Ofneysla áfengis í Reykjavík - og framhaldsskólum.

Hæst ber í morgunfréttum  ofneysla áfengis/ómenning í Reykjavík og  framhaldsskólum. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur vakið athygli á ásýnd og ástandi gesta í borginni um helgar. Frá er greint í fréttinni að ástandið sé “vægast sagt ömurlegt”. Við bætist önnur frétt af svipuðum toga, að 47% framhaldskólanemenda séu í talsverðri ofneyslu áfengis og 7% í mjög alvarlegri neyslu. Ekki ofmælt að vandi áfengisneyslu er  viðvarandi víða í samfélaginu. Ekkert er sterkara til úrbóta en ef almenningur er vel meðvitaður um vandann og tekur afstöðu gegn óheftri áfengisneyslu.

Framtak lögreglustjóra um áfengisvandann í miðborg Reykjavíkur mun án efa vekja eftirtekt og umhugsun. Vonandi að almenningu, allir þeir sem koma að uppeldismálum og þeir sem reka skemmtistaði/vínveitingu  í Reykjavík geri sér ljósa grein fyrir ábyrgð sinni á vandanum. Ekki mun vandinn verða leystur eða lagast við áfengislækkun eða lækkun áfengisaldurs.

Uppeldi skiptir miklu máli og því er ábyrgð foreldra og skóla afar mikilvæg. Börn sem fá sterka sjálfsmynd í uppeldi og eru frædd um vandamálin með persónulegum samræðum munu verða betur meðvituð um hættu vímuefna. Fyrirmynd foreldra er ef til vill mikilvægasti  þáttur forvarna fyrir börn og unglinga. Ábyrgð foreldra er því mikil ásamt skólunum.Fréttin um áfengisneyslu ungs fólks í framhaldsskólum gefur tilefni til að huga betur að uppeldi í æsku og hvaða fyrirmyndir börn hafa þá.

Stjórnmálamenn eiga/verða að taka ábyrga afstöðu sem miðar að almannaheill en ekki  auka á vandann með stuðningi við áfengisauglýsingar og  óhefta vínsölu eins of fram hefur komið af og til í fjölmiðlum


mbl.is Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband