Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.1.2010 | 14:15
Tekur forsetinn pólitíska afstöðu?
Í upphafi skyldi endirinn skoða, spakmæli er kemur upp í hugann, forsetinn gaf fordæmi með höfnun undirskriftar laga fjölmiðlafrumvarpsins þar sem telja má forsenduna fyrst og fremst pólitíska afstöðu hans.
Nú er komin ný beiðni á nýjum forsendum að skrifa ekki undir Icesavelög ríkistjórnarinnar, ekki virðist þörf á þeim lögum þar sem önnur eru í gildi frá í sumar og náðist samstaða um á Alþingi.
Samkvæmt framagreindu mun þá forsetinn skrifa undir frá pólitísku sjónarhorni sínu eða lítur hann á sig sem forseta þjóðarinnar en þá mun hann hafna undirskrift?
![]() |
Fundi lokið á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2010 | 13:35
Forsetinn: ''siðferðileg gildi og þjóðarvilji''
Þá hefur forsetinn flutt boðskap sinn á nýársdag, rökrétt er að álykta samkvæmt honum að hann muni hafna undirskrift laga um Icesavesamningana; þar sem hann taldi að stjórnkerfið hvíldi á þjóðarvilja og betri siðferðilegum gildum.
Fullreynt er nú að stjórnmálaflokkar geti leyst efnahagslegan vanda þjóðarinnar; afar brýnt að fá utanþingsstjórn meðan væntanleg rannsóknarnefnd alþingis er að störfum um efnahagshrunið/bankahrunið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2010 kl. 12:31 | Slóð | Facebook
4.12.2009 | 13:08
Ólína: - einungis valdboð á Alþingi?
Dæmigerð afstaða forystu Samfylkingarinnar ef reglur eða lög henta ekki flokknum og stefnu hans, þá er bara að afnema þau, Ólína hætti fyrir skömmu á Mbl-blogginu, hvers vegna, nýi ritstjórinn hentaði ekki hennar skoðunum; tæplega sæmandi menntakonu/manni að vilja heldur ná málum fram með yfirgangi og ólögum heldur en af sanngirni og rökvísi?
![]() |
Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 11:54
Vond staða - vond rök
Hvers vegna henta ekki sumir kostir? Auðvelt að ákveða af meirihluta ríkisstjórn þar sem engin lög eru um þjóðaratkvæðisgreiðslu. Samt eru vondir kostir í stöðunni hvað varðar forsetann. Hann hefur breytt um stefnu sem forseti og innleitt þjóðaratkvæði með neitun undirskrift fjölmiðlalaga: útskýrði síðustu undirskrift um Icesavesamninga vegna fyrirvara alþingis er náðist með samkomulagi allra fokka.
Ef forsetinn skrifar ekki undir lögin vegna fjarveru og handhafar forsetavalds skrifa undir með tvo þeirra í núverandi ríkisstjórn er forsetinn að skjóta sér undar ''prinssippinu'' í forsetaembættinu er hann stofnaði til sjálfur; hámark á niðurlægingu forsetaembættisins.
![]() |
Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 11:21
Nikulás (Sankti Kláus)
Nikulás, biskup frá Myra í Litlu-Asíu, d. 345. Hann er verndari sjómanna og ungra barna. Hann er einnig verndardýrlingur Rússlands. Tákn Nikulásar minna á góðverk hans. Þau eru: akkeri, tvö eða þrjú brauð, þrjár gullstangir eða peningapyngjur, kaleikur með þrem börnum. Dagur hans var 6. desember. Þá voru börnum gefnar gjafir. Sankti Kláus er amerísk afbökun á heilögum Nikulási.
Táknmál trúarinnar eftir Karl Sigubjörnsson, 1993, 66.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook
3.12.2009 | 17:07
Áþján um aldir?!
Hvað má þjóðin þola lengi þras á Alþingi um það hvort þeir fyrirvarar á Icesavesamningnum er samþykktir voru í sumar eigi að halda; eða þjóðin eigi að vera undir áþján Breta og Hollendinga um aldir? Getur það verið ætlun Vinstri grænna að hunsa sanngjarna fyrirvara til að geta setið í ríkisstjórn áfram?
Samfylkingin mun samþykkja hvað sem er enda hennar takmark fyrst og fremst að fara með þjóðina í ESB, koma fyrir sínum mönnum í Brussel: nóg til af þeim er vilja ganga á mála hjá ESB, allt betra en að vera þrjú hundruð þúsund ''venjulegir Íslendingar'' í eigin landi,lifa á eigin auðlindum; lifa vel í samfélagi og friði við allar aðrar þjóðir!?
Ef forsetinn skrifar undir mun hann missa traust þjóðarinnar; hvað þá ef hann fer úr landi meðan lögin verða samþykkt til að komast hjá afstöðu? Hann sendi Dorit eina í brúkaup dansaprins til að geta verið heima og hafnað fjölmiðlalögunum.
![]() |
Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook
2.12.2009 | 20:48
Davíð ágætur ritstjóri Mbl.
Hvers vegna tjá norrænir blaðamenn sig sérstaklega um Davíð Oddsson sem óhæfan ritstjóra eða jafnvel sakamann? Upplýsingar héðan hljóta að vera forsendan, eiginlega ekki hægt að tjá sig um svo lágkúrulega frétt: ef til vill veit formaður Blaðamannafélagsins hér á landi frekar um málið?
Tel að Morgunblaðið sé betra blað síðan Davíð Oddsson tók við ritstjórn, er beittara og skemmtilegra þess vegna. Fleiri sjónarmið komast að líkt og hjá Styrmi Gunnarssyni, minna um frjálsræði í tíð Ólafs Stephensen, sérstaklega hvað varðaði afstöðu á móti inngöngu í ESB; eftir að hann tók við voru mjög fáar greinar/bloggfærslur birtar í Morgunblaðinu á þeim nótum.
Vonandi verður Davíð lengi ritstjóri, hans er þörf í því moldviðri rógs og lyga er hefur grafið um sig um hans gerðir í þágu samfélagsins?
Skyldi Samfylkingin eiga einhvern þátt í óhróðrinum um Davíð, þar virðast skoðanaskipti ekki tíðkast í stefnu flokksins nú um stundir; ''allir sammála í hjartans einlægni''?
Hins vegar er afturför hjá Mbl, pistlaskrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur, er skrifaðir eru í fyrirlitningartón. Almenningur og bloggarar virðast viðurstyggð, að ekki sé minnst á femínista enginn hefur marktæka skoðum nema Kolbrún, ''þjóðarsálin án skysemi'', ekki má ræða ''mistök forsetans'' eða ''sóðabúllur'' KSÍ leiðtogasamtök æskulýðsins, það er '' refsigleði kvennasamtakanna'' (pistlar Kolbrúnar: 29.okt, 12. nóv. og 26 nóv, allt ritstjórnarsíður)
Ekki þar fyrir að Kolbrún hafi ekki ritfrelsi að skrifa sínar skoðanir: en á ritsjónarsíðum Mbl má ætla að hún boði tón ritstjórnar blaðsins í siðferði; þá má segja að siðferðisboðskapur Mbl til lesenda sé orðinn ''Akkilesarhæll ritstjórnar Morgunblaðsins''?
![]() |
Segir norræn blaðamannafélög fara með rangt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook
2.12.2009 | 18:01
Dómsvaldið úr landi - trúnaðarbrestur?
Ef EES eða ESB kemst að niðurstöðu um að Íslendingum beri ekki að greiða Ícesaveskuldinar þá eigi að fara fram einskonar viðræður við umræddar stofnanir, íslenskt dómsvald marklaust samkvæmt skilningi Sigurðar Líndals; í gær komust helstu prófessorar í lögum við háskóla Íslands,á fundi með alþingismönnum, að fyrrnefndir samningar væru ekki brot á stjórnarskrá
Er ekki kominn tími til að íslenskt dómsvald búi við lög er helstu sérfræðingar laga geta verið sammála um? Sigurður Líndal sagði að í norskum lögum (enn í gildi) frá 1687 væri dómsúrskurður endanlegur.
Engin niður staða verður ef erlend ríki eiga að semja um niðurstöðu og íslenskt dómsvald kemur hvergi nærri?
Vantraust og tortryggni þjóðarinnar er nægilegt fyrir þótt helstu lögspekingar missi ekki trúnað hennar; þá er stutt í trúnaðarbrest/virðingarleysi hjá almenningi fyrir lögum.
lkjlæ
![]() |
Icesave skerðir fullveldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2009 | 15:04
''Umhverfisverndariðnaður'' - ''gróðabrall''
Með allri virðingu fyrir menningarverðlaunum, eftir að hafa lesið Draumalandið, séð myndina og ekki sé minnst á auglýsingaskrumið henni fylgjandi þar sem höfðað var til almennings, trúarlega til að sverta ímynd einstakara stjórnmálaleiðtoga og Landsvirkjunar: allur umbúnaður gerður á tilfinningalegum nótum er sló á skynsemi og rök; það er mergurinn málsins.
Allflestir vilja vernda umhverfið en eru jafnframt dæmdir til að lifa af náttúrunni; Framlag Andra Snæs orkar fremur tvímælis og gæti allt eins snúist upp í andhverfu sína. Að mati undirritaðrar er framlag Andra Snæs fremur ''umhverfisverndariðanur'' og ''gróðabrall'' en raunveruleg náttúruvernd.
![]() |
Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook
1.12.2009 | 20:35
''ESB dregur inn klærnar''
ESB hefur nú breytt áherslum sínum í makrílveiðum (deilistofn), Íslendingar fá náðarsamlegast að vera með í samningum um heildakvóta ekki síst fyrir að Færeyingar(og Norðmenn?)vildu ekki semja án okkar. Nauðsynlegt meðan aðildarumræður við Ísland standa yfir að allt sé slétt og fellt.
Hins vegar lýstu æðstu ráðamenn ESB yfir, fyrr á árinu, að úthlutun fisveiðiheimilda ESB-landa yrði ekki óbreytt í framtíðinni: eins og menn vita eru og verða fiskveiðiheimildirnar ákveðnar í Brussel; einnig þar verða fiskveiðiheimildir Íslendinga ákveðnar ef þjóðin gengur í ESB.
ESB dregur inn klærnar í bili meðan sambandið er að hremma fiskimiðin/auðlindir þjóðarinnar; síðan getur þjóðin gleymt því að hún verði efnahagslega frjáls um aldur og ævi.
![]() |
Íslandi boðið til makrílviðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook