Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfstæðisflokkurinn -traust stjórnmálaafl?

Gera má ráð fyrir að stórfyrirtæki er styrktu Sjálfstæðisflokkinn um tugi milljóna hafi með því viljað velvild stjórnmálamanna flokksins. Komið hefur fram af hálfu forsvarsmanna fyrirtækjanna  hafi Guðlaugur beðið þá um aðstoð í fjáröflunarskyni. Eðli málsins samkvæmt og vegna Sjálfstæðisflokksins ætti Guðlaugur Þór að draga sig í hlé til að halda sjálfsvirðingu; - og virðingu flokksins/fylgi út á við.

Sorglegt að formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hafa lýst yfir stuðningi sínum við Guðlaug. Er það virkilega vilji sjálfstæðismanna þar; að vilja ekki haldi reisn og trausti sem stærsta stjórnmálaaflið hingað til?

Guðlaugur Þór er annar oddvitinn á lista flokksins í Reykjavík og hlýtur að axla þá ábyrgð að flokkurinn hafi sæmilega siðferðilega sýn í bráð og lengd; þess vegna verður hann að segja af sér  bæði flokksins vegna og til viðvörunar öðrum stjórnmámönnum í öllum flokkum.

Hins vega var framkoma Gunnar Helga Kristinssonar ámælisverð að saka Sjálfstæðisflokkinn um mútuþægni í ríkisfjölmiðli; greinilega ''pólitísk'' árás fremur en hlutlaust álit sett fram af launuðum háskólamanni/fræðimanni?


mbl.is Heiður Sjálfstæðisflokksins ekki metinn til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páskahátíð

Heilaga María Guðsmóðir bið þú Drottinn vorn að senda  geisla páskasólarinnar inn í hjörtu allra  að verma  fræ trúar, vonar og kærleika; að þau megi vaxa og dafna; verða að nýrri þjóðarsál þar sem friður og réttlæti ríkir í samfélaginu; upp grói nýtt þjóðfélag þar sem við getum búið í sátt hvert við annað; við landið og auðlindir þess til lands og sjávar að við umgöngumst það af ást og virðingu; skilað því áfram til komandi kynslóða.

 

Gleðilega páskaHaloHaloHalo


Ný siðferðisgildi í stjórnmálum

Þrátt fyrir titring hjá Sjálfstæðisflokknum og ef til vill fylgistap í bili er það vel að taka nú þegar á málinu með nýjum formanni; Hinir flokkarnir verða að gera slíkt hið sama til að halda áliti. Þeir sem stóðu að tug milljóna styrkjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn verða að stíga fram í dagsljósið; axla ábyrgð, - og fara úr ábyrgðarstöðum í stjórnmálum ef þeir eru þannig staðsettir.

Ef til vill tekst nýja formanninum Bjarna Benediktssyni að hreinsa til og skapa betra siðferði í stjórnmálum; þá á hann bjarta framtíð í stjórnmálum.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hinir stjórnmálaflokkarnir?

Mbl hlýtur að upplýsa lesendur sína um frekara styrki til hinna flokkanna, útilokað annað en þangað hafi ratað ''styrkir'' en hverjir? Hefur Samfylkingin fengið styrki frá Evrópubandalaginu? Hvaðan koma fjárstyrkir til Vinstri grænna?


mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

''Fjársöfnun til styrktar''?

Undur og stórmerki ; Guðlaugur Þór ''hvatti einstaklinga  að aðstoða við fjársöfnun'' handa vesalings fjárvana Sjálfstæðisflokknum; ''ekki undarlegt að þurfa styrk frá neyðarlínunni''.

'' Penni minn er lamaður af undrun svo ekki sé meira sagt''Frown


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

''Gægst undan pilsum formannsins''

Fylgi Samfylkingar er vegna trúar almennings á  staðfestu Jóhönnu Sigurðardóttur að hjálpa þeim er minna mega sín og  vilja hennar til að skerða ekki velferðarkerfið.

Því miður þrátt fyrir stefnu Jóhönnu er stendur á gömlum gildum jafnaðarstefnu verður það hálmstrá er ekki mun skila þjóðinni styrkri stjórn nú um stundir.

Sundurleitir hópar Samfylkingar verður ekki haldreipi til framtíðar.


mbl.is Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálin upp á borðið - Guðlaugur Þór ætti að segja af sér

Allt verður að komast upp á borðið í fjármálum flokkanna samkvæmt forystugrein Mbl í dag fékk Samfylkingin 45milljónir á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn. Ef stjórnmálamenn ætla að endurvinna traust almennings verða þeir allir að sýna bókhald flokkanna annað er ekki í boði siðferðis almennings í landinu.

Guðlaugur Þór ætti að draga sig í hlé ef hann vill leggja flokknum lið í áframhaldandi uppbyggingu og endurnýjuðu siðferði í stjórnmálum. Enginn getur tæplega sætt sig við annað en þingmenn með hreint borð.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vont mál Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi - versti kostur er samt Samfylkingin

Erfitt mál fyrir fokkinn dugar ekki þótt Geir H: Haarde vilji taka alla sök á sig; gott mál ef allir aðrir flokkar ætla að birta bókhald sitt aftur í tímann; gæti kennt ýmissa grasa?

Engu að síður er versti kostur að kjósa Samylkinguna allt annað betra fyrir þjóðina; hún þarf ekki flokk sem ekki er heill innlendri framleiðslu svo sem sjávarútvegi og landbúnaði; allt bjargræði felst í inngðngu ESB; kjósum ekki Samfylkinguna!


mbl.is Styrkir endurgreiddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skinney SF 20 - vinna og velferð í Hornafirði

Óska eigendum og íbúum Hornafjarðar til hamingju með glæsilegt skip er  mun auka atvinnu þar bæði á sjó og í landi. Skinney er ein af styrkustu stoðum atvinnulífs í Hornafirði en þar er lítið sem ekkert atvinnuleysi þrátt fyrir banka- og efnahagskreppu.

Vinna og velferð er að skapa atvinnu fyrir fólk í framleiðslustörfum til hagsbóta fyrir þjóðina. Of mikið er af velmenntuðu fólki í þjónustustörfum eins og t.d. í bankakerfinu. Þessu verðmæta vinnuafli þarf að beina meira í framleiðslustörf/framkvæmdir; til að skapa arðbæra vinnu - og velferð.

Skinney SF er til fyrirmyndar  þrátt fyrir erfitt efnahagsástand hefur fyrirtækinu tekist að endurnýja skip sitt og er  það vel.

Enn og aftur til hamingju Hornfirðingar.


mbl.is Skinney SF-20 til heimahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking - ekki málsvari vinnu og velferðar?

Eflaust hefur hugur fylgt  máli hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra í elhúsdagsumræðum , að vinna og velferð ætti að vera í forgrunni;  yrðu laun þeirra ekki skert er minnst hafa, slegin skjaldborg um velferðarkerfið. Innan samfylkingar eru margir hagsmunahópar er virðast fyrst og fremst hafa eigin hagsmunamál í fyrirrúmi.

Skemmst er að minnast er Steinunn Valdís Óskarsdóttir þáverandi borgarstjóri ákvað hækkun launa þeirra starfsmanna er minnst höfðu í borginni; Steinunn Valdís varð ekki og er ekki hátt skrifuð í valdapíramída Samfylkingarinnar  - en ekki tókst þó að koma henni frá.

Nú finnst þessum sömu hagsmunahópum gott að halda í pilsfald Jóhönnu forsætisráðherra einungis til að halda fylgi og breiða yfir ábyrgð flokksins á bankahruninu; og eigin hagsmunum 

Þá er erfiðasta ráðuneytið, viðskiptaráðuneytið skipað embættismanni til að fela enn betur mistök fyrrverandi viðskiptaráðherra Samfylkingar.

Eina fasta stefna Samfylkingar viðist vera að ganga í ESB; að geta komið sínum fulltrúm í skrifræðið; til  Brussel að ''stjórna lýðnum''með Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambandsins í eftirdragi?

Samfylkingin mun tæplega axla ábyrgð  í fortíð, nútíð eða framtíð.

 Kjósum ekki Samfylkinguna í komandi kosningum! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband