Mbl - vinsælasta bloggið?

Hef nýlega uppgötvað takkann “vinsælast” þar sem okkur bloggurum er raðað eftir hvað þeir hafa mikla lesningu. Ekki vel að mér í tölvutækni en kann að telja 1,2,3 o.s.frv eða Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn o.frv. Hef nú fylgst með teljaranum tvær eða þrjár vikur. Er ekki óánægð með lesningu á mínu bloggi en alltaf hafa nokkrir verið fyrir ofan mig sem hafa lægri tölu í lesningu t.d. er skák.is allaf með sömu töluna í lesningu, (255 lesendur nr. 21, af 50) alveg sama þótt einhverjir  hafi hærri tölu í lesningu.

Þegar þetta er ritað þá eru tveir skráðir ofar (af 50) en þeim ber, er með minna móti, oftar en ekki hafa verið fleiri.  Geri ráð fyrir að “teljaraforritið” sé forritað eftir raðtölum en virðist hafa þann eiginleika stundum, að Þríbjörn komi á undan Tvíbirni og síðastur komi Einbjörn o.s.frv. tæplega gerir forritið samt mun á “Jóni” og “Séra Jóni”. 

Annars er  ég ánægð með mitt blogg þar sem það er lokað - og hef ekki tíma til að blogga að staðaldri.  “Vinsælir” bloggar geta líka farið eftir hvað skrifað er um og hversu vel þeir  hitta í mark. Sumir bloggarar eru þekktir fyrir, hafa  andlit úr fjölmiðlum í þjóðfélaginu og þar fyrir utan eru pólitíkusar.

      Mér fyndist að Mbl. ætti að gefa skýringu á þessum undarlega “teljara” í blogginu og láta yfirfara forritið. Woundering 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband