Jónas Hallgrímsson í tvö hundruð ár

Frábær menningardagsskrá flutt af okkar bestu listamönnum. Hápunktur kvöldsins   þegar HERRA Sigurbirni voru veitt verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hann hefur um margra áratuga skeið flutt þjóð sinni prédikanir á þjóðtungu okkar, einnig samfélagsleg málefni með svo skýrum og afgerandi hætti,  að vart verður betur gert. Sem fræðimaður hefur honum tekist að setja fram mál sitt svo skýrt að hvert mannsbarn skilur. Um leið fyrirmynd fræðimanna að geta skilað fræðunum út í samfélagið á hnitmiðaðri íslensku.

Enginn prédikari hefur náð eins miklum vinsældum og HERRA Sigurbjörn gerði á aðfangadagskveld um  áratuga skeið. Það muna tvær eða þrjár kynslóðir vel. Þar fór saman orðsnilli, hjartans einlægni og umhyggja fyrir náunganum, sem skilaði okkur sem á hlýddum, von og kærleika í hjarta hvort sem við áttum um sárt að binda eða áttum  eingöngu gleðirík jól. Enn er HERRA Sigurbjörn sami prédikarinn með orðsins snilli á vörum í bundnu og óbundnu máli, kominn á tíunda tuginn. Innilega til hamingju HERRA Sigurbjörn og Guði sé þökk fyrir tilveru þína.


mbl.is Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband