Brýtur RÚV gegn börnum - með áfengisauglýsingum?

 

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum kvarta við RÚV undan birtingu áfengisauglýsinga; að brotið sé   gegn rétti barna til að vera laus við áfengisáróður(24stundir dag). Ánægjulegt að foreldrar sýni slíkt framtak til varnar í uppeldi barna sinna. Ekkert er eins mikilvægt í uppeldi en að verja þau fyrir áreiti fjölmiðla á  unga aldri gegn áfengisauglýsinga og óhollum mat er sífellt dynur á þeim - jafnvel rétt fyrir barnatíma í sjónvarpi. Börn sem verða meðvituð um hvað er óhollt – hvað er rétt og rangt verða sjálfstæð í hugsum ekki síst ef það kemur frá foreldrunum.  Gott vegarnesti fyrir börnin þegar þau þurfa að  takast á við lífið á unglings -og fullorðinsárum.

 Telja foreldrasamtökin jafnvel að RÚV brjóti lög með framangreindum áróðri. Ámælisvert af ríkisjónvarpinu að auglýsa áfengi fyrir almenning; en telur sig samt sem áður hlutlausan fjölmiðil með forystu í menningu og fræðslu. Væri ekki nær að RÚV hefði viðtal við foreldrasamtökin í kastljósi; til að vekja athygli á samtökunum og baráttumáli  þeirra að  ekki sé brotið á börnum þeirra með áfengisauglýsingum gegn landslögum?

 

Góða helgiSmile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband