Uppsögn starfsmann RÚV - kattarþvottur í rekstrinum?

Var ekki uppsögn starfsmanna RÚV  til þess fallin eða úthugsuð til að skapa samúð meðal almennings á þeim forsendum að þeir væru „heimilisvinir“ hlustenda;  gera málið að pólitísktu bitbeini; kattarþvottur útvarpsstjóra til að komast hjá endurskipulagningu reksturs RÚV?

 Hvernig eru markhópar hlustenda RÚV valdir;  eru þeir á öllum aldri, var eldra fólk spurt á hvað það vildi  hlusta?

Háskóli Íslands mikilvægasta mennta – og menningarstofnum þjóðarinnar fær tíu milljarðar framlag frá ríkinu en RÚV fær fimm milljarða. Ekki þarf  reiknimeistara  til að sjá að hægt er að reka RÚV  fyrir miklu minna fjármagni  –til að standa undir lögbundnum skyldum.

Engin vafi að  þörf er á breytingum á rekstri ríkisútvarpsins  athuga  hvað er raunhæft að fella niður;  svo dæmi séu nefnd er ekki óþarfi að vera með kvikmyndaþátt í útvarpinu þegar hann er í sjónvarpinu- hvað horfa margir á  lélegu íslensku myndirnar er hafa veri sýndar í sjónvarpinu undanfarið – er verið að styrkja kvikmyndagerð með þessum hætti; kvikmyndagerð er sjálfsögð en þær verða að hafa  áhorf.

RÚV getur ekki verið óbeinn/beinn styrktaraðili fyrir listamenn – þeir verða að sýna ágæti sitt hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Útvarpsstjóri ber ábyrgð á rekstri RÚV – honum var vorkunn, árás Helga Seljan eftir starfsmannafundinn en komið sterkari  út með skapstillingu.

 Ef til vill skynsamlegt að ráða nýjan útvarpsstjóra er getur stillt skap sitt sig í erfiðum aðstæðum er nú fara í hönd?

 

 


mbl.is Klaufalegar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband