auður Ketilsdóttir (um 830-900?) var þekktust þeirra íslensku kvenna sem fengu sess landsnámsmanna á Íslandi. Frá Auði er kominn mikill ættbogi á norrænum slóðum en hún var formóðir Laxdælu á Íslandi, Götuskeggja í Færeyjum og Orkneyjarjarla á Bretlandi. Auður lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og hélt ótrauð á vit ævintýra í nýju landi með alla fjölskyldu sínu. Hún er án efa ein merkasta kona fornaldar á Íslandi.''
''Þess má geta að Auður var langalangamamma Þorgeirs Ljósvetningagoða sem taldi árið 1000 að Íslendingar ættu að verða kristnir og halda friðinn.''
Heimild: Merkiskonur sögunnar. Kolbrún S. Ingólfsdóttir, 37-39, 2009.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:57 | Slóð | Facebook
11.3.2011 | 10:36
Borgarleikhúsið: Ofviðrið - misheppnuð leiksýning.
Undirrituð fór í Borgarleikhúsið í gærkveldi, sá Ofviðrið ; alltaf tilhlökkun að sjá sýningu í leikhúsi en nú brá svo við að vonbrigðin urðu mikil. Ofviðrið er ''brjáluð fanatsía'' hefur hvorki upphaf né endir; helst hægt að láta sér detta í hug fólk í ''brjáluðu eiturlyfjapartíi''. Ef hugsað er um sýninguna sem fantasíu um það sem gæti gerst en gerðist ekki; þá náði enginn leikari hlutverki sínu í túlkun; ekki einu sinni hinn frábæri leikari Jóhann Sigurðarson er getur leikið allan skalann - sorg og gleði, - hatur -fyrirgefningu.
Einn og einn hrossahlátur heyrðist í salnum frá ''nokkrum gáfanljósum'' er skildu ''listina'' svo vel í sýningunni; kuldalegt kurteislegt klapp eftir sýninguna, engin fagnaðalæti.
Leikurunum var vorkunn en héldu þó vel út alla leikssýninguna -og er afrek út af fyrir sig.
Leiksýningin skilur eftir vonbrigði - enga löngun að sjá sýningu í Borgarleikhúsinu alveg á næstunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook
10.3.2011 | 05:35
Búnaðrþing: Nei við ESB
Eftir síðari heimsstyrjöld stofnuðu ríki í Vestur- Evrópu Kola- og stálbandalagið til að eflast efnahagslega saman , Frakkar og Þjóðverjar voru áhrifamestir; markmiðið var einnig að efla frið og samstöðu umræddra ríkja, árið 1957 var Rómarsáttmálinn gerður, þá varð til Efnahagsbandalag Evrópu og Kjarnorkubandalag Evrópu er var sjálfstæð stofnun, árið 1967 voru þessar stofnanir sameinaðar og varð Efnahagsbandalag Evrópu (EBE); með Maastrichtsamningnum 1991 var Evrópusambandið formlega til (ESB) síðan kom sameiginleg mynt EVRAN 2002, sambandið stækkaðu jafnt og þétt og er nú 27 ríki.
Atvinnuleysi eykst í sífellu í ESB- löndunum, allt upp í 20% í sumum löndum, óstjórn er í peningamálum, enginn veit hver verða afdrif Evrunnar að reyna að hjálpa þeim ríkjum er verst standa en þau eru mörg. PIGS: Portúgal, Írland, Grikkland og Spánn eru oftast nefnd til sögunnar, verða enn fleiri innan tíðar.Markmiðin um frið og sameiginlegan góðan efnahag hefur misst markmið sitt,villst af leið, lýðræði í raun lítið sem ekkert meðal ríkjanna sjálfra.
Breyttar aðstæður í heiminum eru skammt undan, fyrirsjáanlega þurrð á auðlindum jarðar, fjölgandi fólki og fæðuskortur/vatnsskortur. Ísland býr yfir dýrmætum auðlindum til lands og sjávar, siglingaleið um norðurhvel kann að opnast er gjörbreytir stöðu landsins; umtalsvert hagsmunamál fyrir ESB að eiga ítök með inngöngu íslensku þjóðarinnar.
Grænland fékk heimastjórn frá Danmörku 1979 og yfirgaf Efnahagsbandalagið í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama eiga Íslendingar að gera; örríki norðursins eiga ekki heima í risaveldi ESB í dag; en hvers vegna? Vegna þess þótt ESB-löndin telji nú um fimm hundruð milljónir íbúar; miðstýrir fámenn skrifstofuklíka í Brussel er raunverulega stjórnar málum þjóðanna . Staða okkar er afar erfið vegna smæðar okkar - og mikilla auðlinda en verður ekki leyst með inngöngu í ESB heldur að eiga samleið með ríkjum norðursins - ekkert liggur á ef þjóðin ber gæfu til að losa sig við gerspillta stjórnmála- og embættismenn er vilja komast í býrókratið/embættismannavaldið í Brussel, hunsar hagsæld fyrir almenning er sífellt verður fátækari innan ESB; er átti að verða ríki velferðar og jafnræðis.Bændasamtökin hafa rétt fyrir sér við eigum ekki heima í ESB; en getum eftir sem áður verið í góðu samstarfi eins og alltaf hefur verið síðan í árdagá íslensku þjóðarinnar.

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook
9.3.2011 | 10:30
Vel rekin fyrirtæki fá milljarða lán erlendis
Þrátt fyrir allan hræðsluáróður ríkistjórnarinnar, bankanna - og seðlabankastjóra um ekkert lánstraust erlendis og fyrirsjáanlega hækkun skuldaálags vegna óleystra samninga við Breta og Hollendinga, Icesave III; þá getur íslenskt fyrirtæki samið um 27milljarða lán. Össur virðist vel rekið fyrirtæki, stendur fyrir sínu á erlendum fjármálamarkaði þrátt fyrir mikið almennt vantraust á íslenskum bankamönnum, erlendis.
Hvers vegna þennan hræðslu áróður án frambærilegra skýringa- sérstaklega seðlabankastjórans; hann verður að útskýra á mannamáli fyrir almenningi hvers vegna hann fylgir eftir hræðsluáróðri ríkisstjórnarinnar; er hann virkilega undir pólitískum hæl gagnslausar ríkisstjórnar?
![]() |
Össur semur um endurfjármögnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook
8.3.2011 | 21:01
''Stóri dómur kveðinn upp''
Þá hefur ''Stóri dómur'' verið kveðinn upp, orð Sigurðar Líndal verða tæplega véfengd, stjórnlagaþing er endanlega blásið af. Sannarlega ekki gæfuspor að hafa umdeilda stjórnlaganefnd, þegar flestar reglur hafa verið fótumtroðnar í fjármálakerfinu, - jafnvel braut ríkisstjórnin stjórnarskrána og Alþingi með Icesavesamningi III; ekki er heimilt að leggja skatta á nema í fjárlögum og fjáraukalögum: Alþingi samþykkti óútfylltan víxil handa þjóðinni til greiðslu en forsetinn vísaði til þjóðarinnar.
Sigurður Líndal, prófessor var einn þriggja lögmanna er dró í efa Icesavesaming II, hann væri á skjön við stjórnarskrána; þjóðin felldi þann samning eins og kunnugt er fyrir ári síðan; vonandi fer Icesave III sömu leið í komandi kosningum 9. apríl.
Hámark lögleysunnar verður ef þjóðin gengur líka þvert á stjórnarskrána og samþykkir lögin; getur dregið illan dilk á eftir sér; orðið erfiðara í framtíðinni að framfylgja lögum vegna skorts á siðferði og réttlætiskennd.
![]() |
Tillagan á mjög gráu svæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.3.2011 kl. 01:30 | Slóð | Facebook
8.3.2011 | 08:01
Ríkið græðir - almenningi blæðir
Vonandi tekst að knýja velferðarstjórnina til að lækka skattaálögur á bensín/olíur; enn hækka lánin og verðlagið, á að setja öll heimili á vonarvöl? Verður að draga saman í vegakerfinu sleppa framkvæmdum sem geta beðið; fækka sendiráðum og minnka hlunnindi og utanlandsferðir ríkisstarfsmanna; engin ástæða að ráðast eingöngu á sjóðmenn og taka af þeim hlunnindin.
Ótrúlegt gerræði ríkistjórnarinnar að setja umhverfisgjald á bensín nú í kreppunni fyrir utan aðrar álögur.
![]() |
Enn hækkar eldsneytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |