Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kaldar kveðjur á fullveldisdaginn!

Steingrímur fjármálaráðherra er með ''dulbúna hótun''í Mbl. í dag um milliríkjasamskipti sem ekki er hægt að greina Alþingi frá; þess vegna verði að flýta afgreiðslu Icesavemálsins. Hvað hagsmunir Íslands eru faldir í yfirlýsingu Steingríms: er það inngangan í ESB, eru það viðskiptaþvinganir á útflutningi til Hollands og Bretlands eða eitthvað annað er aldrei má líta dagsins ljós?

Hótun Steingríms er undarleg og vekur upp grunsemdir og torrtryggni; ekki  á bætandi í samfélaginu það sem ''allt á að vera upp á borðinu'', þjóðin fái allar upplýsingar.

Hvað kemur næst ekki getur ''dulbúin hótun'' Steingríms verið frambærilegar upplýsingar til lengdar?

Kaldar kveðjur á fullveldisdaginn frá fjármálaráðherranum.

 

 

 

 

 

 

 

 


Árásir ''velferðarríkisstjórnarinnar''!

 Árás velferðarstjórnarinnar á fæðingarorlof og sjómannafslátt er með endemum eins og það bjargi þjóðinni, smápeningar er fást með ''löglegri fjárkúgun''. Miklu nær að fækka sendiráðum og hætta við umsókn ESB og spara tugi milljóna.

Frestun á einum mánuði fæðingarorlofs er skólabókardæmi um ráðaleysi félagsmálaráðherra/ríkisstjórnar:einstæð móðir fær fimm mánuði, á að fresta einum mánuðir í þrjú ár. Hvaða reglur gilda ef hún eignast barn í millitíðinni sama er að segja um hjón?

Prófessor uppi í háskóla sagðist ekki sjá rök fyrir sjómannaafslætti. Hefur hann staðið úti í veltingi og undiröldu við fiskveiðar, hefur hann slasað sig eða skorið sig illa úti á sjó þar sem ekki er um neina læknishjálp að ræða fyrr en eftir langan tíma. Hefur prófessorinn kynnt sér í hvaða áhættuflokki trygginga sjómannastéttin er?

Slíkir smámunir skipta ekki máli að sjómenn geta ekki notið þeirrar þjónustu er þykir sjálfsögð í landi.

AngryHalo

 


mbl.is Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland gjaldþrota?

Eva Joly sérstakur saksóknari Íslands lýsti því yfir í fjölmiðlum að þjóðin gæti aldrei greitt skuldir/brask einkabankanna, greiðslur væri af þeirri stærðargráður að líkja mætti við greiðslur/stríðsbætur  Þjóðverja eftir seinni heimsstyrjöld. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa  lagt nógu  miklar áherslur eða kannað umfang skuldanna og greiðslugetu þjóðarinnar: engin vissa fyrir betri stöðu eftir sjö ár; gætu allt eins orðið  ''sjö vondu ''  árin í þjóðarbúskapnum.

Samfylkingin hefur ráðið ferðinni að mestu í núverandi ríkisstjórn þar sem utanríkisráðherrann er önnum kafin við að koma þjóðinni í ESB ''á bak við tjöldin''; Vinstri grænir mega sín lítils, verða að leggja stefnumálum sínum, ekki verður við unað að stjórnin sitji áfram við svo hörmulegar aðstæður.

Viðskiptaráðherrann, Gylfi Magnússon hefur margoft lýst yfir að þjóðin ráði við skuldirnar en ekki með frambærilegum rökum, hver eru rök hans?

Eina vonin er að innan Vinstri grænna séu þingmenn er hafa kjark til að hafna Icesavesamingunum; vafasamt að forsetinn veiti þjóðinni liðsinni í þeim skelfilegum skuldum er útrásavíkingar/einkabankar skildu eftir sig.FrownHalo


mbl.is Undirbýr mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðventa - fyrsti sunnudagur

Aðventa (úr latínu: Adventus –   ‘‘koman‘‘  ‘‘eða sá sem kemur‘‘) er  í Kristni fjórir síðustu sunnudagarnir fyrir jóladag. Ef jóladag ber upp á sunnudegi verður hann fjórði sunnudagurinn í Aðventu. Jafnframt er fyrsti sunnudagur í Aðventu fyrsti dagur nýs kirkjuárs í Vesturkirkjunni , í Austurkirkjunni hefst kirkjuárið fyrsta september. Í mörgum löndum er haldið upp á Aðventuna með aðventukrönsum með fjórum kertum eitt fyrir hvern sunnudag. Síðari ár hefur einnig  orðið algengt að kveikja á aðventustjökum frá fyrsta sunnudegi aðventu.

Hér á landi er venjan að kveikja á einu kerti fyrir hvern sunnudag  er ber heiti samkvæmt táknmáli kirkjunnar á  jólahátíðinni: Spádómskertið, Betlehemskertið, Hirðakertið, Englakertið. Litur Aðventu er fjólublár, litur iðrunarinnar. Fjólublátt er blandaður litur, samsettur af bláu sem er tákn trúmennsku og sannleika, svörtu sem er litur sorgar og rauðu sem er litur kærleikans.

Úr Táknmáli trúarinnar eftir Karl Sigurbjörnsson, 1993, 86, og af Wikipediu frjálsa alfræðiritinu.

 Eftirfarandi erindi  er aðventusálmur  nr.  559 (úr sálmabók  íslensku kirkjunnar) eftir Sigurbjörn Einarsson.

Fyrsta erindi:

Hér leggur skip að landi,

sem langt af öllum ber,

en mest ber frá um farminn

sem fluttur með því er.

Góða helgiHalo

   

Ísland fyrir Ísland

Greiðar samgöngur eru frumskilyrði fyrir að atvinnulíf og mannlíf getir dafnað úti á landi, orðið fjölbreytt með þjónustu eins og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu; fólki fjölgar á landsbyggðinni þar sem arðbær atvinnan blómgast, ekki er þörf á stærra þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu.

Betra að fólksfjölgun á landsbyggðinni verði einn af þeim þáttum er mun skapa ''Hið nýja Ísland'' framtíðarinnar, Ísland sem byggir á  framleiðslu  auðlinda þjóðarinnar, Ísland er vill vera lítil íslensk þjóð í eigin landi, í samfélagi þjóðanna.JoyfulHalo


mbl.is Kristján sprengdi í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekjugangur samkynhneigðra

 Hvers vegna stofna samkynhneigðir ekki sérstakan söfnuð heldur en að að troða sér inn í Fíladelfíusöfnuðinn ''til að fara í sleik'' eins og segir í fréttinni; frekjugangur samkynhneigðra er undarlegur, þeir vilja  auglýsa samkynhneigð sína langt fram yfir það sem gagnkynhneigðir telja siðleg mörk. Flestir sértrúarsöfnuðir hafa reglur og helgileiki  til að gefa helgihaldinu ákveðinn ramma og áherslur.

Hvers vegna ætti að breyta þeim áherslum með því að Friðrik Ómar verði þar ''forsöngvari''?

Kem reglulega í kirkju, utan þjóðkirkjunnar, og er þar í fræðslu til að fá síðar staðfestingu um inngöngu; allir eru velkomnir í umrædda kirkju hvaða trúarhópi sem þeir tilheyra; en þurfa að tileinka sér þær áherslur í kristinni trú er kirkjan boðar til þess að verða formlegir meðlimir. JoyfulHalo

 

 

 


mbl.is Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með menntamannaafslátt - 25% niðurskurð

Skatturinn  ætlaði á sínum tíma að afnema sjómannaafslátt af skattaskýrslum smábátasjómanna með einu pennastriki; en var kært til ríkisskattstjóra og vannst þar. Hvað með skattaafslátt menntamanna fyrir bækur, hlunnindi ríkisstarfsmanna,  jafnframt hverskonar hlunnindi þingmanna; er ekki réttlátt að skera niður í áföngum um 25% árlega eins og sjóðmannaafslátt.

Hvers vegna að neyta aflsmunar á fámenna sjómannstétt fjarri heimilum sínum og allri þjónustu er þykir sjálfslögð í landi?

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

´´Stjórnarkreppa - forsetakeppa?´´

Pínleg staða fyrir Össur Skarphéðinssonar fékk ekki í gegn mat á aðildarumsókn Íslands að ESB:  engin   samstaða um inngöngu innan stjórnarinnar.  Vinstri grænir samþykktu umsókn til að geta setið í stjórn með Samfylkingu en til hvers?: afsökun þeirra  að rétt væri að láta reyna á hvaða samningar væru í boði; í raun er um aðildarumsókna að ræða, almenningsheill eða meirihluti þjóðarinnar ekki að að baki?

Hvað gerir forsetinn skrifar hann undir lög um Icesavesamningana?;  eða verður ákvörðun hans af pólitískum toga? Samkvæmt undirskrift laga í sumar um fyrrnefnda samninga lýsti forsetinn yfir að það væri gert vegna ´´samstöðu Alþingis´´ um fyrirvara á lögunum er nú virðast þurrkaðir út.

Skásta niðurstað í Icevemálinu yrði,  að þjóðin fengi að greiðar atkvæði um Icesavesamningana, stjórnarfrumvarpið félli og utanþingsstjórn tæki við.

 
mbl.is Össur sáttur við töf í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stendur forsetinn með Samfylkingu - eða þjóðinni?

Getur vont versnað, Isesavesamningurinn hefur þvælst nógu lengi fyrir Alþingi, stjórnmálamenn geta tæplega haft nokkurt traust lengur: eftir mikil umbrot í sumar sat stærsti flokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn hjá þegar málið fór í gegnum þingið.

Enn heldur þófið í þinginu áfram, verður Icesavesamningurinn  marinn í gegn með naumum meirihluta; mun Sjálfsæðisflokkurinn sitja hjá?

Allt hefur brugðist, bankarnir í uppgjöri, heilindi þeirra á ystu mörkum, stjórnvöld sitja og láta skósveina sína reikna nýja og nýja skatta á þjóðina til að standa undir skuld er við eigum ekki að greiða.

Nú er ástæða til að setja forsetann upp við vegg og sjá hvort hann stendur með þjóðinni eða með pólitísku ráðabruggi Samfylkingarinnar/stjórnvalda í gruggugum samningum um Icesave -og ESB-samningum. UndecidedHalo

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir hundflatir

Ábyrgð ríkisins ekki bindandi, þjóðinni ber ekki lagaleg skylda - ekki siðferðilega?  Hvað er Alþingi að samþykkja, nauðarsamninga, annars munu Bretar og Holllendingar ekki samþykkja inngöngu Íslands í ESB. Er það raunveruleikinn að samþykkja Icesavesamingana án þess að fyrir hendi séu lagalegar forsendur; selja þjóðina Bretum og Hollendingum upp í skuld er henni ber  ekki að greiða - síðan aftur til að geta komist í ESB.

 Hvers vegna er Vinstri grænum umhugað um að leggjast hundflatir undir erlent vald ásamt Samfylkingunni?SidewaysHalo

 

 

 

 

ælk´æk


mbl.is Brown álítur Icesave bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband