16.5.2007 | 08:17
Núverandi stjórnarsamstarf - velferð og betri hagstjórn
Markmið stjórnarandstöðunnar var að fella ríkistjórnina er ekki tókst. Stefna Samfylkingarinnar um innflutning lanbúnaðaðarafurða og inngöngu í ESB með auðlindir þjóðarinnar sem skiptimynt er ekki traustvekjandi. Rökrétt niðurstaða kosninganna varð því fylgistap Samfylkingar þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu.
Vinstri grænir eru ekki traustvekjandi hvað varðar varnarmál, draga í efa norrænt samstarf þar að lútandi. Þeir ætla að afnema nýsett lög RUV, hafa ekki raunhæfar tillögur um atvinnumál sem er þó undirstaða þess að velferð og velmegun geti verið raunveruleg.
Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag um að þjóðin vilji Samfylkingu í stjórn með Sjálfstæðisflokknum er ekki trúverðug frekar en aðra skoðanakannanir. Þær geta ekki verðið ráðandi afl í stjórnarmyndun.
Hvers vegna ætti núverandi stjórn ekki að halda áfram? Hún hefur skilað góðu þjóðarbúi. Er líklegust til að gera átak í velferðarmálum og betri kjör fyrir öryrkja og eldri borgara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Athugasemdir
Kaffibandalagið hefur fleirri atkvæði á bak við sig en núverandi stjórn. Hvað finnst þér um það? Stjórninni er hreinlega ekki stætt á að sitja áfram og ég trúi því ekki að þeir munu gera það.. Þá stefnir hér í enn meiri óeiningu hjá þjóðinni en verið hefur. Nú þurfum við að fara að byggja upp sátt hér og það gerum við ekki á meðan Framsókn er áfram í rikisstjórn.
Það er augljóst afhverju Framsókn vill vera áfram. Þannig getur Jón Sigurðsson gert sig að ráðherra og haft eitthvað að segja í pólitík í dag. Ef Framsókn væri í stjórnarandstöðu væri hann utan flokka og þar af leiðandi valdalaus. Þetta eru sem sagt eiginhagsmunir hans og hans stuðningsmanna. Best væri fyrir flokkinn að fara í stjórnarandstöðu, byggja sig upp og skipta um mann í brúnni. Þar má nefna Bjarna Harðar sem frábært formansefni. Maður sem nær til alþýðunnar og varaformann Jónínu Bjartmarz. (bara mín persónulega skoðun)
Auðvitað vill Sjálfstæðisflokkurinn fara áfram í stjórn með Framsókn. Hann þarf ekki að semja um nein málefni heldur bara stóla. Þar að auki mun Sjálfstæðisflokkurinn tryggja sér meiri völd en hann hefur nokkurn tíman haft í sögu flokksins.. vera nánast alsráðandi með laskaða Framsókn sér við hlið. Það sjá þetta allir.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefði hins vegar mun meiri og breiðari stuðning á bak við sig. Og það er það sem við þurfum. Sameiningu ekki óeiningu.
Ég vona að þessir tveir flokkar hlusti nú á endanum á kjósendur og hugsi um hag hennar en ekki bara sinn eiginn. En það virðist vera lítil von til.. spái þess vegna erfiðu kjörtímabili og uppreisn hér og þar. Fólk er búið að fá nóg.. alveg nóg.
Björg F 16.5.2007 kl. 11:32
Ég held að þessi síða sé bara eitthvað gabb, sé ekkert nafn og svo er haldið fram að það sé enginn framtíð án framsóknaflokksins. Gott að menn styðji sinn flokk en enginn framtíð ;)
Og svo þetta, að þessi stjórn sé líklegust til átaks í velferðarmálum. Hvernig getur það verið eftir 12 ára valdasetu að það sé þá ekki búið að kippa því í liðinn.
Öfugmælavísur
Pétur Henry Petersen, 16.5.2007 kl. 12:02
Hvað er eiginlega kaffibandalag, eru það ábyrg samtök sem hafa lýst yfir stjórnasamstarfi eða eru það óábyrgar blaðurskjóður?
Núverandi stjórn féll ekki er lýðræðislega kjörin.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 16.5.2007 kl. 14:04
Allt er þetta í Geirs hendi. Stjórnin heldur og Geir liggur ekkert á. Nema ef Framsókn langi annað. Álver á Bakka er stórmál í sterkasta vígi Framsóknar. Varla freistar það flokkinn að fara í stjórn sem þriðja hjól. Þar sem annar samstarfsaðilinn er hreinlega á móti álveri og hinum skítsama.
Snorri Hansson, 16.5.2007 kl. 16:12
Hvers vegna ætti Framsókn að taka sér hvíld? Til að sleikja sárin.
Jón Sigurgeirsson , 16.5.2007 kl. 16:40