Guðni formaður - Bjarni Harðar framtíðarformaður?

WounderingJá, ekki við öðru að búast en Jón segði af sér við núverandi aðstæður. Lítið lagðist fyrir góðan dreng... en hann hættir með sæmd. Gerði það sem hægt var í slæmri stöðu. Alltaf hægt að sýna gáfur eftir á en undirrituð telur ef að Halldór Ásgrímsson hefði hætt um leið og Davíð Oddson, þá hefði Jón fengið þann tíma sem hann þurfti til að ná kjöri sem þingmaður og koma á friði innan flokksins. Vegna Íraksstríðsins hefðu Davíð og Halldór átt að hætta samtímis. Ekki má seinna vera að forsætisráðherra Bretlands stígi úr stólnum ef ekki þegar of seint, ekki er líklegt að flokkur hans nái meirihluta.

Framtíð Framsóknar er mjög tvísýn svo ekki sé meira sagt. Leiðir af sjálfu sér að Guðni yrði formaður núna. Valgerður sómir sér eflaust vel sem varaformaður og ættu þau tvö að geta verið góð málamiðlun um stundar sakir. Las í Blogginu að Björn Ingi vildi Valgerði fyrir stökkpall, sem formaður síðar. Undirrituð telur Valgerði ekki svo græna að láta hafa sig að stökkpalli fyrir smástráka í flokknum.

Gaman verður að fylgjast með framaþróuninni en alla vega hefur Sif Friðleifsdóttir skársta stöðu. Ekki eru fyrirsjáanlegir kandídatar innan flokksins sem eru sterkari eins og er. Bjarni Harðarson er sá sem á framtíðina og framann fyrir sér ef honum tekst að halda vel á sínum spilum. Undirrituð vonar að svo megi verða.


mbl.is Jón Sigurðsson segir af sér formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband