26.9.2017 | 15:52
Stjórnarskráin haldi velli
Þvílíkur barnaskapur að ímynda sér að breyta stjórnarskránni fyrir kosningur - nóg er óvissan í stjónmálum og fer best á því að stjórnarskráin haldi velli í ringulreiðinni.
Píratar og Samfylging virðast vilja hafa stjórnarskrána einfallt plagg sem auðvelt er að breyta eftir því sem vindurinn blæs hverju sinni.
Stórnarskráin er margoft brotin þegar lög eru sett frá alþingi; ganga þvert gegn henni, þó er vitnað til hennar þegar þing er rofið.
Er það ekki vanda málið frekar en að rjúka til og breyta stjórnarskránni?
Vonandi verður meiri festa í stjórnarháttum eftir kosningar - rökræða um málin í þinginu og hætta leiðinlegu karpi sem valda almennri óvirðingu fyrir Alþingi.
Hótaði að taka þingið í gíslingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook