Ríkisstjórnin afsalaði völdum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?

Nú hefur Hæstiréttur dæmt endanlega gengistryggðu lánið  ólögleg; réttlæti til handa almenningi staðfest. Niðurstaðan sýnir getuleysi ríkisstjórnarinn er hefur ekki náð viðundandi niðurstöðu en situr samt, hún á að segja af sér og utanþingsstjórn að taka við. Við bætist ef réttar fréttir herma að Jóhanna forsætisráðherra, Steingrímur fjármálaráðherra, Már seðlabankastjóri (o.fl.)hafa með skriflegri yfirlýsingu gefið Alþjóða gjaldeyrisjóðunum loforð um að allar meiriháttar stjórnvaldsaðgerðir skuli ekki teknar nema með hans samþykki.

Samþykkt Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar um viljayfirlýsingu "hinna viljugu þjóða" um að taka þátt í Íraksstríðinu, var og er gagnrýnd af núverandi stjórnarflokkum ; ef framangreindir aðilar hafa lagt raunverulega stjórn landsins undir erlendan lánasjóð án þess að aðrar leiðir væru kannaðar til hlítar; eru það allt að því landráð í huga undirritaðrar.AngryHalo 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband