Árás á Alþingi sagan endurtekin

Skondið að sjá dóttur Jóns Múla Árnasonar í Kastljósi RUV í kvöld hún er ein af sakborningum fyrir að ráðast á Alþingishúsið. Rifjar upp æskuminningar er ég fór smákrakkinn ríðandi milli bæja með náðunarskjal til forseta um að náða föður hennar (og félaga) er höfðu ráðist á Alþingishúsið að mig minnir með grjótkasti og bareflum.

Mér er minnistæður afabróðir minn er vildi ekki skrifa undir fyrir ofbeldismenn er misbuðu hinu háa Alþingi. Ég þóttist vita betur og sagði honum að alþingismenn væri að selja landið það væri glæpurinn. Hann hló mikið ekki man ég samt hvort hann skrifaði undir en Jón Múli og félagar voru náðaðir vegna kröfu almennings.

Sagan mun endurtaka sig engin vafi;  ef núverandi sakborningar verða dæmdir sekir þá mun þjóðin krefjast náðunar, er auðveldara nú með tölvutækninni.W00tHalo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband