Umsögn um dóm Hæstaréttar.

Eiríkur Tómasson, lagaprófessor sagði í viðtali við RUV í gær að samkvæmt Hæstaréttardómunum væru gerðar strangar kröfur til framkvæmdar kosninganna, það kom honum á óvart hversu margir gallarnir voru, nefndi hann m.a.,að fulltrúar frambjóðenda hefðu ekki fengið að vera viðstaddir talningu atkvæða.

Kosturinn við dóm Hæstaréttar væri að hann vísaði til framtíðar að framkvæmd færi ekki á svig við lög er gæti leitt síðar til stærri vandamála í framkvæmd kosninga.

Undirrituð kaus í umræddri kosningu, kom á óvart að setjast inn í pappakssa og setja kjörseðilinn í að er virðist plastkassa/brauðkassa en það er nýi kjörkassinn; vonandi tryggir umræddur dómur nákvæmari kosningar.

Eftirfarandi bloggfærsla skrifaði undirrituð 2. des. 2010:  

 

 Ari Teitsson bóndi sigurvegari kosninganna.

Ekki er allur refilstígur stjórnlagakosninganna kominn í ljós enda má telja kosningarnar meingallaðar þótt bara sé nefnt misvægi atkvæða; er aldrei í sögu þjóðarinnar hefur verið eins hróplega ranglátt. Reykjavíkursvæðið hafði algjöra yfirburði er ekki þekkist meðal þeirra er vilja telja sig með lýðræðisþjóðum; má þar nefna Bandaríkin þar sem íbúar Whasington hafa engan öldungadeildarþingmann vegna setu þingsins þar. Meira segja  ''í sæluríki Samfylkingar ESB'' er misvægi atkvæða.

Nú ber svo við að landsbyggðin hér á landi er svipt lýðræðislegri þátttöku með umræddum reglum um kosningu til stjórnlagaþings; þéttbýlið réði alfarið kosningunni. Lítið eða ekkert rætt við aðra nýkjörna þingmenn allra síst þeirra þriggja er komust inn utan af landi.

Fréttamiðlar þar með taldir ríkisfjölmiðlar keppast að mæra Þorvald Gylfason sem sigurvegara kosninganna ekki minnst á misvægi atkvæða lengur.

 Ef einhver er sigurvegari kosninganna er það Ari Teitsson, bóndi; þjóðin á þar væntanlega fulltrúa sinn þegar  landbúnaður/atvinnurekstur verður ræddur varðandi nýja eða endurbætta stjórnarskrá. WounderingHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband