14.12.2008 | 08:19
Aðventa: Maríukvæði
Nóbelskáldið Halldór Kiljan tók katólska trú, hann var gott ljóðskáld þótt óbundið mál hafi verið hans megin verk. Maríukvæði er eitt af kvæðum skáldsins er ekki var í bókum hans - og þeirra frægast. Atli Heimir Sveinsson samdi lag við kvæðið og er það vel þekkt:
Maríukvæði
Hjálpa þú mér helg og væn,
himnamóðirin bjarta:
legðu mína bljúgu bæn
barninu þínu að hjarta.
Þá munu ávalt grösin græn
í garðinum skarta,
í garðinum mínum skarta.
Bænheit rödd mín biður þín,
blessuð meðal fljóða;
vertu æ uns ævin dvín
inntak minna ljóða;
móðir guðs sé móðir mín
og móðir þjóða,
móðir allra þjóða.
Kenn mér að fara í för þín ein,
fram að himnaborðum,
leiddu þennan litla svein,
líkt og son þinn forðum.
Líkt og Krists sé heyrn mín hrein
að hlýða orðum,
hlýða þínum orðum.
Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.12.2019 kl. 02:50 | Facebook