Geir H. Haarde næsti forsætisráðherra - með Framsókn!?

Eftir þennan landsfund Sjálfstæðismanna geta menn betur gert upp við sig hvers konar stjórn verður best trúað fyrir landsstjórninni. Geir H. Haarde er sá foringi sem mun ná bestum árangri sem áframhaldandi forsætisráðherra. Besti kostur værir að núverandi stjórn næði meirhluta og héldi áfram næsta kjörtímabil.

Til þess þarf Framsókn að herða róðurinn í kosningabaráttunni. Verður mjög harður róður fyrir þá, vegna þess að þeir hafa svo litla grasrót til að byggja á. M.ö.o. það  vantar kjölfestuna. Framsókn hefur lagt of mikla áherslu á Evrópumálin með sterkum málsvörum. Þeir sem ekki aðhyllast ESB þurfa að fá skýrarir skilaboð í kosningabaráttunni heldur en nú er, alveg fram að kosningum, þá mun fylgið aukast verulega.

Hvað varðar umhverfismálin þá eru að líkindum flestir orðnir leiðir á þeirri umræðu. Umræðan hefur höfðað til  tilfinnninga en sjaldan verið á röklegum grundvelli. Umhverfismálin verða ekki leyst í umræðu á kaffihúsum þar sem lítil tengsl og yfirsýn eru við efnahagslegar framfarir á landinu öllu.

Hins vegar mætti ræða umhverfisvæna borg á kaffihúsum með miklum árangir. Þar eru menn í tengslum við reynsluna af svifryki og útblæstri bifreiða. Að ekki sé nú minnst á plastpoka -framleiðsluna sem er orðin alvarlegt vandamál í sorphirðu og veldur óbætanlegum skaða í náttúrunni. Það verður langsótt að græða landið úr plastpokasjóðnum sem átti að standa undir mengun og góðgerðarmálum.

Skyldi þó aldrei vera að sú skipan hafi snúist upp í andhverfu sína?

 


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Núverandi ríkisstjórn hefur unnið markvisst að þvi að gera samfélagið betra til að bæta lífskjörin.

Hún hefur stutt að einkarekstri en að mínu mati ekki farið út fyrir þau mörk að ganga erinda frjálshyggjumanna.

 Einkavæðing bankanna var þar mikilvægt skref.

 Við búum við svokallað blandað hagkerfi en að mínu mati hefur ríkirestur verið þar of sterkur.

Það er ekki auðvelt verk að bæta kjör hinna lægst launuðu vegna hinna sem hafa það betur og vilja fá meira og meira. Siðferðið er ekki meira hjá okkur en það og gengu þvert á alla flokka.

Gott dæmi um það er þegar Steinunn Valdís þá verandi borgarstjóri bætti kjör lægst launaðra í borginni. Henni var nánast ýtt til hliðar í sínum eigin flokki, jafnaðarmannaflokki sem vill mestan jöfnuð í samfélginu samkvæmt stefnu flokksins.

Enginn flokksforingi hefur eins mikinn pólitískan styrk til að bæta kjör aldraðra og öryrkja nú og Geir Haarde. Mín skoðun er sú að hann muni ná bestum árangri með Framsókn í áframhaldandi stefnu í efnahags - og velferðarmálum.

 "Varla munu Vinstrir grænir og Samfylkingin standa á mótti betri kjörum fyrir þá lægst launuðu?"

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 15.4.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er alveg sammála Sigríður í þessu og hef skrifað oft um þetta á mitt blogg.
Það yrði þjóðinni fyrir bestu að núverandi ríkisstjórn heldi áfram. En til þess
þarf Framsókn að koma til. Varðandi ESB eru komnar allt aðrar áherslur í Evrópumálin eftir að Halldór hætti og Jón tók við.  Jón hefur sameinað flokkinn á
ný og aldeilis furðulegt ef flokkurinn fer ekki að ná sér á strik.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Nýlega birtu tveir blaðamenn kosningaloforð Framsóknarfl.og Sjálfstæðisfl.fyrir alþingiskosningarnar 2003.Tekin veru sýnishorn af 20 veigamestu loforðum hvers flokks fyrir sig.Niður staðan var sú,að Framsókn hafði staðið við 10 loforð,svikið 10,en Sjálfstæðisfl.hafði staðið  við 7,svikið 13.Þessir flokkar eru því ekki áhugaverður valkostur fyrir komandi ríkisstjórn.Reyndar er ég hissa á,að framsóknarmenn skuli óska sér áframhaldandi samstarfs við íhaldið,þar sem nokkuð ljóst er að þetta langa samstarf  mun valda mestu fylgistapi flokksins.Sömu útreið fékk Alþýðufl.á sínum tíma eftir samstarfið í  Viðreisnarstjórninni með íhaldinu.Ég hafði sterkar taugar til Framsóknarfl. á árum áður,þá áttum við Alþýðufl.menn oft gott samstarf við flokkinn.Í samstarfi við íhaldið hefur Framsóknarfl.orðið að stærstum hluta að  frjáls - og auðhyggjufl.sem hinn almenni kjósandi  flokksins sættir sig alls ekki við.Samvinnuhreyfingin var hugsjónin,sem flokkurinn stóð saman um,en nú er bara talað um eitthvað miðjumoð,sem enginn hefur skilgreint með vitrænum hætti.Framsóknarfl.þarf að finna sér ný og verðug markmið til að sameinast um.

Kristján Pétursson, 15.4.2007 kl. 20:18

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Framsóknarflokkurinn er hreint ekki í takt við tímann.  Jón Sig. hefur ekki sömu persónutöfra og samúð þjóðarinnar og Halldór Ásgrímsson hafði í síðustu kosningum þrátt fyrir annmarka sína.  Frammsókn er því í erfiðum málum eins og er.  Hins vegar er erfitt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gæti unnið með VG eða Samfylkingunni.  Þar þyrfti að koma til meiri háttar málamiðlun, sem mér sýnist ekki í sjónmáli.  Mestar líkur eru á því að sama ríkisstjórn haldi áfram í fjögur ár til viðbótar þó svo hún næði naumum meirihluta.       

Júlíus Valsson, 15.4.2007 kl. 20:57

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristján. Slagt gengi Framsóknarflokkssins í dag er af tvennum toga.
Halldór klauf flokkinn með Evrópusambandsrugli sínu og flæmdi fjölda
kjósenda og flokksmanna frá flokkum. Hitt var samstarf Framsóknar í
hræðslubandalagi vinstrimanna í R-listanum á annan áratug sem leitt
hefur til þess að flokkurinn er nánast horfin á höfuðborgarvæðinu. Það
sem heldur lífi í flokknum í dag er farsælt ríkisstjórnarsamstarf s.l 12 ár.
Þannig, vísa þínum athugasemdum algjörlega á bug, og Guð forði Íslandi
að lenda undir stjórn eins og Samfylkingarinnar sem vill stórskerða
fullveldi og sjálfstæði Íslands með því að troða því inn í ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.4.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Að núverandi stjórn héldi áfram gæti orðið til góðs fyrir þjóðina.

EF Geir heldur fast á málum með bættum kjörum fyrir þá lægst settu ásamt áframhaldandi núverandi efnahagsstjórn.

Mín rök eru þau að vinstri flokkarnir "málsvarar jafanaðar" eiga erfitt um vik í stjórnarandstöðu ef Geir tekst vel upp.

Gæti gert siðferðilegan standard í stjórnmálum örlítið betri.

Takk fyrir umræðuna, hún er alltaf nauðsynleg. Ekki nú síst fyrir þessar örlagaríku kosningar.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:14

7 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Að núverandi stjórn héldi áfram gæti orðið til góðs fyrir þjóðina.

EF Geir heldur fast á málum með bættum kjörum fyrir þá lægst settu ásamt áframhaldandi núverandi efnahagsstjórn.

Mín rök eru þau að vinstri flokkarnir "málsvarar jafanaðar" eiga erfitt um vik í stjórnarandstöðu ef Geir tekst vel upp.

Gæti gert siðferðilegan standard í stjórnmálum örlítið betri.

Takk fyrir umræðuna, hún er alltaf nauðsynleg. Ekki nú síst fyrir þessar örlagaríku kosningar.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:14

8 Smámynd: Kristján Pétursson

Rök þín Guðmundur  um slagt gengi flokksins eru ekki í neinu samræmi við álit fjölda framsóknarm.sem ég hef rætt við.Ef þið Laufey viljið ganga götuna á enda með íhaldinu þá verði ykkur að góðu.Það er ekki raunhæft að kenna Halldóri eða R-listanum um hvernig komið er fyrir flokknum.Ekki hafa kannanir sýnt að Jóni sé að takast að auka fylgi flokksins.Ástæðan er sú, að  sífelldar yfirlýsingar ykkar framsóknarm.um áframhaldandi samstarf við íhaldið  munu endanlega ganga frá flokknum.

Kristján Pétursson, 15.4.2007 kl. 22:17

9 identicon

"Umhverfismálin verða ekki leyst í umræðu á kaffihúsum þar sem lítil tengsl og yfirsýn eru við efnahagslegar framfarir á landinu öllu."

Ég myndi orða þetta svona; Þú og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa greinilega mjög litla yfirsýn yfir hvað umhverfisstefna ykkar (og verður ef af ykkar stefnumálum verður) hefur þennsluhvetjandi áhrif  á samfélagið og aftur þá hefur þinn staðnaði flokkur greinilega litla yfirsýn yfir hvað þennslan kemur hart niður á láglauna fólki þessa lands og þeirra sem eru að standa í íbúðarkaupum og fyrirtækjum sem eru að byrja að feta sín fyrstu skref. Það að þið lokið svona augunum fyrir því er einn alvarlegasti hluturinn sem á sér staði í íslenskri pólitík í dag.

Björg F 16.4.2007 kl. 00:11

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristján. Veit ekki við hvaða laumukrata-komma
þú ræðir við sem þóttust vera framsóknarmenn.
Jón Sigurðsson hefur meiriháttar tekist að sameina
flokkinn á ný og á eftir að uppskera það á næstu
vikum fram að kosningum! P.S. Kristján. Er mjög
stoltur af núverandi ríkisstjórn, sem hefur skapað
mesta framfaraskeið íslenzkrar þjóðar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.4.2007 kl. 00:14

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Björg. Þvílíkt rugl! Ert augsjáanlega í engri takt við NÚTÍMA ÍSLAND og
þeim  KRAFTI sem það býr yfir og núverandi stjórnvöldum þess. Vilt berlega
taka í STOPP gírinn með vinstra-afturhaldinu og hverfa óralanga áratugi
aftur í tímann.  Það að þú lokar svona augunum fyrir því er einn af alvarlegustu
hlutunum sem á sér stað í íslenzkri pólitík í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.4.2007 kl. 00:31

12 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það er okkur öllum til heilla ef Ríkisstjórnin heldur velli.  Trúi því að framsókn skríði upp í þetta 13-14% og við Sjálfstæðismenn fáum rétt rúmlega 40%.  Ríkisstjórnin hefur í heildina gert vel, þó svo vissulega megi bæta hitt og þetta og voanndi fá þeir færi á því.  Það er ekki alltaf hægt að gera öllum til hæfis.  Tek undir með Björgvini Þór að t.d í málefnum aldraðra mætti gera mun betur.  Efast ekki að úr því  verði bætt.  Skil samt ekki þetta stöðuga væl í vinstri mönnum um slælega frammistöðu í Íraksmálinu!!!  Skil þá fáránlegu umræðu ekki.

Guðmundur Jónas kemur með flott innlegg hér í umræðuna og segir allt sem segja þarf. 

Örvar Þór Kristjánsson, 16.4.2007 kl. 10:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband