23.10.2008 | 22:51
Ættjarðarsálmur
Gott að lesa ættjarðarsálm eftir sr.Mattías Jochumson trúarskáld sér til styrktar; þá hitnar um hjartarætur og erfiðleikarnir verða léttvægir:
Krjúp lágt, þú litla þjóð,
við lífsins náðarflóð.
Eilífum Guði alda
þú átt í dag að gjalda
allt lánsfé lífs þíns stunda
með leigum þúsund punda
Upp, upp, þú Íslands þjóð
með eldheitt hjartablóð,
Guðs sólu signd er foldin,
öll sekt í miskunn goldin:
Þú átt, þú átt að lifa
öll ár og tákn að skrifa.
Kom, Jesú Kristí trú,
kom, kom og í oss bú,
kom, sterki kærleiks kraftur,
þú kveikir dáið aftur.
Ein trú, eitt ljós, einn andi
í einu fósturlandi.
Mattías Jochumsson: nr.519.3.4.og 5.vers.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook