Bretar - hörfa undan?

Góðar fréttir að IMF-sjóðurinn falli frá skilyrðinu að semja við Breta ef þeir lána okkur. Hefði verð nauðungaraðgerð ekki ásættaleg fyrir þjóðina. Við höfum ef til vill ekki slæma samningsstöðu þrátt fyrir allt eftir þessari frétt. Það er skömm fyrir Breta að þeir hafi ætlað að kúga okkur í krafti stærðar sinnar að eiga í fullu tré við smáþjóð. Erum  þrátt fyrir smæð okkar eitt af  NATO- ríkjunum,  þurfum ekki að lúta illsku Breta það yrði álitshnekkir fyrir þá í alþjóðasamfélaginu - og NATO. 

Nú er nauðsynlegt að forsætisráðherrann fáir frið til að þoka málum áfram - að utanríkisráherrann verið algjörlega samstíga - og samráð við stjórnarandstöðuna. Ef ekki, þá verður þjóðstjórn líkleg.   Ekki betri kostur en pólitísk samstaða í þessum mikla þjóðarvanda.; þá er einhver von til að stjórnmálamenn vinnu aftur það traust er þeir hafa misst hjá þjóðinni.

 


mbl.is Viðræðum við Breta lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband