Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.1.2010 | 21:17
Endurskoðun stjórnarkrár
Ekki annað í stöðunni en samþykkja lög um þjóðaratkvæði hins vegar er nauðsynlegt að endurskoða stjórnarskrána sem allra fyrst og skýra ótvírætt málsskotsrétt forseta og þjóðaratkvæði svo ekki verði um deilt.
Erfitt verk eða borin von: lögspekingar, stjórnmálafræðingar síðast ekki síst Alþingi sjálft geti komið sér saman um, í sem stystu máli, hvernig stjórnarskráin á að verða. Hugmynd að stjórnlagaþingi þarf að þróa og fá fram rágefandi hugmyndir frá grasrótinni til að leggja grunninn.
Þá þurfa að koma að góðir sérfræðingar í íslensku máli; óhugsandi að stjórnarskráin verð samin á óskiljanlegu lögfræðimáli sem hægt yrði að toga og túlka endalaust.
![]() |
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook
8.1.2010 | 09:32
Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri í Kópavogi
Hver leiðir lista Sjálfstæðismanna í vor hlýtur að verða til lykta leitt í prófkjöri þar sem málefni frambjóðenda verða sett á oddinn. Undirrituð hefur ávallt stutt Gunnar Birgisson í bæjarstjórnarkosningum, óumdeilanlegt að hann hefur staðið fyrir stórstígum framförum Kópavogsbæjar síðan hann varð bæjarfulltrúi og bæjarstjóri. (er ekki í Sjálfstæðisflokknum)
Eftirfarandi er af bloggsíðu minni 6. janúar:
Gunnar Birgisson skrifar athyglisverða grein í Mbl. í dag þar sem hann greinir frá, að nú skuli eldri borgarar greiða fyrir sund samkvæmt fjárhagsáætlun ,2010. Hefur ekki nóg verið gengið að lífskjörum eldri borgara með skerðingu lífeyris með þegjandi samkomulagi ''velferðarstjórnar'' Steingríms og Jóhönnu?
Auðvelt að ganga að eldri borgurum þar sem þeir hafa ekki bein hagsmunasamtök geta illa borið hönd fyrir höfuð sér.
Eldri borgarar þurfa að hugsa ráð sitt ef þeir verja ekki rétt sinn mun það leiða til smánarkjara ; þá er barátta fyrir núverandi hagsmunum einnig barátta fyrir kynslóðir sem á eftir koma. Engin lausn á rekstri bæjarsjóðs að ráðast að kjörum eldri borgara auk þess siðferðilega rangt og gefur vond skilaboð út i samfélagið.
Samkvæmt grein Gunnars mun hann ekki samþykkur framgreindri aðför að eldri borgurum; undirrituð skorað á eldri borgara að standa með Gunnari Birgissyni ef hann býður sig fram í komandi bæjarstjórnarkosningum í vor.
![]() |
Bæjarstjóri ekki í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook
7.1.2010 | 10:02
Kobrún Bergþórsdóttir - rakalaus þvættingur um forsetann
Undirrituð hefur ekki verið stuðningsmaður forsetans hingað til en lágkúruleg grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur á ritstjórnarsíðu Mbl í dag gefur tilefni til að forsetinn fái réttláta og rökfasta umræðu um höfnun á lögum um Icesavesamningana.
Alvarlegt hagsmunamál, skuldastaða þjóðarinnar var komin í pólitískt öngstræti bæði af stjórn og stjórnarandstöðu; samningsstöðu Íslands átti að binda með lögum þar sem hagsmunir Breta og Hollendinga voru í fyrirrúmi; en réttur þjóðarinnar fyrir borð borin.
Heimild forsetans er skýr samkvæmt stjórnarskrá og engin önnur ráð voru til að mati undirritaðrar fyrir forsetann en að hafna umræddum lögum. Stjórnmálastéttinni er hollt að horfa inn á við og gleyma ekki að hún á að hafa hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi en ekki flokkshagsmuni.
Krafa Breta og Hollendinga getur varðað þjóðarhagsmuni þar sem skuldastaða þjóðarinnar er ekki ljós.
Grein Kolbrúnar í Mbl í dag persónulegur rakalaus áróður um forsetann hvað sem líður mistökum hans í dekri sínu við útrásarvíkinga. Ekki eru öll kurl komin til grafar hverjir studdu fjármálaveldi einkabankanna og úrás þeirra; fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er ekki undanskilin þegar svikamylla íslenska fjármálaveldis einkabankanna stóð í sem mestum blóma.
Grein Kolbrúnar á ekki erindi inn á ritstjórnarsíðu Mbl
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook
6.1.2010 | 23:38
Steingrímur móðgaður
Viðtalið við Steingrím var ekki rismikið sýndi fremur beygðan mann er hafði gert allt sem mögulegt var í ellefu mánuði; svo kom forsetinn og eyðilagði allt. Hvaða allt, samninganefnd Steingríms náði ekki góðum samningi, loksins er hann sjálfur að fara erlendis og ræða málin. Hefði geta sleppt bréfinu til forsetans (þeirra Jóhönnu) og nýtt tímann til að kynna stöðu Íslands við erlenda fjölmiðla.
Satt að segja voru þau Jóhanna og Steingrímur eins og ''móðgaðir smákrakkar'' þegar forsetinn tilkynnti neitun undirskrifta Icesavelaganna. Sama er að segja um Össur utanríkisráðherra er hætti við að verða forsetanum samferða til Indlands.
Ef litið er til baka orkar það tvímælis hvernig ríkisstjórnin hefur staðið sig í samningum við Breta og Hollendinga; má ekki sækja málið með festu vegna þess að það styggir ESB-umræðuna?
![]() |
Ákvörðun forsetans vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2010 kl. 09:26 | Slóð | Facebook
6.1.2010 | 20:41
Rúv skautar framhjá sannleikanum?
Þessi skoðanakönnun Gallups var fyrsta frétt sjónvarpsins í kvöld sett fram með hlutdrægum hætti. Ekki minnst einu orði á að 36,5% hefðu ekki svarða í könnuninni; hvers vegna skautar fréttastofan framhjá öllum sannleikanum, fyrir hverja er slíkur áróður í ríkisfjölmiðli?
![]() |
Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2010 | 15:25
Kópavogsbær seilist í vasa eldri borgara
Gunnar Birgisson skrifar athyglisverða grein í Mbl. í dag þar sem hann greinir frá, að nú skuli eldri borgarar greiða fyrir sund samkvæmt fjárhagsáætlun ,2010. Hefur ekki nóg verið gengið að lífskjörum eldri borgara með skerðingu lífeyris með þegjandi samkomulagi ''velferðarstjórnar'' Steingríms og Jóhönnu?
Auðvelt að ganga að eldri borgurum þar sem þeir hafa ekki bein hagsmunasamtök geta illa borið hönd fyrir höfuð sér.
Eldri borgarar þurfa að hugsa ráð sitt ef þeir verja ekki rétt sinn mun það leiða til smánarkjara ; þá er barátta fyrir núverandi hagsmunum einnig barátta fyrir kynslóðir sem á eftir koma. Engin lausn á rekstri bæjarsjóðs að ráðast að kjörum eldri borgara auk þess siðferðilega rangt og gefur vond skilaboð út i samfélagið.
Samkvæmt grein Gunnars mun hann ekki samþykkur framgreindri aðför að eldri borgurum; undirrituð skorað á eldri borgara að standa með Gunnari Birgissyni ef hann býður sig fram í komandi bæjarstjórnarkosningum í vor.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook
6.1.2010 | 01:33
Ríkisstjórn á brauðfótum
Vonandi eru þingmenn og ráðherrar búnir að jafna sig eftir skilaboðin frá forsetanum og standi saman um að kosning fari fram sem allra fyrst; engar ''maraþonumræður'' um setningu lagaramma um framkvæmdina.
Skipa þarf nýja nefnd til að ná samningum við Breta og Holllendinga, faglega ópólitíska nefnd, Svavar Gestsson og Indriði aðstoðarmaður fjármálaráðherra voru ótrúverðugir frá upphafi, pólitískir varðhundar ríkisstjórnarinnar er aldrei höfðu möguleika að hafa traust almennings í landinu; nefndin í heild pólitískt úr ranni ríkisstjórnarinnar.
Nú stendur ríkisstjórnin á brauðfótum og getur sjálfri sér um kennt; sá veldur er á heldur.
![]() |
Ræða framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2010 | 16:32
Samfylkingin í fjötrum eigin ábyrgðarleysis - utanþingsstjórn?
Samfylkingin sat við völd er hrunið varð en hefur ekki axlað ábyrgð bankahrunsins, situr samt við völd í skjóli Vinstri grænna og tveggja utanþingsráðherra; látið sem minnst á sér bera en Steingrímur J. Sigfússon verið leynt og ljóst talsmaður fyrir báða flokkana.
Össur utanríkisráðherra verið á þönum erlendis leynt og ljóst að koma þjóðinni í Evrópusambandið.
Óbein skilaboð forsetans eru að stjórnmálamenn standi saman um samninga um Icesavemálið þar er Samfylkingin ekki undanskilin.
Ef það reynist ekki hægt hlýtur að koma til álita að forsetinn myndi utnaþingsstjórn.
![]() |
Stjórnarflokkar á rökstólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook
5.1.2010 | 13:12
Hugrakkur forseti þjóðarinnar- kærar þakkir
Forsetinn sýndi hugrekki, telja má víst að hann hafi sameinað þjóðina að baki sér í þessari erfiðu Icesavedeilu/milliríkjadeilu við Bretland og Holland gæti mjög líklega gert samningsstöðu þjóðarinnar betri sérstaklega ef Norðurlönd sýndu vilja að koma inn sem sáttasemjarar; Það gerðu Norðmenn í þorskastríðinu.
Undirrituð sendi sínar persónulegu þakkir til forsetans fyrir að skera á hnút Icesavemálsins; um leið óábyrgra átök alþingismanna/ríkistjórnar um svo alvarlegt mál þar sem þörf er á allri samstöðu þjóðarinnar.
Nú getur þjóðin vonast eftir bættu siðferði í stjórnsýslu og stjórnmálum þar sem hagsmunir þjóðarinnar ráða för en ekki að stjórnsýsla/stjórnmálamenn drottni og deili í krafti sundurlyndis og flokksskírteina.
![]() |
Staðfestir ekki Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook
3.1.2010 | 15:18
Skósveinar
Þingmaður Samfylkingar lætur sig ekki muna um að fara með ósannindi ef það gæti þjónað Samfylkingunni, sama er að segja um Björn Val Gíslason. Hvers vegna slær RUV upp ummælum Björns, að lánshæfismat Íslands muni versna ef forsetinn skrifar ekki undir Icesavelögin er hann sérstakur sérfræðingur í fjármálum erlendis? Ísland hefur ekki lánstraust nema á okurvöxtum hvort sem er, samningstaða þjóðarinnar gæti orðið betri ef forsetinn skrifar ekki undir lögin.
Engin má hafa skoðun á Icesavemálinu hvorki samtök eða einstaklingar; jafnvel vel fer Ólína með ósannindi til að þjóna hagsmunum Samfylkingar og erlendu valdi.
Ólína og Björn (''vinstri grænn'')virðast fremur vera skósveinar erlends valds/ stefnu Samfylkingar, hagsmunir Íslands ekki í fyrirrúmi
Undirrituð telur að framangreindir þingmenn muni ekki verða til langframa á Alþingi.
![]() |
Kannast ekki við fjöldapóst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |