29.9.2007 | 15:16
Forsætisráðherra tekur af skarið - um ESB
Ekki á dagsskrá hjá núverandi ríkisstjórn að sækja um aðild ESB á þessu kjörtímabili segir forsætisráðherra. Þá vita spákaupmenn og stuðningsmenn/Samfylking ESB hvað er framundan. Vonandi slá þessi ummæli forsætisráðherra á þá ábyrgðarlausu umræðu um ESB sem mest er áberandi eða einhliða upptaka Evru, sem aðeins veldur tortryggni í fjármálum þjóðarinnar.
ESB er ekki fríverslunarbandalag heldur er það tollabandalag sem hindrar innflutning á vörum til að vernda eigin framleiðslu. Nú nýlega hefur ESB sett skorður á innflutning á kínverskum textilvörum sem Frakklandsforseti telur ásættanlegt, að kaupa ekki af fátækum löndum. ESB stundar sem sagt ekki neina mannúðarstefnu í viðskiptum.
ESB kaupir af okkur fiskinn til þess að tryggja sér matvæli sér til viðurværis í framtíðinni. Hafa þess vegna látið sér nægja aðild okkar að EES hingað til. Það væri glapræði að ganga inn í ESB og framselja fiskimiðin/auðlindirnar. Umræðan ætti fremur að snúast um hvað yrði þá?
![]() |
Geir H. Haarde: Að taka upp evru einhliða álitið veikleikamerki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook