27.2.2011 | 15:51
Umræður í Silfri Egils- á villigötum?
Silfur Egils í dag fjallaði um forsetann, rétt hans til að nýta málskotréttinn 26.gr., og hvernig hann hefði lítilsvirt meirihluta Alþingis með tilvísun Icesave III til þjóðarinnar;að þeir sem voru á móti forsetnaum í fyrstu tilvísun hans á fjölmiðlalögunum 2004, væru nú þeir er styddu hann nú, aldrei minntist gáfufólkið á kringumstæður þá og nú.
Þegar fjölmiðlalögunum var hafnað 2004, þá átti að koma í veg fyrir að stórir aðilar gætu eignast fjölmiðlana í krafti auðs; - þá voru útrásarvíkingar á hæsta tindi velgegni sinnar sem bjargvættir hagkerfisins - þótti mikil goðgá að voga sér að hefta framgang þeirra í fjölmiðlum. Hvernig fór? Útrásarvíkingarni jusu peningum í fjölmiðlana, háskólana, ríkisútvarpið, sinfóníuhljómsveitina/listamenn og ýmsa aðra menningarstarfsemi, allt átti að kaupa og stjórna með peningum; hér átti að verða paradís norðursins í fjármálastarfsemi.Forsetinn dansaði með í góðri trú ( og við öll?);- vísaði fjölmiðlalögunum til þjóðarinnar eflaust með almannaheill í huga.
Svo kom fallið, fallið varð hátt, auðurinn reyndist ómerkilegir pappírsvafningar; - bankarnir féllu allir sem einn og þar með efnahagskerfi þjóðarinnar. Hvernig er staðan nú hjá þjóð með brotið efnahagskerfi, alþingi er ekki nýtur trausts, stjórnkerfi er nýtur ekki trausts, sérstakur saksóknari hefur ekki getað sótt til saka einn einasta útrásarvíking, ríkistjórnin ekki haft burði til að semja um Icesaveskuldina vegna þess hún er of upptekin við að halda völdum. Hvað er að marka meirihluta Alþingis séðan úr grasrótinni þar sem situr fólk eins og ekkert sé; þótt það hafi tekið meira og minna þátt í efnahagshruninu?
Forsetinn á heiður skilinn fyrir að snúa af villu síns vegar og viðurkenna mistök sín reynir sem fyrr að gæta almannahags fremur en lífi ríkisstjórnarinnar er aldrei hefði átt að sitja við völd. Aðstæður voru strax þess eðlis 2008, að utanþingsstjórn hefði átt að taka við; þingið hefði átt að sjá sóma sinn i að styðja hana.
Samningurinn um Icesaveskuldina er nú liggur á borðinu virðist mun betri heldur enn Svavarssamningur vinstri stjórnarinnar; hvernig hefur tekist kynning á núverandi samningi fyrir almenning. Hún er engin, þjóðinni kemur við þegar setja á ríkisábyrgð á erlenda kröfu.
Ekki skal lagður dómur á hvort sé betra samningaleið eða dómstólaleið um ólögvarða kröfu. Þjóðin verður að fá eins hlutlausar upplýsingar og kostur er; áður en gengið verður til þjóðaratkvæðis.
Best væri ef núverandi stjórn segði af sér tafarlaust og við tæki utanþingsstjórn fram yfir umræddar kosningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook