Mengunarþáttur RÚV.

Ekki minnst einu orði í þætti RUV um loftslagsmál  hvað færu mörg kolefnisspor í iðnaðinn við að framleiða hvarfakúta í hvern einasta bíl. Hvernig gengur að eyða rafhlöðunum sem til falla og allar annan búnað sem framleiddur er til mengunarvarna? 

Umræðan var ekki hugsuð frá sem flestum sjónarhornum - Magnús, veðurstofustjóri fékk óblíðar móttökur- og Erna, blaðamaður; urðu að yfirgefa vettvanginn á undan öðrum. Hvers vegna má ekki hafa aðrar skoðanir en fréttamenn?

Stúlkan í rauða kjólnum var yfirspennt, greinilega orðin forrituð af þeim fréttum sem hún heyrir. Svo fjarri lagi að mengun væri vandamál hennar kynslóðar; hvað með netverslun unglinga, fatakaup,síma og hvað sem unglingum dettur í hug að kaupa; hvað verða til mörg kolefnisspor í þeim bransa.

Það skynsamlegasta sem ég heyrði var póstur frá 8 til 10ára dreng er  spurði; hvort heimsendir væri nánd, fólkinu vafðist tunga um tönn og lítið um svör.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband