''Greiðum ekki skuldir óreiðumanna''

''Greiðum ekki skuldir óreiðumanna'' eru fleyg orð Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra er hann lét falla í Kastljósi skömmu eftir bankahrunið. Hann var sjálfum sér samkvæmur hafði átt stærstan hlut í að yfirtaka bankana með þeim innstæðum er óreiðumönnum/bröskurum hafði ekki tekist að ryksuga.

Eftir stóðu skuldirnar  þar sem erlendir lánardrottnar/braskarar urðu að axla ábyrgð á lánum til útrásarvíkinga. Með því bjargaði Davíð þjóðinni frá stærsta skuldafeninu er annars hefði hneppt þjóðina í fjötra um alla framtíð.

Hvers vegna vill Samfylkingin/stjórnaandstaðan ekki birta viðtal Kings seðlabankastjóra Englandsbanka og Davíðs þar sem King virðist hafa lýst yfir að íslensku þjóðinnni beri ekki  að greiða Icesaveskuldina?  

Eflaust er dýrt að vera fámenn þjóð í auðlindaríku landi; en við eigum ekki að greiða Icesave skuldina, ekki að ganga á mála hjá ESB; stöndum á rétti okkar í dómssölum ef ekki vill betur til.

Engin hætta á að við eigum ekki bandamenn það kom í ljós þegar við neituðum Icesavelögunum síðast.

Fyrr eða síðar verður Samfylkingin að horfast í augu við að Davíð Oddsson átti stærstan hlut - hafði kjark til bjargar þjóðinna frá ánauð um aldir, þegar í óefni var komið.

 Þann kjark vantar stjórnarheimilið/stjórnvöld í dag til að halda áfram baráttunni fyrir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar;en aðalmálið viðrist vera að koma þjóðinni/auðlindunum til ESB og afsala  sjálfstæði þjóðarinnar um alla framtíð.WounderingHalo 


mbl.is Krefst þess að trúnaði verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband