RÚV ræðst á Bjarna Benediktsson?

Telja má að RÚV   hafi gefið tóninn í komandi kosningabaráttu fyrir Samfylkinguna/núverandi ríkisstjórn þar sem Helgi Seljan réðst gegn Bjarna Benediktssyni, formann Sjálfstæðisflokksins. Reynt að gera hann tortryggilegan með rakalausum dylgjum/spurningum um fjármálaspillingu. Ekki ámælisvert þótt hann seldi hlutabréf sín snemma árs 2008. Vitað er um fleiri en þeir voru fáir er seldu hlutabréf sín þegar krónan féll viku eftir viku.

Samkvæmt núverandi skoðanakönnun munu vinstri flokkarnir bíða afhroð í næstu kosningum fyrir afar slaka stjórn á efnahagsmálum. Enda sitja sömu  ráðherrar Samfylkingar  við völd er sátu í svokallaðri hrunstjórn  þegar allt hrundi, þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ekki undarlegt að þjóðin hafi fengið nóg.

Samfylkingin vann  öllum árum að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra skyldi verða syndahafurinn fyrir Landsdómi, taka alla sök í hruninu. Atkvæðagreiðsla Jóhönnu og Össurar gegn því að Geir yrði ákærður gæti allt eins verið sýndarmennska og plott til að reyna fela ógeðfellda pólitíska atlögu að honum? 

Sömu aðferð virðist  nú notuð gagnvart Bjarna Benediktssyni; hann  dæmdur til saka án sakfellingar aðeins gegn dylgjum svipað og Kastljós RÚV stóð fyrir í gærkveldi með "varðhundi" Samfylkingarinnar" , Helga Seljan. SidewaysHalo

 


mbl.is Enginn grunur um skjalafals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband