Dýr þjónusta

Þurfti að láta mæla blóðþrýsting varð hissa á verðmuninum. Kostaðir kr. 200 í apótekinu en kr. 800 hjá hjúkrunarfræðingi á heilsugæslu. Viðtal við lækni kostaði kr 800,  mæling blóðþrýstings innifalinn auk þess að greina vandann og skrifa lyfseðil.

Hvers vegna eru hjúkrunarfræðingar svona mikið dýrari en læknir; varla frambærilegt á ríkistofnum í heilbrigðiskerfinu?

Eldri borgari er ég þekki og hefur ekkert nema tryggingar frá tryggingastofnum greiddi kr 800 fyrir viðtalið við lækni, fékk síðan  tæki til að hafa yfir nótt og skila síðan, það kostaði kr. 600. Umrædd kona þarf að velta hverri krónu um mánaðarmót til að ná endum saman;lyf, húsleigu,hita,rafmagni,hreinlætisvörum og fæði. Hún verður alltaf að ákveða hvað hún má  veita sér í mat og drykk.

 Hvernig er heilbrigðiskerfið orðið, plokkar krónur hér og þar af þeim er minnst eiga?FrownHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband