Fisveiðar og hlutabréf?

Við þekkjum flest hversu fallegar  hugsjónir og hugmyndir,smáar og stórar; skynsamlega ígrundaðar hafa aldrei náð markmiði sínu; snúist upp andhverfu sína.

Þúsund ára ríkið þýska varð að "skipulagðri morðvél" er eyddi svo til allri Evrópu og víðar í heiminum - ekki reyndist sósíalisminn neitt betri.

Þá má nefna blóðuga uppreisn þýskra bænda gegn ofríki og kúgun er áttu sér stað kjölfar baráttu Marteins Lúters gegn spillingu og arðráni kaþólsku kirkjunnar- áreiðanlega hafði Lúther ekki hugsað sér að þau átök gætu átt sér stað.

Ekki hefur fundist fullkomin leið að stjórna fiskveiðum í sjónum sem er þó lífnauðsynlegt til að viðhalda fæðuöryggi um langa framtíð.

Hér á landi er hugmynd Sigurðar Nordal talin góð lausn þ.e. að fisveiðiheimildir verði leigðar íslenskum fyrirtækjum tímabundið. En það eru mörg ljón í veginum, sjávarfang er misjafnt; tími mikillar veiði og minni veiðia verður erfitt  viðfangs ef leigja á kvótann tímabundið.

Hvernig ætla menn að tengja rekstur, tækniframfarir, veiðar og markað þannig að hagnaður verði breytilegur eftir aðstæðum?

Vandamálið er ekki bara hér heldur alþjóðlegt þar sem fiskur er veiddur. Aldrei finnum við fullkomna leið á stjórn fiskveiða hvort sem fyrirtækin eru smá eða stór.

En úr því sem komið er er hugsanlega hlutabréfamarkaður illskásta leiðin, að fyrirtæki verði skyldug til að skrá sig  á hlutabréfamarkað. Ef til vill verður að vera einhverjar hömlur á stærð fyrirtækjanna en að þau endurspegli raunverulegar veiðar?

Umræðan sem skekur nú þjóðfélagið vegna Samherja mun ekki skila neinum árangri nema ríkisstjórnin hafi kjark og samstöðu til að leysa máið eins og best verður á kosið.

Að vinnsla, veiðar, rekstrarkostnaður og markaðsmál  verði ávallt tengdur fiskveiðikvótanum áður en arðgreiðslur eiga sér stað.

Engin gallalaus leið er til en ef til vill vill gætum við haft gagn  af sjá kaupmanninn í Feneyjum (mynd);

þegar málin verða krufin til mergjar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband