Kópavogur: kosningar

Undafarið kjörtímabil höfðu Kópavogsbúar góða yfirsýn yfir velferð og hag bæjarins undir leiðsögn Sigurðar Geirdal; farsælum leiðtoga er lést fyrir aldur fram. Mikil eftirsjá í Sigurði heitnum Geirdal sem bæjarstjóra og samstarfi þeirra Gunnars Birgissonar er var farsælt og mannvænt. 

Gunnar Birgisson tók þá við bæjarstjórnarkyndlinum, hélt áfram á sömu braut og Sigurður þrátt fyrir hatursfullar og málefnasnauðar árásir forystu Samfylkingar er  lagði sjaldan eða aldrei  lagði nokkuð til er betur mætti fari um hag bæjarbúa nema leggja sundskatt á eldri borgara.

Markmið Samfylkingar virðist vera að ná völdum hvað sem það kostar með persónulegum árásum á Gunnar Birgisson,  dóttur hans og fyrirtækis hennar Frjálsrar Miðlunar. Hún ráðin var ráðin af Sigurði heitnum Geirdal bæjarstjóra til starfa með hagstæðum samningum fyrir bæinn.

Verkhluta Frjálsar Miðlunar var unnið samkvæmt samningum en hvers vegna lauk ekki afmælisskýrslunni um Kópavogsbæ? Var hún ekki í höndum flokksbróður Guðríðar oddvita Samfylkingar  og aldrei skrifuð?

Hverjir greiddu atkvæði gegn  lægsta tilboði í sambærilegt verk hjá Kópavogsbæ? Guðríður Arnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúar, tilboðið var hagstætt en ekki „heppilegt“ vegna þess að fyrirtæki dóttir Gunnars Birgissonar átti tilboðið.

Oddviti Sjálfstæðismanna Ármann Kr. Ólafsson "renndi sér bakdyramegin inn í prófkjörið" rétt áður en Rannsóknarskýrslan kom út; telja má víst að hann hefði ekki  orðið oddviti ef  hún hefði komið út áður.Ekki verður horft framhjá lánum og styrkjum oddvita Sjálfstæðisflokksins, Ármanns Kr. Ólafssonar, er fékk 265 millj. lán og styrk 1.050.000 millj. (Rannsóknarskýrsla nr.8.bls165-167).

Ekki ásættanlegt að oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi verði forystumaður flokksins; hann er einn af "styrkþegum/lántakendum" hrunbankanna eðli málsins samkvæmt er rétt að strika Ármann Kr. Ólafsson út af lista Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.

Bæjarfulltrúinn  Ómar Stefánsson í Kópavogi, jafnframt formaður bæjarráðs boðar lækkun á launum bæjarfulltrúa eftir kosningar en hvers vegna voru þau ekki lækkuð um leið og sundskatturinn var dreginn upp úr vösum eldri borgara!?

 Gleðilegt að ný framboð hafa  komið fram, ljós í myrkrinu, um  gagnrýna og málefnalega umræðu.; vonandi tekst þeim að setja mark sitt á komandi kosningar þótt tíminn sé naumur.


mbl.is Kópavogsbúar um kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband