Sögulegur fundur - verða lífdagar Framsóknar taldir?

Nú stendur yfir fundur þingmanna Framsóknar um hvort halda skuli áfram í núverandi stjórn. Að mati undirritaðrar snýst fundurinn jafnframt um hvort Framsókn eigi lengri lífdaga i stjórnmálum eða ekki. Landsbyggðin vill stjórnina áfram og þar er enn mesta fylgið. Flokkurinn í borgarsamfélaginu stendur veikt og hlýtur að taka til greina vilja flokksmanna úti á landi.

Ákvörðun umrædds fundar  kann því að verða söguleg þegar fram líða stundir. Gæti snúist  um hvort Framsókn lifir áfram í stjórnmálum hér á landi eða ekki. Þeir flokksmenn í borgarsamfélaginu gera sér vonandi grein fyrir stöðunni, byggja álit sitt á vilja landsbyggðarmanna flokksins sem hafa meirihluta flokksmanna eins og staðan er nú.

 


mbl.is Þingflokkur Framsóknarflokks á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Finnst þér ekki skrýtið að í Washington í USA er enginn þingmaður?

Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjann hefur vægi lýðræðis mjög hrakað hér á landi vegna þess að öll stjórnsýslan er ennþá í Reykjavík, undarlegt og krýtið með rökstuðninginn einn á móti tíu..

Að mínu mati er það vegna þess að stjórnsýslan í USA er öll fyrir Bandaríkin í Washington. Vægi atkvæða snýst ekki um tölur eingöngu heldur um samþjappað vald eins og í Reykjavík. (og stjórnmálaflokkum?)

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.5.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var greinilega einhver misskilningur hjá þér, framsóknarmenn voru ekki einir með leik.  Það voru sjálfstæðismenn  sem tóku af skarið.  Ég er hræddur um að stjórnin sem er í burðarliðnum muni reynast landsbyggðinni illa.   Best hefði verið að ná samstöðum með Frjálslyndu, það hefði orðið til þess að bjarga litlu sjávarpássunum og þau myndu blómstra á ný.  Kannski verða þau dapurlegir draugabæir eftir fjögur ár. 

Sigurður Þórðarson, 17.5.2007 kl. 22:09

3 identicon

Það er nú Framsókn að "þakka" að heilu sjávarbyggðirnar eru að leggjast í eyði..

 Ný ríkisstjórn í burðarliðnum og allt á blússandi gleðisiglingu. Ég er ánægð og er ekki ein um það.

Þetta verður í lagi fyrir Framsókn. Hann mun koma mun sterkari til leiks eftir 4 ár. Sannaðu til

Björg F 18.5.2007 kl. 01:00

4 identicon

Ég sem er númer 5 heiti Björg.. nafnið mitt stendur þarna undir.. og jú ætli ég viti ekki eilítið um hvað ég er að tala..

Björg F 18.5.2007 kl. 12:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband