8.1.2010 | 21:17
Endurskoðun stjórnarkrár
Ekki annað í stöðunni en samþykkja lög um þjóðaratkvæði hins vegar er nauðsynlegt að endurskoða stjórnarskrána sem allra fyrst og skýra ótvírætt málsskotsrétt forseta og þjóðaratkvæði svo ekki verði um deilt.
Erfitt verk eða borin von: lögspekingar, stjórnmálafræðingar síðast ekki síst Alþingi sjálft geti komið sér saman um, í sem stystu máli, hvernig stjórnarskráin á að verða. Hugmynd að stjórnlagaþingi þarf að þróa og fá fram rágefandi hugmyndir frá grasrótinni til að leggja grunninn.
Þá þurfa að koma að góðir sérfræðingar í íslensku máli; óhugsandi að stjórnarskráin verð samin á óskiljanlegu lögfræðimáli sem hægt yrði að toga og túlka endalaust.
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook