Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

''Auðlindir til Brussel - á silfurfati''

Evra í samvinnu við AGS er þess virði að skoða ofan i kjölinn aðstæður breytast hratt  eins víst að ESB telji sig ekki yfir það hafið að semja nú. Samfylkingin mun tæplega vilja standa að slíkum samningum, fyrir þeim er innganga kappsmálið svo að þeir geti deilt og drottnað yfir þjóðinni með ESB sem bakjarl; - þeir vilja að eggið komi á undan hænunni auðlindir landsins skipta þá engu máli, fara með þær á silfurfati til Brussel .
mbl.is Vilja upptöku evru í samvinnu við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama forseti - betra réttarríki í USA

Pyntingar hafa viðgengist svo lengi er vitað í mannkynssögunni og þóttu sjálfsagðar til að halda uppi réttarríki. Virðingarvert af Obama forseta, USA að upplýsa um pyntingar sinna manna. Er viðleitni til að uppræta þvílík níðingsverk, koma þeim upp í dagsjósið þar sem umræðan getur haft frekari áhrif. Spor í rétta átt í stærsta lýðræðisríki heims er hefur talið frelsi og réttlæti grundvöll sinn; - kemur greinilega fram í viðleitni Bandaríkjaforseta að auka réttindi fanga. 


mbl.is Æfir vegna pyntinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi í stjórnarkreppu?

Þingmenn bæði í stjórnarandstöðu og stjórnarliði hafa  nú afhjúpað vanmátt sinn ekki getað náð saman í stjórnarskrármálinu; er hið háa Alþingi aðeins afgreiðslustofnum eða sérhagsmunahópar; skynja ekki hlutverk sitt að vinna að bættu lýðræði með nýrri stjórnarskrá um leið almannaheillum?

Var núverandi stjórn aðeins mynduð til þess eins að fá fylgi með lýðskrumi og sérhagsmunum einstakra hópa?; ríkistjórnin er skipuð tveimur óháðum embættismönnum til að taka erfðar ákvarðanir.

Þingið virðist lamað nú um stundir, stjórnarmeirihlutinn þorir ekki einu sinni að taka ákvarðanir með góðan meirihluta; fullreynt í bili stærstu flokkar á þingi hafa nú allir setið við völd.

Efnahagsástandið spilar inn í þessa pínlegu stöðu stjórnmálaflokka þeir ráða einfaldlega ekki við ástandið.

Þótt núverandi stjórnarmeirihluti fái meirihluta virðist hann ekki fær um að höndla erfitt efnagasástand.

Bendir til að óháð utanþingsstjórn verði þrautalendin á næsta kjörtímabili.

Ekki fuðra þó margir fari ráðvilltir inn í kjörklefana og skili auðu í komandi kosningum.

 

 

 

 


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukning strandveiða - ''ekki sportidíóda''

Skynsamlegt að auka strandveiðar og leggja niður byggðakvótann en ekki ráðlegt að gera veiðarnar frjálsar: veiðar og markaður þurfa  að vera í jafnvægi. Veiðarnar yrðu arðbærar með  smábátum er  geta aukið veiðar án lítils tilkostnaðar, fastakostnaður yrði nánast sá sami.

Frjálsar veiðar eins og Karl V. Mattíasson  (og Ómar Ragnarsson) boða þar sem allir gætu keypt báta og hafið fiskveiðar mun ekki ekki efla strandbyggðir eða arðsemi í fiskveiðum.

 Fiskveiðar hér við land geta ekki verið fyrir ''sportídíóda'' eða sportveiðimenn; yrði ekki lagfæring á kvótakerfinu sem þó er nauðsynleg.

Fiskveiðar hér við land hafa hingað til byggst á útsjónarsemi, framkvæmdavilja og dugnaði í byggðunum sjálfum; þjóðnýting er hættuleg vegna þess að þá munu framgreindir eiginleikar ekki njóta sín.

Fisveiðar eru viðkvæm atvinnugrein; eru alltaf háðar ytri aðstæðum svo sem hvað er til skiptanna og hverjar eru markaðsaðstæður.

Vinstri grænum mun ekki ganga vel að úfæra framangreindar hugmyndir sínar með Samfylkingunni. Sá flokkur vill þjóðnýta og skattleggja fiskveiðiauðlindina óhóflega, sem ekkert er annað en landsbyggðaskattur á strandveiði, alla útgerð í sjávarþorpum allt í kringum landið.

Er ekki búið að blóðmjólka landsbyggðina nægilega, flytja stóran hluta fjármagnsins þangað í tóm íbúðarhverfi á Reykjavíkursvæðinu?

Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum!

 


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn - þarf hvíld og endurnýjun?

Sigurður Kári Kristjánsson er greinilega að halda framboðsræður um skattamál á Alþingi; nú þarf ekki að ræða um stjórnarskrármálið eða stjórnlagaþing. Augljóst að opinberir starfsmenn þurfa að leggja sitt að mörkum, þeir í efstu þrepum launaflokka ættu að þola hóflegan launaskatt.

Stundum fer lítið fyrir að almannaheill sitji í fyrirrúmi hjá Sigurði Kára þingmanni. Skemmst er að minnast áfengisfrumvarpsins þar sem hann er fyrsti flutningsmaður; eitt allra fyrsta frumvarpið er sett var fram eftir áramótin.

Átti að hugga ''lýðinn'' eftir efnahagshrunið með auknu frelsi í áfengissölu  í matvörubúðum og víðar?; en Sigurður Kári varð að láta undan síga vegna mótstöðu bæði utan þings og innan. Er Sigurður Kári ekki dæmigerður þingmaður fyrri sérhagsmunahópa fremur en almannaheill?

Nú hafa orðið kynslóðaskipti hjá Sjálfstæðisflokknum en er það nægilegt þar sem stefna flokksins virðist ekki vera lengur að reka arðbær fyrirtæki til hagsbóta fyrir almenning með hóflegum arði fyrir eigendur.

Ef til vill þarf flokkurinn frí frá ríkistjórn til að ná áttum um hlutverk sitt - og móta betri stefnu fyrir yngri þingmenn eins og Sigurð Kára Kristjánsson.


mbl.is Enn óvissa um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisstofnun; ''drepum hreindýrskálfinn''?

Frétt um hótun Umhverfistofnunar að láta skjóta hreindýrskálfinn er fannst nær dauða en lífi og var komið til hjúkrunar á Sléttu í Reyðarfirði getur verið gott dæmi um hrokafullt embættismannavald er rýnir í þröngan lagabókstaf; hefur aðeins eina lausn að Drepa til að ná fram lögum stofnunarinnar.Woundering

Eru þessi lög ekki dæmigerð um að ekki fari alltaf saman lagabókstafur og réttlæti; hvað þá siðferði og mannúð.

Ná lög Umhverfisstofnunar svo langt að ekki megi bjarga lífi villtra dýra; ef svo er þá þarf að breyta þeim lögum og um það sé rammi í stjórnarskrá?


mbl.is Hóta að aflífa hreindýrskálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisstofnun: ''Skjótum hreindýrskálfinn''?

Frétt um hótun Umhverfistofnunar að láta skjóta hreindýrskálfinn er fannst nær dauða en lífi og var komið til hjúkrunar á Sléttu í Reyðarfirði getur verið gott dæmi um hrokafullt embættismannavald er rýnir í þröngan lagabókstaf; hefur aðeins eina lausn að Drepa til að ná fram lögum stofnunarinnar.Woundering

Eru þessi lög ekki dæmigerð um að ekki fari alltaf saman lagabókstafur og réttlæti; hvað þá siðferði og mannúð.

Ná lög Umhverfisstofnunar svo langt að ekki megi bjarga lífi villtra dýra; ef svo er þá þarf að breyta þeim lögum og um það sé rammi í stjórnarskrá?

 


Nýja stjórnarskrá - betra embættismannakerfi!

Ef til vill var rétt að fresta stjórnarskrárfrumvarpinu fram yfir kosningar hins vegar er alveg nauðsynlegt að semja nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur haft áhrif. Alþingi virðist nánast vera afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið og embættismannavaldið. Ef að byggja skal upp siðlegt lýðræðislegt þjóðfélag upp úr rústum fyrrverandi hagkerfisog fjármálaspillingar; að hugsa upp á nýtt tengsl þings, ráðherra og embættismanna.

Sú reynsla sem undirrituð hefur af embættisvaldinu er á þann veg að mál eru afgreidd að því er virðist án þess að þau séu borin undir viðkomandi ráðherra þótt um það hafi verið beðið. Við þurfum nýtt fólk með lýðræðislegri hugsun í ráðuneytin og önnur stjórnkerfi vegna þess að sérfræðingaveldið er of mikið þar sem ekki virðist vera mikið samstarf á milli; málin afgreidd  með þröngu sjónarhorni.

 

 


mbl.is Stjórnarskráin ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brask með auðlindir og styrki - hápólitískt mál!

Brask með auðlindir og styrkir til stjórnmála eru hápólitískt mál og þola ekki nokkra bið. Hvernig ætla stjórnmálamenn að ná virðingu og trausti hjá þjóðinni ef þau verða ekki til lykta leitt?

Þessi mál verða að skýrast fyrir kosningar; - ef kemur í ljós að núverandi frambjóðendur eru tengdir svo slæmum málum/siðferði einnig hvort þeir eru tengdir ''óeðlilegum lánum'' starfsmanna bankanna eða styrkjum frá þeim þá verður það að koma fram - og þeir víki af framboðslistum.

Þá fyrst er hægt að ræða raunhæft um pólitísk mál er varða framtíð þjóðarinnar.

 


mbl.is Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð stjórnmálaflokka - hér og nú!

Markviss stefna fjármálafyrirtækja hefur greinilega verið að hafa sem mest og best tengsl við stjórnmálaflokkana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti styrkþeginn. Var það ef til vill lán í óláni að efnahagskerfið hér á landi hrundi áður en  búið var að komast yfir og veðsetja allar auðlindir og múlbinda stjórnmálmenn - og menntastofnanir?

Allir voru þátttakendur: Háskólarnir fengu ótæpilega styrki, ríkisútvarpið fékk styrk frá Björgúlfi, bankastjóra, Baugur rekur Stöð2, Sinfóníuhljómsveitin fékk styrk - og fleiri listir; allt á kostnað almennings þegar upp er staðið.

Hvaðan skildu styrkir til Háskólans í Bifröst hafa komið, fékk hann ekki fimmhundruð milljónir frá þáverandi Glitni til að geta haldið áfram rekstri, hvað hefur hann fengið háa styrki frá Evrópusambandinu a.m.k. til að styrkja ''Evrópufræðín''?

Bankarnir í samvinnu við stjórnvöld ætluðu að deila og drottna í samfélaginu þar sem gagnrýni var óþekkt fyrirbæri; þar bera fjölmiðlar mikla ábyrgð er virðast ekki hafa haft nægilega fjölmenntaða starfsmenn til að gagnrýna ástandið. Framangreind dæmi eru þau sem oftast hafa verið í fréttum en er eflaust  fleiri?

Við erum örþjóð með land þar sem miklar auðlindir eru til lands og sjávar. Erlendar þjóðir og sterkir erlendir fjármagnseigendur munu reyna áfram að ná hér tangarhaldi. Við þurfum óspillta stjórnmálamenn/stjórnvöld   að gæta þess vel, að missa ekki það sem eftir er þótt við verðum í samvinnu við erlenda aðila um nýtingu auðlinda okkar.

Ef til vill var rétt hjá Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra er hann sagði: ''Við borgum ekki skuldir óreiðumanna''. Við hljótum að semja um skuldir okkar á þeim nótum en ekki láta frá okkur auðlindir og þar með efnahagslegt sjálfstæði.

Samfylkingin á stóran þátt í hvernig komið er í efnahagsmálum; Ingibjörg Sólrún varði bankakerfið erlendis og hérlendis meðan hún var utanríkisráðherra, skaut flokknum undan þeirri ábyrgð að viðurkenna sök sína.

Kjósum ekki Samfylkinguna ef við viljum ábyrga stjórn er stendur vörð um land og þjóð er sér enga aðra útleið  en koma þjóðinni undir erlent vald sem allra fyrst; fara bónbjargarleið til Brussel; -  sækja um inngöngu í Evrópusambandið, ekki trúverðugur flokkur til samninga.

Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum!

 


mbl.is Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband