24.5.2007 | 16:53
Af hverju skrökvar Kolbrún Bergþórsdóttir?
Kolbrún virðist ekki skilja á milli hvað verður og niðurstöðu sem síðar kemur í ljós. Gat hún búist við að Jón Sigurðsson væri svo fákunnandi stjórnmálamaður ( eða ósannindamaður), að hann lýsti yfir afsögn án fundar með sínum flokksmönnum?
Kolbrún gengur svo langt að brigsla Jóni um ósannindi og bregður fyrir sig ritingargrein úr Biblíunni sér til stuðnings, tekur lokaorð úr ritningargrein. Betur færi á að Kolbrún íhugaði ritningargreinina í heilu lagi: Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsan eða: "Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2007 kl. 11:23 | Facebook