Geir Haarde með tögl og haldir

SmileGeir Haarde hefur sterka stöðu sem forsætisráðherra í væntanlegri ríkisstjórn. Góð niðurstaða að landbúnaðar -og sjávarútvegsráðuneyti er ekki hjá Samfylkingunni. Þeim ráðuneytum er betur komið hjá Sjálfstæðisflokknum. Skiptir miklu máli að það sem fyrri stjórn hefur lagt grunninn að í tveimur umræddum ráðaneytum haldist og áfram verði haldið á þeirri braut. Samfylkinginhefur þá ekki greiða leið til að nota auðlindir þjóðarinnar í landbúnaði og sjávarútvegi til þjóðnýtingarfyrirkomulags eða afsala þeim til ESB.

Þessi ríkisstjórn byggist að mati undirritaðrar á festu Sjálfstæðisflokksins til góðra og skynsamlegra verka þjóðinni til heilla.

Ef Samfylkingin axlar ekki ábyrgð og reynir undanslátt þá hefur Geir Haarde alltaf valdið til að rjúfa þing. Að framansögðu óskar undirrituð forsætisráðherra og ríkisstjórninni velfarnaðar.


mbl.is Drífa: Lít á formennsku í þingflokki nánast sem ráðherrasæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband