Pólitískir klækir?

Undarleg útspil af tveimur ráðherrum Samfylkingar að lýsa yfir vilja til kosninga sem hefur tæplega með almannaheill að gera áður en einhver árangur verður af stjórnvaldsaðgerðum. Hvað liggur að baki ekki standa ráðherrarnir einir? Minnir einna helst á aðferðir núverandi forseta þegar hann var í stjórnmálum,"látum þetta berast út". Pólitískir vel þekktir klækir til að rifta ríkistjórninni í þeirri von að Samfylkingin geti skotið sér undan ábyrgð á efnahagsvandanum; - og flýtt fyrir ESB-aðild?

Ekki er að efa að forsætisráðherrann hefur tromp á hendi með ótryggum samstarfsflokki er hann mun slá út þegar þess er þörf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband