Stefna Samfylkingar - eyðing landsbyggðar – Ísland borgríki?

 FootinMouthUtanríkisráðherra fer mikinn um helgina til kynningar stefnu Samfylkingarinnar. Hennar eigin stjórnarstíll hefur ekki breyst þar sem hún ræðst á samstarfsflokkinn í ríkistjórn sér til framdráttar. Erfitt hlýtur að vera  fyrir stjórnmálamann að ná árangri í samstarfi ríkisstjórnar, sem alltaf horfir til baka og veltir sér upp úr því sem miður hefur farið í stað þess að horfa fram á veginn og vinna í samstarfi við þann flokk sem hann starfar með. 

 Fjáraustur úr ríkiskassanum í svokallaðar mótvægisaðgerðir  er miklu nærtækara dæmi um stefnuleysi. Er aðeins til að slá ryki í augu almennings þar sem  stefna Samfylkingarinnar virðist vera  að eyða landsbyggðinni, að Ísland verð borgríki við Faxaflóann og gangi síðan í ESB. Ekki er hægt að kalla samgöngur, atvinnu  eða menntun úti á landi mótvægisaðgerðir. Þær eru  sjálfsögð þróun burtséð frá hvaða ríkisstjórn situr við völd. Sama má segja um aðstoð við þá sem minna mega sín svo sem sjúka og þá sem lægst hafa launin. Þar er hlutur Samfylkingar ekki stærri en annarra flokka sem setið hafa í ríkistjórn/borgarstjórn. 

Nefna má stefnuna í mennta málum sem mætti ígrunda betur með heilstæðri stefnu í háksólamenntun bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Undirrituð hefur nefnt Háskólann að Bifröst í bloggi sínu, sem dæmi um óþarfa fjárfestingu, í stað þess að auka menntun í helstu byggðakjörnum út um landið með beinum tengslum við skipulagningu menntunar   háskólanna  í Reykjavík og Akureyri. 

Nú stendur fyrir dyrum að leggja niður mjólkurframleiðslu í heilum landshluta fyrst og fremst til að styrkja fyrirtæki í Reykjavík. Hagur mjólkurframleiðslu bænda eða  neytenda á Austurlandi er ekki inni í myndinni. Hér er bein aðför að heilum landshluta  til þess að  landbúnaður verður  lagður niður. Engin hugsun um þá kjölfestu að landbúnaður sé nauðsynlegur til að tryggja framleiðslu landbúnaðrafurða í eigin landi. Landi þar sem allar forsendur eru til framleiðslu hollra vara  og mengun  í lámarki miða við víða erlendis. 

Fróðlegt verður að heyra viðbrögð Samfylkingar/stjórnarinnar við framagreindri eyðingu ef þá nokkur verða?

 Uggvænlegt að ríkistjórn með svo mikinn meirihluta á þingi skuli ekki horfa með meiri víðsýni til allrar þjóðarinnar þegar helstu hagsmunamál svo sem menntun/atvinna og önnur uppbygging úti á landi er afgreidd með “ölmusu” úr ríkiskassanum til að “lina þjáningar eyðingarinnar” úti á landsbyggðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband