Fjallkonan - landið eldur og ís

Fjallkonan á þjóðhátíðardaginn var sannarlega glæsilegur fulltrúi lands, elds og ísa. Rauða hárið, látlaus og fögur í framkomu, samt tign og listræn tjáning af öllu hjarta. Kvæði Kristjáns Eldjárns féll að þessari ímynd, vakti í brjósti mér þjóðarstolt og löngun til að hugsa  vel um landið mitt. Þökk sé þessu góða listafólki! Skil ekki geðvonsku Þráins Bertelssonar út í fjallkonuna í Fréttablaðinu í dag, honum fannst hana vanta karlmann. Hans tilfinning er  öðruvísi en mín. Er ekki jafnréttið farið að snúast upp í andhverfu sína þegar ímynd fjallkonunnar á að víkja á þjóðhátíðardaginn? 

Karl,kona,barn sem saman mynda fjölskylduna  geta og eiga að vera fulltrúar í annan tíma, alltaf í daglegu lífi okkar, á fjölskyldudaginn, í tengslum við forvarnir og uppeldi. Fjallkonan sem ímynd móður jarðar er ekki “einstæð og umkomulaus" eins og Þráinn heldur fram. Hún á ást okkar allra og höfðar til okkar í hreinleika sínum, að hugsa vel um landð okkar.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband