Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.6.2010 | 21:47
Stórþjóðir í Evrópu - sýna lélegan fótbolta?
Var svo óheppin/ heppin að slasast á fæti fyrir u.þ.b tuttugu árum í leiðindum fór ég að horfa á heimmeistarakeppni í knattspyrnu síðan horft á allar heimsmeistarakeppnir en hef lítið vit á fótbolta. Finnst hann frekar leiðinlegur ekki síst fyrir hvernig allir fjölmiðlar yfirfylla alla fréttatíma með knattspyrnu/handbolta aðallega íslenskum lélegum bolta.
Nú ber svo við í þessari heimmeistarakeppni að Evrópuliðin eru léleg virðast hafa reiknað með yfirburðum án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því. Út yfir tók í kvöld, Englendingar spiluðu ekki samstilltan leik og höfðu eiginlega allt á hornum sér. Rooney besti knattspyrnumaður heims að vestrænar frétti herma; bestur þeirra Englendinga hreyfðist varla úr sporunum fýldur á svip.
Englendingar, Spánverjar og Þjóðverjar verða varla heimsmeistarar, vonandi ekki, þessar þjóðir spila ekki af öllu hjarta fyrir þjóð sína eru líklega alltof miklir atvinnumenn til þess.
![]() |
Markalaust hjá Englandi og Alsír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2010 | 21:34
Forsætisráðherra: "Jón Sigurðsson forseti við Dýrafjörð"
Öllum getur orðið á mismæli en leiðrétta strax eða síðar, Jóhanna forsætisráðherra leiðrétti ekki mismæli á þjóðhátíðarávarpinu fyrr í dag við endurflutning nú í kvöld um að telja Jón forseta til Dýrafjarðar, sjónvarpið baðst ekki velvirðingar ef um myndband var að ræða. Flestir af kynslóð Jóhönnu forsætisráðherra eru vel meðvitaðir um Jón forseta frelsishetju okkar enda haldið mjög á lofti í skólanámi áður fyrr.
Ef ræðan er samin fyrir forsætisráðherra eins og tíðakast fyrir Bretadrottningu þá er kunnátta stjórnarráðsins í sögu og landafræði vítaverð samt ætti Jóhanna að hafa séð villuna eflaust hefur ræðan verið henni sýnd til álits áður en endanlega var gegnið frá ávarpinu til þjóðarinnar.
Gott á meðan hún fer ekki með Jón forseta til Brussel á tvö hundruð ára minningu hans að ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2010 kl. 07:04 | Slóð | Facebook
17.6.2010 | 16:05
Kristbjörg Kjeld - til hamingju!
Kristbjörg Kjeld er vel að heiðursverðlaunum komin; auk hlutverksins Hænuungunum hefur hún verið vinsæl leikkona um langan aldur. Eftirminnileg í 79af stöðinni á árum áður er Kristbjörg lék eitt aðalhlutverkið á móti Gunnari Eyjólfssyni. Nú síðast sló hún í gegn með myndinni Mamma Gógó þá löngu orðin eldri iborgari, ógleymanleg tjáning á Mömmu Gógó.
Til hamingju Kristbjörg Kjeld leikkona.
![]() |
Kristbjörg Kjeld borgarlistamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook
17.6.2010 | 10:39
Jón forseti: "Vér mótmælum allir"
Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón Forseti, var helsti leiðtogi Íslanendinga á 19.öld. Fæðingardagur hans 17. Júní (1811) er þjóðhátíðardagur íslenska lýðveldisins. Danakonungur afsalaði einveldi árið 1848, við það tækifæri ritaðir Jón Sigurðsson hugvekju til Íslendinga, hvatti þá til baráttu fyrir sjálfstæði. Taldi forsetinn að nú væri Ísland sjálfstætt ríki , líkt og fyrir Gamla sáttmála er þá lenti Ísland undir Noregskonung. Á þjóðfundinum lagði hópur Íslendinga fram mótfrumvarp við frumvarpi Danakonungs um stjórnskipun Íslands. Trampe stiftamtmaður Danakonungs neitaði frumvarpinu framgöngu en Jón forseti brást við og mótmælti með hinum fleygu orðum: Vér mótmælum allir; undir tóku með Jóni forseta allir viðstaddir íslendingar .
Eftir það varð Jón forsetu óumdeildur leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar.
16.6.2010 | 08:37
Hanna Birna - línudans í nafni samvinnu
Svo sem allt í lagi fyrir Hönnu Birnu að taka þennan línudans mun ekki skaða vinsældir hennar - nú er það Samfylkingin er axlar ábyrgðina í borgarstjórn getur ekki komið sér undan líkt og flokkurinn gerir í ríkisstjórninni; eins og hann hafi aldrei borið neina ábyrgð í hruninu sem annar stjórnarflokkurinn þá.
Efast ekki um að línudans Hönnu Birnu verður með meiri heilindum en línudans Ögmundar Jónassonar þar sem tilgangurinn virðist vera til þess eins að skjóta sér undan merkjum til að halda andlitinu.
![]() |
Hanna Birna kjörin forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2010 | 13:09
Forsætisráðherra tekur til hendinni
Ekkert sjálfsagðara en að rannsaka einkavæðingarferlið nánar þó ekki væri til annars en betur kæmi í ljós áherslur Samfylkingar að einkavæða bankana. En á ekki að rannsaka fall sparisjóðanna, hvað með tap lífeyrissjóðanna; fréttir herma að tap þeirra sé 500 til til þúsunda milljarðar eða meira; nauðsynlegt að fá rétta upphæð upp á yfirborðið sem allra fyrst.
Forsætisráðherra þarf að skapa sér varanlegt nafn er minnst verður í sögunni með virðingu, að hún sé ekki eingöngu ein af hrunráðherrunum er enn situr aðgerðarlítil við völd; í skjóli þeirra er minna mega sín.
![]() |
Einkavæðing bankanna rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook
15.6.2010 | 00:18
Vandi Sjálfstæðisflokksins: - endurreisn innanfrá
Vel má taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um svikin loforð og verkleysi núverandi ríkistjórnar, vantraust á Alþingi og stjórnkerfi fer einnig vaxandi. Formaður stærsta flokksins í landinu ætti að hafa góða stöðu til að snúa þróuninni við en hefur hann það? Ótæpilegir styrkir til framboðs innan flokksins um tugi milljóna veikir mjög stöðu hans. Verði ekki tekið á þeim málum innan Sjálfstæðisflokksins á komandi flokksþingi mun stjórn landsins með Sjálfstæðisflokkin innanborðs ekki njóta trausts þjóðarinnar í framtíðinni.
![]() |
Verkleysi, svik og vantraust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2010 | 23:58
Hvað er að takast - er Steingrímur í glerhúsi?
Hvaða verkefni er að takast er fjármálaráðherra lagði til grundvallar á Alþingi í kvöld? Tveir flokkar sitja við völd er hafa fyrst og síðast kennt sig við félagshyggju og jöfnuð en er fjarri lagi. Ríkistjórnin hefur fáum markmiðum náð nema að íþyngja almenningi með sköttum er engum tilgandi þjónar. Má nefna sérstaklega bensínskatt vegna umhverfisverndunar (7kr. pr.l.) er engin ástæða var til nema skerða lífskjör almennings að óþörfu.
Hver er stefna ríkistjórnarflokkanna í raun? Þorleifur Gunnlaugsson fráfarandi borgarfulltrúi Vinstri grænna lýsir ástandinu vegna fylgistaps flokksins hárrétt:"Okkar forysta samanstendur af millistéttarfólki og háskólafólki, sem hefur það ágætt og hefur misst tengslin við alþýðuna. Þá vill það verða að fólk fer í glerhús og hefur ekki þessi beinu tengsl við alþýðu manna er berst í bökkum. Það er okkar stærsta vandamál"; sama er að segja um Samfylkinguna.
Háskólamenntun er grundvallarstoð íslensks samfélags en hefur snúist upp í of marga skóla, getur endað með skelfingu fyrir þjóðina ef ekkert verður að gert. Við þurfum ekki sex eða átta háskóla til framleiðslu á hagfræðingum,lögfræðingum, viðskiptafræðingum og jafnvel í greinum hugvísinda nema þá siðfræði.. Við þurfum víðtæka menntun, hlúa þarf að verkmenntun til undirstöðu fyrir þá hugmyndasköpun er nú á sér stað til enn meiri verðmætasköpunar.
Framangreind staða hefur aukið vantraust þjóðarinn á stjórnmálum, virðist fara sívaxandi; þessir tveir flokkar hafa svikið sig inn í stjórn landsins með fagurgala og falsi. Er ekki mál að linni?
![]() |
Verkefnið er að takast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2010 | 09:07
Þjóðhátíðin út í Viðey - almenningur - og forsetinn útilokaðir
Í upphafi skyldi endirinn skoða hvaða afleiðingar hefur það að vera með óbeinar hótanir til almennings um að loka Dómkirkjunni; örvæntingarfull tilraun stjórnvalda að loka sig inni í glerhúsi; magnar aðeins upp óvild og reiði almennings er nóg er af fyrir. Ef stjórnvöld hafa rökstuddan grun um mótmæli á þjóðhátíðinni þjónar það engum tilgangi að loka Dómkirkjunni.
"Er ekki "skynsamlegast að þjóðhátíðin" verði flutt út í Viðey, allar siglingar bannaðar í tilefni dagsins? Síðan verði þjóðhátíðinni/hátíðarhöldunum sjónvarpað/útvarpað, viðeigandi glansmynd af átstandinu kynnt svo sem eins og flagga Evrópufánanum í tilefni dagsins með viðeigandi lofræðu Jóhönnu/Samfylkingar um væntanlega inngöngu; "í ró og næði í bili"- Steingrímur situr við fótskör forsætisráðherra og "klappar til samþykkist fyrir þjóðina". "
"Forsetanum verði að sjálfsögðu ekki veittur aðgangur"
![]() |
Biskup andsnúinn lokun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook
11.6.2010 | 06:47
Dimmt ský yfir landsfundi?
Erfitt verður fyrir Hönnu Birnu að taka ákvarðanir um framboð fyrr enn andrúmsloft landsfundar kemur í ljós gæti allt eins orðið formannsslagur. Kristján Þ Júlíusson kemur tæpast til greina eftir hrakfarir flokksins í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri. Styrkjamál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar munu varpa dimmu skýi á landsfundinn gerir flokknum erfitt um vik að halda forystuafli í íslenskum stjórnmálum.
Mörgum í fersku minni hið dæmalausa viðtali í Kastljósi RÚV við Guðlauf Þór um 25millj. kr styrkina er hann fékk til að ná prófkjöri; rökin voru aðallega "það var löglegt þá" hvort um siðblindu gæti verið að ræða kom ekki til álita.
Formaðurinn Bjarni tekur ekki á málinu, vill hann það ekki eða getur/þorir hann ekki að taka á þessu ógeðfelda máli?
Almennar vinsældir Hönnu Birnu eru óumdeilanlegar og getur hún borið höfuðið hátt þrátt fyrir tap Sjálfstæðisflokksins í borginni.
![]() |
Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook