15.5.2007 | 04:12
Jón Kristjánsson aftur í ráðherrastól!
Nú er tækifæri til að jafna leikinn með því að Jón Kristjánsson fyrrv. ráðherra setjist aftur í ráðherrastól. Hann stóð sig mjög vel enda mikill málafylgjumaður. Kemur málum sínum fram hávaðlaust, er ekki umdeildur í fjölmiðlunum, vinsæll, vinsamlegur og hógvær í framkomu. Alltaf tilbúinn að taka gagrýni á málefnalegan hátt.
Undirrituð leggur til að Jón Kristjánsson verði ráðherra hálft kjörtímabilið þá taki Bjarni Harðarson þingmaður við sem þá hefur fengið þjálfun sem þingmaður.
Undirrituð fær ekki séð að svona stór kjördæmi eins og nú geti gengið upp. Þá verða flokkarnir að koma sér upp kosningareglum, sérstaklega í landfræðilega stórum kjördæmum. Framsóknarflokkurinn hefur ennþá meira fylgi úti á landi. Nauðsynlegt að dreifa þingmönnum um kjördæmin vegna mismunandi hagsmuna byggðarlaga. Félagshyggjuflokkur eins og Framsókn ætti ekki að vera í vandræðum með slík mál.
Vonandi vinnur Jónína Bjartmarz kæru sína til blaðamannafélagsins vegna árása á tengdadóttur hennar.
Það yrði aðhald fyrir fjölmiðla til að stilla reiði sinni í hóf gagnvart einstökum þingmönnum og flokkum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:08 | Facebook