Aðventa: Maríukvæði

Nóbelskáldið Halldór Kiljan tók katólska trú, hann var gott ljóðskáld þótt óbundið mál  hafi verið hans megin verk. Maríukvæði er eitt af kvæðum skáldsins er ekki var í bókum hans - og þeirra frægast. Atli Heimir Sveinsson samdi lag við kvæðið og er það vel þekkt:


Maríukvæði
Hjálpa þú mér helg og væn,
himnamóðirin bjarta:
legðu mína bljúgu bæn
barninu þínu að hjarta.
Þá munu ávalt grösin græn
í garðinum skarta,
í garðinum mínum skarta.

Bænheit rödd mín biður þín,
blessuð meðal fljóða;
vertu æ uns ævin dvín
inntak minna ljóða;
móðir guðs sé móðir mín
og móðir þjóða,
móðir allra þjóða.

Kenn mér að fara í för þín ein,
fram að himnaborðum,
leiddu þennan litla svein,
líkt og son þinn forðum.
Líkt og Krists sé heyrn mín hrein
að hlýða orðum,
hlýða þínum orðum.

 Góða helgiHappyHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband