Trúverðugleiki Kastljóssins hjá RUV - orkar tvímælis?

 ... "og þegar við bætist að stúlkan búi á heimili umhverfisráðherra sé full ástæða fyrir fjölmiðla að spyrja spurninga." Svo mörg voru þau orð ritstjóra Kastljóssins. Löglegt? en siðlaust að hálfu ritstjóra kastljósins á þessu stigi málsins að væna Jónínu Bjartmarz um afskipti af ríkisborgararétti tilvonandi tengdadóttur.

Fram hefur komið að ef um t.d. um íþróttamann sé að ræða þá er málið sjáfsagt; gagnlegt fyrir þjóðina að viðkomandi fái ríkisborgararétt.  Framangreint sjónarmið er afstætt hvað varðar gagnsemi fyrir þjóðina. Stúlka sem hefur trúlofast hér á landi og ætlar að verða hér í framtíðinni er engu minna verðmæti fyrir þjóðina. Ekki hefur komið fram í fréttum, að samkvæmt lögum eigi íþrottamaður meiri rétt og hvað þá siðferðilega.

Hér er verið að reyna að dylgja með trúverðugleika ráðerrans, lævíslega í ´"duldum póltískum tilgangi" Til hvers, til að koma höggi á ráðherrann fyrir komandi kosningar.

Sama má segja um klappliðið á borgarafundinum á sunnudaginn. Undarlegt að það skylda alltaf klappað fyrir stórnarandstöðinni. Getur hún ekki staðið fyrir máli sínu án íhlutunar sjónvarpsins.

Þegar framhaldskólarnir kepptu þá voru klapplið báðu megin að sjálfsögðu. Nú brá svo við á sunnudagskveldið að annað klappliðið vatnaði á umræddum borgarafundi. Enda útilokað að velja fólk á "sviðsettan borgarafund í sjónvarpssal. Fróðleg verður að sjá næsta borgarfund sem mun verða í minni heimabyggð á Fljótsdalshéraði og gaman að sjá úrvalið sem þar verður á bekk.

Vonandi er að sá borgarfundur verði bara í beinni útsendingu án þess að ritstjóri Kastljóssins kom þar nokkuð nærri.

 


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta snýst um að allir fái sömu þjónustu á sínum málum sem þurfa að fara inn í kerfið.

Jens Sigurjónsson, 4.5.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Fellst á þá skoðun þína en það á líka við um sjóvarpið þ.e. málefnin og fréttirnar.

Já, erfitt að finna hvað sé rétt og hvað rangt. Mikilvægast að þeir sem eiga að gæta hlutleysis í ríkissjónvarpinu gera sitt besta og hafi réttlætiskennd.

Dylgjur eru eitt það versta sem er notað í fréttaflutningi og það fannst mér eiga sér stað gagnvart Jónínu Bjartmarz.

Takk fyrir undirtektir, með keðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 4.5.2007 kl. 19:14

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneytið ættu að hafa endanlegt úrskurðarvald um hverjir fá ríkisborgararétt.Þeir fá öll nauðsynleg gögn í hendur,hafa staðgóða reynslu og færir um að skilgreina aðstæður umsækjanda hverju sinni.Stjórnmálamenn eiga að mínu viti ekki að meta aðstæður umsækjanda,hvorki til samþykktar eða höfnunar ríkisborgarréttar.Þá verða alltaf hættur á pólutískri greiðsemi,sem eiga undir engum kringumstæðum að ráða úrslitum í svona málum.Þetta eru staðreyndir,sem allir þekkja ,sem hafa komist í kynni við þessi mál.

Kristján Pétursson, 5.5.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Get verðð sammála þér. Erfitt verður  að komast hjá þrýstingi í þessum málum þar sem þau geta verið tilfinningalegs eðlis þar sem hvert tilfelli hefur sinn málstað

Þessi umrædda stúlka sem yfirgaf fjölskyldu sína, nám og föðurland til þess að fylgja þessum pilti; er tilfelli sem hafi sérstöðu burtsét frá tengslum hennar við ráðherrann. Eftir að stúlkan kom fram í fjölmiðlum virðist hún hafa "dóm götunnar" frekar með sér.Ttæplega mun málið verða póltíkinni til framdráttar hvorki til vinstri eða hægri og er það vel.

Með kveðju.

Með kveðju,

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 5.5.2007 kl. 06:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband