Merkur fundur forsetans með Páfanum í Róm

Flestar þjóðir eiga þjóðhetjur er mærðar eru við hátíðleg tækifæri en yfirleitt karlkyns, sama er að segja um söguhetjur þar hafa karlmenn yfirburði. Guðríður Þorbjarnar dóttir getur verið góð ímynd afrekskonu er vert er að sýna virðingu með táknrænum hætti. Lagði hin víðförla kona Guðríður Þorbjarnardóttir land  undir fót, gekk suður  til Rómar er var algengt ef fólk vildi biðjast forláts á syndum sínum. Eftir heimkomuna gerðist Guðríður einsetukona að Glaumbæ en þar hafði Snorri sonur hennar reist kirkju, hún þá líklega um fimmtugt.

''Höfðingjadóttirin Guðríður frá Laugabrekku átti sér merkileg örlög. Hún var hefðarkona á Grænlandi og húsfreyja í Ameríku og tengdadóttir Eiríks rauða og Þjóðhildar. Hún var uppi á þeim tíma þegar heiðnin var að hverfa og kristin trú að verða ríkistrú um öll Norðurlönd. Örlög hennar voru samofin hinum miklu landvinningum Íslendinga um 1000. Guðríður sigldi alls níu sinnum yfir  úthöf og ferðaðist um þvera Evrópu á langri ævi sinni''. 

Heimild: Merkiskonur sögunnar, 2009,52-57, Kolbrún S. Ingólfsdóttir.

Saga Guðríðar hefur ekki minna sögulegt gildi en Leifs heppna mágs hennar; er talinn er hafa fundið Ameríku.

Lágkúrulegar samræður um Guðríði og för forsetans til Rómar með afrek/lífshlaup hennar,  í Silfri Egils á RÚV s.l. sunnudag breyta þar engu um;eru mest Agli og viðmælendum hans til lítillækkunar.

HappyHalo

 

 


mbl.is Forsetinn á fundi með páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband